Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2020 08:00 Þórsarar fögnuðu sigri í Grill 66-deild karla á síðasta tímabili. MYND/ÁRMANN HINRIK Serbinn Vuk Perovic kemur ekki til nýliða Þórs í Olís-deild karla eins og áætlað var. Þórsarar eru með tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópi, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi og Serbann Jovan Kukobat, og því er ekki pláss fyrir Perovic samkvæmt reglum Handknattleikssambands Íslands. „Reglur HSÍ segja að það megi bara vera tveir leikmenn utan EES að spila í hverju liði. HSÍ lét okkur vita fyrir stuttu síðan. Það voru ekki betri upplýsingar sem við fengum þaðan,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. „Þetta voru bara mistök þannig að við þurfum að leita annað,“ bætti Magnús við. Perovic er 31 árs örvhent skytta sem hefur leikið í Norður-Makedóníu, á Spáni og í Ungverjalandi á ferlinum. Hann getur ekki bætt Íslandi á þann lista, allavega ekki í bili. Þórsarar freista þess nú að finna liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild karla í vetur. „Menn eru að leita innan EES. Það er fullt af leikmönnum þarna úti en þetta er spurning um hvar þú ert tilbúinn taka sénsinn. Við erum að skoða aðra möguleika,“ sagði Magnús. Þrír erlendir leikmenn eru í liði Þórs: Kopyshynskyi, Kukobat og Karolis Stropus sem er frá Litháen, sem er innan EES. Kopyshynskyi er rétthentur hornamaður sem hefur leikið með úkraínska landsliðinu. Hann hefur leikið með Þór, og þar áður Akureyri, undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 82 mörk fyrir Þór í Grill 66-deildinni. Kukobat, sem 33 ára markvörður, sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-14. Hann lék svo með KA 2017-20 en gekk í raðir Þórs í sumar. Fyrsti leikur Þórs í Olís-deildinni er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á fimmtudaginn. Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00 Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Serbinn Vuk Perovic kemur ekki til nýliða Þórs í Olís-deild karla eins og áætlað var. Þórsarar eru með tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópi, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi og Serbann Jovan Kukobat, og því er ekki pláss fyrir Perovic samkvæmt reglum Handknattleikssambands Íslands. „Reglur HSÍ segja að það megi bara vera tveir leikmenn utan EES að spila í hverju liði. HSÍ lét okkur vita fyrir stuttu síðan. Það voru ekki betri upplýsingar sem við fengum þaðan,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. „Þetta voru bara mistök þannig að við þurfum að leita annað,“ bætti Magnús við. Perovic er 31 árs örvhent skytta sem hefur leikið í Norður-Makedóníu, á Spáni og í Ungverjalandi á ferlinum. Hann getur ekki bætt Íslandi á þann lista, allavega ekki í bili. Þórsarar freista þess nú að finna liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild karla í vetur. „Menn eru að leita innan EES. Það er fullt af leikmönnum þarna úti en þetta er spurning um hvar þú ert tilbúinn taka sénsinn. Við erum að skoða aðra möguleika,“ sagði Magnús. Þrír erlendir leikmenn eru í liði Þórs: Kopyshynskyi, Kukobat og Karolis Stropus sem er frá Litháen, sem er innan EES. Kopyshynskyi er rétthentur hornamaður sem hefur leikið með úkraínska landsliðinu. Hann hefur leikið með Þór, og þar áður Akureyri, undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 82 mörk fyrir Þór í Grill 66-deildinni. Kukobat, sem 33 ára markvörður, sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-14. Hann lék svo með KA 2017-20 en gekk í raðir Þórs í sumar. Fyrsti leikur Þórs í Olís-deildinni er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á fimmtudaginn.
Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00 Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00
Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39
Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00
Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00