Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 11:00 KR-ingarnir Pablo Punyed og Atli Sigurjónsson fagna Íslandsmeistaratitli KR í fyrra. Vísir/Daníel Þór Pepsi Max Stúkan hefur miklar áhyggjur eftir dapurt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni og það þurfa öll íslensk félög að halda með KR á móti Floru Tallin seinna í þessum mánuði. Ástæðan er að framtíðarsæti Íslands í Evrópukeppnum er í húfi. Slæmt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár gæti endað með miklu áfalli fyrir íslenska knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ræddu þessa stöðu sem er komin upp. „Þegar maður skoðar þennan UEFA lista þá kemur í ljós að við erum í veseni. Við erum bara hársbreidd frá því núna að missa eitt Evrópusæti,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson umræðuna. „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í en Guðmundur hélt svo áfram. „Við þurfum að treysta á það í raun og veru að KR verður að vinna Floria Tallin til þess að við höfum möguleika,“ sagði Guðmundur Benediktsson en lið frá Wales og Makedóníu sem eru að hóta því að taka sæti af Íslandi. „Ef þau vinna leikina sína og KR vinnur ekki þá erum við bara að fara að missa Evrópusæti. Það er sorglegt og rándýrt,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Það myndi þýða að bara Íslandsmeistaratitill, annað sætið og bikarmeistaratitill gæfu þá sæti í Evrópukeppninni árið eftir. „Þá væru að fara 60 til 80 milljónir út úr íslenska boltanum ef það það gerist. Þetta er háalvarlegt mál,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Víkingur var eina liðið að mati Tómasar Inga sem stóð eitthvað í sínum andstæðingi í Evrópukeppninni í ár. „Við verðum að halda þessum fjórum sætum því það væru annars alltof miklir peningar sem við missum,“ sagði Tómas Ingi. Þorkell Máni Pétursson er á því að íslensku liðin hafi verið betri en þetta. „Við vorum að ná árangri. Stjarnan var að ná árangri og FH var að ná árangri. Þetta var betra hjá okkur og við þurfum frekar að spyrja okkur hvað sé búið að fara úrskeiðis. Einhvers staðar eru við búin að klikka,“ sagði Þorkell Máni Pétursson sem finnst slök Íslandsmót að undanförnu eiga sök í þessu máli. „Það þarf ekkert að hafa komið okkur á óvart að við höfum verið lélegir í Evrópukeppninni í fyrra því Íslandsmótið var ekkert spes,“ sagði Þorkell Máni og hann „Þetta er ekki boðlegt og þetta er í alvörunni niðurlægjandi. Auðvitað á KSÍ að spyrja sig þessara spurninga og félagsliðin líka. Þetta er grafalvarleg staða. Við erum að fara að missa Evrópusætið. Þetta verður ömurlegt að vera keppa bara um tvö sæti í efstu deild karla til að komast til Evrópu, sagði Þorkell Máni. Það má finna umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Eitt af fjórum sætum íslensku liðanna í Evrópukeppninni er í hættu Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Pepsi Max Stúkan hefur miklar áhyggjur eftir dapurt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni og það þurfa öll íslensk félög að halda með KR á móti Floru Tallin seinna í þessum mánuði. Ástæðan er að framtíðarsæti Íslands í Evrópukeppnum er í húfi. Slæmt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár gæti endað með miklu áfalli fyrir íslenska knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ræddu þessa stöðu sem er komin upp. „Þegar maður skoðar þennan UEFA lista þá kemur í ljós að við erum í veseni. Við erum bara hársbreidd frá því núna að missa eitt Evrópusæti,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson umræðuna. „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í en Guðmundur hélt svo áfram. „Við þurfum að treysta á það í raun og veru að KR verður að vinna Floria Tallin til þess að við höfum möguleika,“ sagði Guðmundur Benediktsson en lið frá Wales og Makedóníu sem eru að hóta því að taka sæti af Íslandi. „Ef þau vinna leikina sína og KR vinnur ekki þá erum við bara að fara að missa Evrópusæti. Það er sorglegt og rándýrt,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Það myndi þýða að bara Íslandsmeistaratitill, annað sætið og bikarmeistaratitill gæfu þá sæti í Evrópukeppninni árið eftir. „Þá væru að fara 60 til 80 milljónir út úr íslenska boltanum ef það það gerist. Þetta er háalvarlegt mál,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Víkingur var eina liðið að mati Tómasar Inga sem stóð eitthvað í sínum andstæðingi í Evrópukeppninni í ár. „Við verðum að halda þessum fjórum sætum því það væru annars alltof miklir peningar sem við missum,“ sagði Tómas Ingi. Þorkell Máni Pétursson er á því að íslensku liðin hafi verið betri en þetta. „Við vorum að ná árangri. Stjarnan var að ná árangri og FH var að ná árangri. Þetta var betra hjá okkur og við þurfum frekar að spyrja okkur hvað sé búið að fara úrskeiðis. Einhvers staðar eru við búin að klikka,“ sagði Þorkell Máni Pétursson sem finnst slök Íslandsmót að undanförnu eiga sök í þessu máli. „Það þarf ekkert að hafa komið okkur á óvart að við höfum verið lélegir í Evrópukeppninni í fyrra því Íslandsmótið var ekkert spes,“ sagði Þorkell Máni og hann „Þetta er ekki boðlegt og þetta er í alvörunni niðurlægjandi. Auðvitað á KSÍ að spyrja sig þessara spurninga og félagsliðin líka. Þetta er grafalvarleg staða. Við erum að fara að missa Evrópusætið. Þetta verður ömurlegt að vera keppa bara um tvö sæti í efstu deild karla til að komast til Evrópu, sagði Þorkell Máni. Það má finna umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Eitt af fjórum sætum íslensku liðanna í Evrópukeppninni er í hættu
Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira