Jon Rahm tryggði sér sigur með mögnuðu tuttugu metra pútti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 12:30 Spánverjinn Jon Rahm fagnar sigurpúttinu sínu á BMW Championship. EPA-EFE/TANNEN MAURY Jon Rahm fagnaði sigri á BMW Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni um helgina en það þurfti umspil til að skera út um sigurvegara. Jon Rahm og Dustin Johnson enduðu báðir mótið á fjórum höggum undir pari og úrslitin réðust því í umspili. Þeir félagar léku á tveimur höggum betur en Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama sem deildu þriðja sætinu. Fimmti var síðan Tony Finau á einu höggi undir pari. Það lýsir erfiðleikastigi vallarins að aðeins fimm efstu kylfingunum tókst að spila undir pari á mótinu. Are you kidding me, @JonRahmpga?!?!#BMWCHAMPS pic.twitter.com/wgSOW5N66P— BMW Championship (@BMWchamps) August 30, 2020 Jon Rahm tryggði sér sigurinn í umspilinu með því að seta niður meira en tuttugu metra pútt á lokaholunni. Dustin Johnson trúði því eiginlega ekki að kúlan hafi farið ofan í. Dustin átti möguleika á þvi að vinna sitt annað mót í röð en gat bara hlegið þegar hann sá pútt Rahm enda í holunni. Jon Rahm þurfti ekki aðeins að pútta kúlunni þessa rúmu tuttugu metra heldur var einnig mikið landslag í flötinni og þurfti kúlan hans að fara yfir hrygg á leiðinni í holuna. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ sagði Jon Rahm en Dustin Johnson sjálfur hafði tryggt sér sæti í umspilinu með tæplega fjórtán metra pútti. Þeir tveir buðu því upp á sýningu og dramatík á síðasta hálftíma mótsins. Jon Rahm hafði spilað frábærlega á hringunum báðum um helgina sem hann lék á 66 og 64 höggum. Það var allt annað en fyrstu tveir hringirnir sem hann lék á sextán fleiri höggum eða á 75 og 71 höggi. Jon Rahm er 25 ára gamall Spánverji sem hefur aldrei náð að vinna risamót. Hann var aftur á móti að vinna sinn annað PGA-mót eftir kórónuveiruhléið því Rahm vann einnig Memorial mótið í júlí. Rahm fékk 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir að vinna mótið eða 236 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið hjá Jon Rahm. 66 FEET for the WIN! UNBELIEVABLE putt from @JonRahmPGA to claim @BMWChamps in a playoff! #QuickHits pic.twitter.com/DktJRjZLoj— PGA TOUR (@PGATOUR) August 30, 2020 Anything you can do, I can do better. pic.twitter.com/6qFYlrI1as— PGA TOUR (@PGATOUR) August 31, 2020 Golf Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Jon Rahm fagnaði sigri á BMW Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni um helgina en það þurfti umspil til að skera út um sigurvegara. Jon Rahm og Dustin Johnson enduðu báðir mótið á fjórum höggum undir pari og úrslitin réðust því í umspili. Þeir félagar léku á tveimur höggum betur en Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama sem deildu þriðja sætinu. Fimmti var síðan Tony Finau á einu höggi undir pari. Það lýsir erfiðleikastigi vallarins að aðeins fimm efstu kylfingunum tókst að spila undir pari á mótinu. Are you kidding me, @JonRahmpga?!?!#BMWCHAMPS pic.twitter.com/wgSOW5N66P— BMW Championship (@BMWchamps) August 30, 2020 Jon Rahm tryggði sér sigurinn í umspilinu með því að seta niður meira en tuttugu metra pútt á lokaholunni. Dustin Johnson trúði því eiginlega ekki að kúlan hafi farið ofan í. Dustin átti möguleika á þvi að vinna sitt annað mót í röð en gat bara hlegið þegar hann sá pútt Rahm enda í holunni. Jon Rahm þurfti ekki aðeins að pútta kúlunni þessa rúmu tuttugu metra heldur var einnig mikið landslag í flötinni og þurfti kúlan hans að fara yfir hrygg á leiðinni í holuna. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ sagði Jon Rahm en Dustin Johnson sjálfur hafði tryggt sér sæti í umspilinu með tæplega fjórtán metra pútti. Þeir tveir buðu því upp á sýningu og dramatík á síðasta hálftíma mótsins. Jon Rahm hafði spilað frábærlega á hringunum báðum um helgina sem hann lék á 66 og 64 höggum. Það var allt annað en fyrstu tveir hringirnir sem hann lék á sextán fleiri höggum eða á 75 og 71 höggi. Jon Rahm er 25 ára gamall Spánverji sem hefur aldrei náð að vinna risamót. Hann var aftur á móti að vinna sinn annað PGA-mót eftir kórónuveiruhléið því Rahm vann einnig Memorial mótið í júlí. Rahm fékk 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir að vinna mótið eða 236 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið hjá Jon Rahm. 66 FEET for the WIN! UNBELIEVABLE putt from @JonRahmPGA to claim @BMWChamps in a playoff! #QuickHits pic.twitter.com/DktJRjZLoj— PGA TOUR (@PGATOUR) August 30, 2020 Anything you can do, I can do better. pic.twitter.com/6qFYlrI1as— PGA TOUR (@PGATOUR) August 31, 2020
Golf Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Fleiri fréttir Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti