Arna skoraði án þess að koma inn á völlinn samkvæmt skýrslu dómarans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2020 10:00 Arna Eiríksdóttir átti flotta innkomu af bekknum í gær og skoraði fjórða mark Valsliðsins. Mynd/S2 Sport Valskonan Arna Eiríksdóttir kom ekki við sögu í leik Vals og ÍBV í gær samkvæmt skráningu dómara leiksins. Þeir sem sáu leikinn hafa aftur á móti allt aðra sögu að segja og löngu eftir leikinn fékk hún loksins skráð á sig markið sem hún skoraði. Hún var frekar skrautleg leikskýrsluskráning dómara leiks Vals og ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í gær. Lokatölur leiksins, sem endaði með 4-0 sigri Vals, voru skráðar vera 3-0 lengi fram eftir degi í gær eins og sjá má hér til hliðar en úrslitin voru loksins löguð um kvöldmatarleitið. Fram að því vantaði að skrá mark Örnu Eiríksdóttur sem var eina mark seinni hálfleiksins. Markið var síðan loksins skráð á Örnu Eiríksdóttur en þar með er ekki öll sagan sögð. Dómarar leiksins klikkuðu nefnilega ekki aðeins á því að skrá markið á Örnu Eiríksdóttur í upphafi heldur skráðu þeir ekki heldur skiptinguna hennar. Þegar markið var loksins skráð á Örnu var hún enn skráð sem ónotaður varamaður í leiknum. Arna Eiríksdóttir hafði komið inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir systur sína Hlín Eiríksdóttur. Markið skoraði hún síðan á 82. mínútu. Samkvæmt leikskýrslunni þá var Hlín Eiríksdóttir ennþá inn á vellinum á þeirri stundu og Arna enn á bekknum. Þær eru vissulega líkar systurnar en kannski ekki alveg svo líkar. Það má búast við KSÍ leiðrétti leikskýrsluna í annað sinn í dag ekki nema dómarinn vilji standa fastur á sínu að Arna Eiríksdóttir hafi aldrei komið inn á völlinn í gær. Hvernig henni tókst þá að skora er aftur á móti allt önnur saga. Dómarinn bendir á miðjupunktinn og dæmir mark. Arna Eiríksdóttir fagnar með félögum sínum í Valsliðinu.Skjámynd/S2 Sport Hér má sjá leikskýrsluna eins og hún leit út þegar var loksins búið að skrá markið á Örnu Eiríksdóttur. Græn píla fyrir aftan nafnið þýðir að viðkomandi leikmaður hafi komið inn á sem varamaður.Skjámynd/Vefur KSÍ Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Valskonan Arna Eiríksdóttir kom ekki við sögu í leik Vals og ÍBV í gær samkvæmt skráningu dómara leiksins. Þeir sem sáu leikinn hafa aftur á móti allt aðra sögu að segja og löngu eftir leikinn fékk hún loksins skráð á sig markið sem hún skoraði. Hún var frekar skrautleg leikskýrsluskráning dómara leiks Vals og ÍBV í Pepsi Max deild kvenna í gær. Lokatölur leiksins, sem endaði með 4-0 sigri Vals, voru skráðar vera 3-0 lengi fram eftir degi í gær eins og sjá má hér til hliðar en úrslitin voru loksins löguð um kvöldmatarleitið. Fram að því vantaði að skrá mark Örnu Eiríksdóttur sem var eina mark seinni hálfleiksins. Markið var síðan loksins skráð á Örnu Eiríksdóttur en þar með er ekki öll sagan sögð. Dómarar leiksins klikkuðu nefnilega ekki aðeins á því að skrá markið á Örnu Eiríksdóttur í upphafi heldur skráðu þeir ekki heldur skiptinguna hennar. Þegar markið var loksins skráð á Örnu var hún enn skráð sem ónotaður varamaður í leiknum. Arna Eiríksdóttir hafði komið inn á sem varamaður á 76. mínútu fyrir systur sína Hlín Eiríksdóttur. Markið skoraði hún síðan á 82. mínútu. Samkvæmt leikskýrslunni þá var Hlín Eiríksdóttir ennþá inn á vellinum á þeirri stundu og Arna enn á bekknum. Þær eru vissulega líkar systurnar en kannski ekki alveg svo líkar. Það má búast við KSÍ leiðrétti leikskýrsluna í annað sinn í dag ekki nema dómarinn vilji standa fastur á sínu að Arna Eiríksdóttir hafi aldrei komið inn á völlinn í gær. Hvernig henni tókst þá að skora er aftur á móti allt önnur saga. Dómarinn bendir á miðjupunktinn og dæmir mark. Arna Eiríksdóttir fagnar með félögum sínum í Valsliðinu.Skjámynd/S2 Sport Hér má sjá leikskýrsluna eins og hún leit út þegar var loksins búið að skrá markið á Örnu Eiríksdóttur. Græn píla fyrir aftan nafnið þýðir að viðkomandi leikmaður hafi komið inn á sem varamaður.Skjámynd/Vefur KSÍ
Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira