Ólafía tók stórt stökk á heimslistanum Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2020 16:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir glaðbeitt á mótinu í Tékklandi. MYND/LET/TRISTAN JONES Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR flýgur upp um 74 sæti á heimslistanum í golfi eftir að hafa leikið vel á Evrópumótaröðinni um helgina. Ólafía er nú í 841. sæti heimslistans en hún hefur hæst náð 170. sæti í janúar 2017, árið sem hún var kjörin íþróttamaður ársins og lék á þremur risamótum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er efst Íslendinga á heimslistanum en hún er í 565. sæti. Hæst hefur Valdís náð 299. sæti árið 2018. Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er í 921. sæti heimslistans og fer niður um sjö sæti á milli vikna líkt og Valdís. Hæst hefur Guðrún náð 790. sæti. Hlaut tæplega hálfa milljón í Tékklandi Ólafía endaði í 20. sæti á móti í Tékklandi um helgina eftir að hafa leikið hringina þrjá á samtals -5 höggum. Hún var tólf höggum á eftir sigurvegaranum, hinni dönsku Kristine Pedersen. Lítið hefur verið keppt í ár vegna kórónuveirufaraldursins en mótið um helgina var aðeins það sjötta á Evrópumótaröðinni, og það fyrsta hjá Ólafíu á mótaröðinni í ár. Hún hlaut 2.800 evrur, jafnvirði um 460 þúsunda króna, fyrir árangurinn í Tékklandi eftir að hafa óvænt fengið boð á mótið, en hún er með takmarkaðan keppnisrétt á mótinu. Guðrún Brá keppti einnig í Tékklandi og varð í 57. sæti á +3 höggum. Hún hlaut 743 evrur í verðlaun eða rúmlega 120 þúsund krónur. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR flýgur upp um 74 sæti á heimslistanum í golfi eftir að hafa leikið vel á Evrópumótaröðinni um helgina. Ólafía er nú í 841. sæti heimslistans en hún hefur hæst náð 170. sæti í janúar 2017, árið sem hún var kjörin íþróttamaður ársins og lék á þremur risamótum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL er efst Íslendinga á heimslistanum en hún er í 565. sæti. Hæst hefur Valdís náð 299. sæti árið 2018. Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK er í 921. sæti heimslistans og fer niður um sjö sæti á milli vikna líkt og Valdís. Hæst hefur Guðrún náð 790. sæti. Hlaut tæplega hálfa milljón í Tékklandi Ólafía endaði í 20. sæti á móti í Tékklandi um helgina eftir að hafa leikið hringina þrjá á samtals -5 höggum. Hún var tólf höggum á eftir sigurvegaranum, hinni dönsku Kristine Pedersen. Lítið hefur verið keppt í ár vegna kórónuveirufaraldursins en mótið um helgina var aðeins það sjötta á Evrópumótaröðinni, og það fyrsta hjá Ólafíu á mótaröðinni í ár. Hún hlaut 2.800 evrur, jafnvirði um 460 þúsunda króna, fyrir árangurinn í Tékklandi eftir að hafa óvænt fengið boð á mótið, en hún er með takmarkaðan keppnisrétt á mótinu. Guðrún Brá keppti einnig í Tékklandi og varð í 57. sæti á +3 höggum. Hún hlaut 743 evrur í verðlaun eða rúmlega 120 þúsund krónur.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira