Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. september 2020 10:04 Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi og stjórnendaþjálfi hjá Þekkingarmiðlun segir viðkvæm mál á vinnustöðum oft tengjast umgengni fólks, til dæmis á kaffistofunni. Vísir/Vilhelm Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf of seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. „Það eru erfið mál á öllum vinnustöðum og mörg þessara mála reynast fólki viðkvæm og erfið viðfangs. Flest snúa þau að samstarfsmönnunum“ segir Eyþór Eðvarðsson hjá Þekkingarmiðlun sem hér gefur lesendum góð ráð til að takast á við mál þar sem eitthvað í fari samstarfsmanns er að ergja fólk. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um viðkvæm mál í starfsmannahópum annars vegar og hvernig hægt er að nýta tilfinningagreind í starfi hins vegar. Í þessari fyrstu grein af þremur er rætt við Eyþór Eðvarðsson ráðgjafa og stjórnendaþjálfa hjá Þekkingarmiðlun en Eyþór er með MA í vinnusálfræði. Oft auðveldara að tala við „aðra“ Eyþór segir mörg viðkvæm mál þess eðlis að fólk endar með að ræða við aðra en viðkomandi sjálfan. „Mörg þessara mála er auðveldara að ræða við aðra en þá sem málið varðar. Allt eru þetta eðlileg vandamál og algeng“ segir Eyþór en bætir við: „Gott er að hafa í huga að það þarf ekki að ræða alla hluti. Margt lagast af sjálfu sér og oft getum við aðlagað okkur vandamálinu og hætt að ergja okkur á því.“ En getur þú nefnt dæmi um viðkvæm mál sem koma gjarnan upp? Sérstaklega erfitt reynist mörgum að ræða mál sem varða virðingu eins og þegar einhver lyktar illa eða er með einhverjar venjur eins og koma alltaf of seint, svara seint tölvupóstum, vaska ekki upp eftir sig, þrífa ekki bremsuförin eða orða hluti of hvasst. Einnig er algengt að fólk veigrar sér við að ræða óánægju með frammistöðu beint við samstarfsmenn“ segir Eyþór. Leiðir til að leysa úr málum Að sögn Eyþórs er betra að reyna að takast á við málin í stað þess að ergja sig á einhverju endalaust. Áður en það er gert er samt gott að huga að nokkrum atriðum og mælir Eyþór með því að fólk hugi að eftirfarandi atriðum: Skiptir þetta miklu máli? Ef ekki þá er kannski betra að sleppa því. Er hægt að gera eitthvað í málinu? Ef ekki þá er vel þess virði að sleppa því. Er líklegt að það að ræða málið geti búið til enn stærra vandamál en verið er að reyna að leysa? Er það mitt að ræða málið? Ætti til dæmis stjórnandinn frekar að ræða málið? Ef hegðunin endurtekur sig eftir að þú ræddir málið og þér finnst það skipta máli er gott að ræða málið. Ef málið er mikilvægt og viðkomandi tekur ekki mark á þér er gott að ræða hvers vegna hegðunin breytist ekki þrátt fyrir að þið hafið rætt það. Eyþór segir síðan miklu skipta hvernig samtalið sjálft fer fram. Stóra málið við að ræða óánægju er að gæta að því að viðmælandinn upplifi samtalið uppbyggilegt og fari ekki í vörn.“ Hér mælir Eyþór með því að fólk hafi nokkur atriði í huga: Gagnrýndu aldrei eða ræddu viðkvæm mál fyrir framan aðra. Veldu hentuga tíma- og staðsetninguna, til dæmis þegar enginn er á staðnum nema þú og viðmælandinn. Vertu viss um að þú viljir vel með athugasemdinni. Ef við viljum vel, veljum við orð í samræmi við það og nálgunin endurspeglar umhyggju. Sýndu nærgætni svo að viðmælandinn upplifi ekki ógn. Til eru góðar þumalputtareglur eins og að fylgja eftirfarandi skrefum: a. Segðu hvað þú vilt ræða: „Ég myndi vilja ræða við þig svolítið viðkvæmt mál sem varðar umgengni í opna rýminu.“ b. Segðu hvað þú ert að upplifa: „Ég ergi mig svolítið á því að þú skilur stundum bollann þinn og matardiskinn eftir á borðinu sem ég nota til að vinna á. c. Spurðu hvort einhver ástæða sé: „Er einhver ástæða fyrir því að þú farir ekki með þá inn í eldhús og setjir í uppþvottavélina?“ d. Hlustaðu og taktu mark á útskýringunni. e. Biddu: „Værir þú til í að fara með diskinn og bollann í uppþvottavélina þegar þú ert búinn að borða?“ f. Segðu hvers vegna þú vilt það: „Þannig gæti ég nota borðið og það yrði snyrtilegra hjá okkur.“ Loks segir Eyþór kurteisi og þakklæti þurfa að fylgja í kjölfar samtalsins. Það sé því mikilvægt að þakka viðmælandanum fyrir það að taka vel í athugasemdir þínar. Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf of seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. „Það eru erfið mál á öllum vinnustöðum og mörg þessara mála reynast fólki viðkvæm og erfið viðfangs. Flest snúa þau að samstarfsmönnunum“ segir Eyþór Eðvarðsson hjá Þekkingarmiðlun sem hér gefur lesendum góð ráð til að takast á við mál þar sem eitthvað í fari samstarfsmanns er að ergja fólk. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um viðkvæm mál í starfsmannahópum annars vegar og hvernig hægt er að nýta tilfinningagreind í starfi hins vegar. Í þessari fyrstu grein af þremur er rætt við Eyþór Eðvarðsson ráðgjafa og stjórnendaþjálfa hjá Þekkingarmiðlun en Eyþór er með MA í vinnusálfræði. Oft auðveldara að tala við „aðra“ Eyþór segir mörg viðkvæm mál þess eðlis að fólk endar með að ræða við aðra en viðkomandi sjálfan. „Mörg þessara mála er auðveldara að ræða við aðra en þá sem málið varðar. Allt eru þetta eðlileg vandamál og algeng“ segir Eyþór en bætir við: „Gott er að hafa í huga að það þarf ekki að ræða alla hluti. Margt lagast af sjálfu sér og oft getum við aðlagað okkur vandamálinu og hætt að ergja okkur á því.“ En getur þú nefnt dæmi um viðkvæm mál sem koma gjarnan upp? Sérstaklega erfitt reynist mörgum að ræða mál sem varða virðingu eins og þegar einhver lyktar illa eða er með einhverjar venjur eins og koma alltaf of seint, svara seint tölvupóstum, vaska ekki upp eftir sig, þrífa ekki bremsuförin eða orða hluti of hvasst. Einnig er algengt að fólk veigrar sér við að ræða óánægju með frammistöðu beint við samstarfsmenn“ segir Eyþór. Leiðir til að leysa úr málum Að sögn Eyþórs er betra að reyna að takast á við málin í stað þess að ergja sig á einhverju endalaust. Áður en það er gert er samt gott að huga að nokkrum atriðum og mælir Eyþór með því að fólk hugi að eftirfarandi atriðum: Skiptir þetta miklu máli? Ef ekki þá er kannski betra að sleppa því. Er hægt að gera eitthvað í málinu? Ef ekki þá er vel þess virði að sleppa því. Er líklegt að það að ræða málið geti búið til enn stærra vandamál en verið er að reyna að leysa? Er það mitt að ræða málið? Ætti til dæmis stjórnandinn frekar að ræða málið? Ef hegðunin endurtekur sig eftir að þú ræddir málið og þér finnst það skipta máli er gott að ræða málið. Ef málið er mikilvægt og viðkomandi tekur ekki mark á þér er gott að ræða hvers vegna hegðunin breytist ekki þrátt fyrir að þið hafið rætt það. Eyþór segir síðan miklu skipta hvernig samtalið sjálft fer fram. Stóra málið við að ræða óánægju er að gæta að því að viðmælandinn upplifi samtalið uppbyggilegt og fari ekki í vörn.“ Hér mælir Eyþór með því að fólk hafi nokkur atriði í huga: Gagnrýndu aldrei eða ræddu viðkvæm mál fyrir framan aðra. Veldu hentuga tíma- og staðsetninguna, til dæmis þegar enginn er á staðnum nema þú og viðmælandinn. Vertu viss um að þú viljir vel með athugasemdinni. Ef við viljum vel, veljum við orð í samræmi við það og nálgunin endurspeglar umhyggju. Sýndu nærgætni svo að viðmælandinn upplifi ekki ógn. Til eru góðar þumalputtareglur eins og að fylgja eftirfarandi skrefum: a. Segðu hvað þú vilt ræða: „Ég myndi vilja ræða við þig svolítið viðkvæmt mál sem varðar umgengni í opna rýminu.“ b. Segðu hvað þú ert að upplifa: „Ég ergi mig svolítið á því að þú skilur stundum bollann þinn og matardiskinn eftir á borðinu sem ég nota til að vinna á. c. Spurðu hvort einhver ástæða sé: „Er einhver ástæða fyrir því að þú farir ekki með þá inn í eldhús og setjir í uppþvottavélina?“ d. Hlustaðu og taktu mark á útskýringunni. e. Biddu: „Værir þú til í að fara með diskinn og bollann í uppþvottavélina þegar þú ert búinn að borða?“ f. Segðu hvers vegna þú vilt það: „Þannig gæti ég nota borðið og það yrði snyrtilegra hjá okkur.“ Loks segir Eyþór kurteisi og þakklæti þurfa að fylgja í kjölfar samtalsins. Það sé því mikilvægt að þakka viðmælandanum fyrir það að taka vel í athugasemdir þínar.
Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira