Frumsýning á myndböndum um einelti á vinnustöðum Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. september 2020 11:35 „Við ákváðum strax að hafa fræðsluefnið í formi teiknaðs myndbands og gera það eins tímalaust og kostur er þannig að það verði ekki „útrunnið“ strax í næsta mánuði. Eins vildum við hafa það á tveimur tungumálum, íslensku og ensku“ segir Hildur Jóna Bergsdóttir um myndbönd sem frumsýnd eru í dag um einelti á vinnustað. Að sögn Hildar eru þetta þrjú fræðslumyndbönd um hvað einelti er, hvaða áhrif einelti hefur á fólk og vinnustaði og hvernig best er að bregðast við. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um viðkvæm mál í starfsmannahópum annars vegar og hvernig hægt er að nýta tilfinningagreind í starfi hins vegar. Í þessari annarri grein af þremur er sagt frá forvarnarstarfi gegn einelti á vinnustöðum. Hildur er sálfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur í mannauði hjá Landsvirkjun. Hún segir söguna á bakvið fræðslumyndböndin fallega sögu en myndböndin eru unnin í samstarfi Landsvirkjunar og minningarsjóðs um dr. Brynju Bragadóttur sálfræðing. Dr. Brynja lést árið 2015 en hafði helgað starf sitt rannsóknum og ráðgjöf varðandi einelti á vinnustað. „Í lok síðasta árs var ákveðið að endurnýja fræðsluefnið hjá okkur varðandi einelti. Þá hófst leit af stafrænu fræðsluefni varðandi þennan málaflokk á íslensku og ensku en við fundum ekki það sem við leituðum að. Á sama tíma var minningarsjóður Dr. Brynju Bragadóttur að óska eftir umsóknum í sjóðinn varðandi þetta málefni. Eftir smá umhugsun ákváðum við að fara í samstarf við þau og vinna efni sem gæti hentað fleirum“ segir Hildur. Að sögn Hildar hefur Landsvirkjun um árabil verið með fræðslu meðal starfsfólks um einelti á vinnustað og þar er einnig unnið eftir viðbragðsáætlun varðandi einelti. „Til stuðnings við starfsfólk og stjórnendur í málum er varða samskipti þá erum við í samstarfi við ytri þjónustuaðila þegar þessi mál koma upp“ segir Hildur. Hún segir marga hafa komið að gerð myndbandanna og það hafi verið lærdómsríkt ferli að fara í gegnum þá vinnu. Vinnan hófst í janúar og henni lauk núna í ágúst. Afraksturinn eru þrjú stutt myndbönd sem sjá má hér að neðan. #1: Skilgreining á einelti og algengar birtingamyndir Einelti felur í sér síendurtekna hegðun og á líka við um hegðun sem birtist síendurtekið í rafrænu formi. #2: Áhrif, hlutverk og æskileg viðbrögð Í þessi myndbandi má sjá hvaða áhrif einelti hefur á þolanda en eins hvert hlutverk stjórnenda er. Þá er farið yfir einkenni þeirra sem oft eru, meðvitað eða ómeðvitað, þátttakendur að einelti á vinnustöðum miðað við eftirfarandi skilgreiningar: Meintur gerandi Meðhlaupari Stuðningsaðili Hlutlaus áhorfandi Hugsanlegur verndari #3: Úrvinnsla eineltismála og mikilvægi góðrar menningar Í þessu myndbandi eru leiðbeiningar um það hvernig vinnustaðir geta staðið að viðbragðsáætlunum gegn einelti og mikilvægi þess að slík viðbragðsáætlun sé til staðar og starfsfólki kunnugt. Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
„Við ákváðum strax að hafa fræðsluefnið í formi teiknaðs myndbands og gera það eins tímalaust og kostur er þannig að það verði ekki „útrunnið“ strax í næsta mánuði. Eins vildum við hafa það á tveimur tungumálum, íslensku og ensku“ segir Hildur Jóna Bergsdóttir um myndbönd sem frumsýnd eru í dag um einelti á vinnustað. Að sögn Hildar eru þetta þrjú fræðslumyndbönd um hvað einelti er, hvaða áhrif einelti hefur á fólk og vinnustaði og hvernig best er að bregðast við. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um viðkvæm mál í starfsmannahópum annars vegar og hvernig hægt er að nýta tilfinningagreind í starfi hins vegar. Í þessari annarri grein af þremur er sagt frá forvarnarstarfi gegn einelti á vinnustöðum. Hildur er sálfræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur í mannauði hjá Landsvirkjun. Hún segir söguna á bakvið fræðslumyndböndin fallega sögu en myndböndin eru unnin í samstarfi Landsvirkjunar og minningarsjóðs um dr. Brynju Bragadóttur sálfræðing. Dr. Brynja lést árið 2015 en hafði helgað starf sitt rannsóknum og ráðgjöf varðandi einelti á vinnustað. „Í lok síðasta árs var ákveðið að endurnýja fræðsluefnið hjá okkur varðandi einelti. Þá hófst leit af stafrænu fræðsluefni varðandi þennan málaflokk á íslensku og ensku en við fundum ekki það sem við leituðum að. Á sama tíma var minningarsjóður Dr. Brynju Bragadóttur að óska eftir umsóknum í sjóðinn varðandi þetta málefni. Eftir smá umhugsun ákváðum við að fara í samstarf við þau og vinna efni sem gæti hentað fleirum“ segir Hildur. Að sögn Hildar hefur Landsvirkjun um árabil verið með fræðslu meðal starfsfólks um einelti á vinnustað og þar er einnig unnið eftir viðbragðsáætlun varðandi einelti. „Til stuðnings við starfsfólk og stjórnendur í málum er varða samskipti þá erum við í samstarfi við ytri þjónustuaðila þegar þessi mál koma upp“ segir Hildur. Hún segir marga hafa komið að gerð myndbandanna og það hafi verið lærdómsríkt ferli að fara í gegnum þá vinnu. Vinnan hófst í janúar og henni lauk núna í ágúst. Afraksturinn eru þrjú stutt myndbönd sem sjá má hér að neðan. #1: Skilgreining á einelti og algengar birtingamyndir Einelti felur í sér síendurtekna hegðun og á líka við um hegðun sem birtist síendurtekið í rafrænu formi. #2: Áhrif, hlutverk og æskileg viðbrögð Í þessi myndbandi má sjá hvaða áhrif einelti hefur á þolanda en eins hvert hlutverk stjórnenda er. Þá er farið yfir einkenni þeirra sem oft eru, meðvitað eða ómeðvitað, þátttakendur að einelti á vinnustöðum miðað við eftirfarandi skilgreiningar: Meintur gerandi Meðhlaupari Stuðningsaðili Hlutlaus áhorfandi Hugsanlegur verndari #3: Úrvinnsla eineltismála og mikilvægi góðrar menningar Í þessu myndbandi eru leiðbeiningar um það hvernig vinnustaðir geta staðið að viðbragðsáætlunum gegn einelti og mikilvægi þess að slík viðbragðsáætlun sé til staðar og starfsfólki kunnugt.
Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðurinn Vinnustaðamenning Tengdar fréttir Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
Bremsuför og uppvaskið viðkvæm mál á vinnustöðum Bremsuför í klósettinu, mæta alltaf og seint, vaska aldrei upp eða lykta illa eru dæmi um viðkvæm mál á vinnustöðum sem fólk á erfitt með að ræða um. 9. september 2020 10:04