Barcelona vann mjög svo sannfærandi sigur á Benidorm í spænska Ofurbikarnum í handbolta. Lokatölur tuttugu marka sigur Börsunga, 38-18.
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum í leiknum. Barcelona var með yfirhöndina allan leikinn og var staðan 20-9 í hálfleik.
Deildarkeppnin á Spáni hefst næsta miðvikudag. Þá mæta Aron og félagar Puerto Sagunto á heimavelli. Barcelona er talið langsigurstranglegasta liðið í deildinni en liðið hefur unnið deildina tíu ár í röð.