Skilur ekki af hverju félagslausir menn eru valdir í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2020 13:29 Emil Hallfreðsson var valinn í íslenska landsliðið þrátt fyrir að vera án félags. vísir/bára Val Eriks Hamrén á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni voru til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Sterka leikmenn vantar í íslenska liðið. Aron Einar Gunnarsson fékk ekki leyfi frá Al Arabi til að koma í landsleikina, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson gáfu ekki kost á sér og Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru meiddir. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Tveir leikmenn í landsliðshópnum, Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson, eru án félags. Tómas Ingi Tómasson furðar sig á að þeir hafi verið valdir. „Það er flott að aðrir fái tækifæri. Þetta eru akkúrat leikirnir sem á að prufa menn í. Það er flott að þessir fái frí og mæti ferskir í leikinn sem skiptir máli fyrir okkur. En það hefði verið gaman að sjá menn í staðinn fyrir þá sem eru félagslausir. Það að vera félagslaus og valinn í landslið, aftur og aftur er þetta ekki orðið fínt?“ sagði Tómas Ingi. „Bæði Emil og Jón Guðni eru flottir spilarar en hefði ekki mátt velja þennan,“ bætti Tómas Ingi við og átti þar við Ísak Bergmann Jóhannesson, sautján ára leikmann Norrköping í Svíþjóð. Tómas Ingi, Þorkell Máni Pétursson og Guðmundur Benediktsson voru allir á því að Ísak hefði átt að vera í A-landsliðinu frekar en U-21 árs landsliðinu. „Þetta kom mér mest á óvart. Sjálfur hefði ég ekki hikað við að velja hann,“ sagði Guðmundur. „Maður hefði viljað sjá hann fái tækifærið. Ég skil ekki að landsliðsþjálfararnir hafi ekki viljað vera fyrstir til að henda þessum leikjum á hann því ég held að öllum sé ljóst að þessi leikmaður gæti spilað almennilega rullu fyrir íslenska landsliðið.“ Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli laugardaginn 5. september og Belgíu ytra þremur dögum síðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um landsliðshópinn Þjóðadeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Val Eriks Hamrén á íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni voru til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gær. Sterka leikmenn vantar í íslenska liðið. Aron Einar Gunnarsson fékk ekki leyfi frá Al Arabi til að koma í landsleikina, Alfreð Finnbogason, Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson gáfu ekki kost á sér og Ragnar Sigurðsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru meiddir. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Tveir leikmenn í landsliðshópnum, Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson, eru án félags. Tómas Ingi Tómasson furðar sig á að þeir hafi verið valdir. „Það er flott að aðrir fái tækifæri. Þetta eru akkúrat leikirnir sem á að prufa menn í. Það er flott að þessir fái frí og mæti ferskir í leikinn sem skiptir máli fyrir okkur. En það hefði verið gaman að sjá menn í staðinn fyrir þá sem eru félagslausir. Það að vera félagslaus og valinn í landslið, aftur og aftur er þetta ekki orðið fínt?“ sagði Tómas Ingi. „Bæði Emil og Jón Guðni eru flottir spilarar en hefði ekki mátt velja þennan,“ bætti Tómas Ingi við og átti þar við Ísak Bergmann Jóhannesson, sautján ára leikmann Norrköping í Svíþjóð. Tómas Ingi, Þorkell Máni Pétursson og Guðmundur Benediktsson voru allir á því að Ísak hefði átt að vera í A-landsliðinu frekar en U-21 árs landsliðinu. „Þetta kom mér mest á óvart. Sjálfur hefði ég ekki hikað við að velja hann,“ sagði Guðmundur. „Maður hefði viljað sjá hann fái tækifærið. Ég skil ekki að landsliðsþjálfararnir hafi ekki viljað vera fyrstir til að henda þessum leikjum á hann því ég held að öllum sé ljóst að þessi leikmaður gæti spilað almennilega rullu fyrir íslenska landsliðið.“ Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli laugardaginn 5. september og Belgíu ytra þremur dögum síðar. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um landsliðshópinn
Þjóðadeild UEFA Pepsi Max stúkan Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira