„Hendi guðs“ var hluti af Pho-show í Kaplakrika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 13:15 Phoenetia Browne er landsliðskona frá Sankti Kitts og Nevis. Skjámynd/S2 Sport FH-konur unnu mikilvægan sigur á KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin ræddu sérstaklega frammistöðu Phoenetia Browne í síðustu leikjum FH. Það er óhætt að segja að Phoenetia Browne hafi gerbreytt sóknarleik FH-liðsins síðan hún byrjaði að spila með Hafnarfjarðarliðinu um miðjan ágústmánuð. „FH-stelpur með mikilvægan sigur og þær eru komnar með níu stig. Þær segjast alls ekki ætla að falla og ég held að þær hafi trú á því núna. Þær höfðu ekki trú á því,“ byrjaði Helena Ólafsdóttir umræðuna um FH-liðið. „Nú hafa þær ástæðu til að trúa. Þær eru búnar að sýna sitt út á velli, farnar að safna stigum og farnar að skora mörk. Eftir að Pho mætir á svæðið 16. ágúst þá er FH, liðið sem gat ekki skorað mörk, búið að skora sjö mörk í fjórum leikjum. Eitthvað er hún að gera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Phoenetia Browne er 26 ára gömul og hefur skorað 19 landsliðsmörk fyrir Sankti Kitts og Nevis. Hún kom til FH frá finnska félaginu Åland United. Það kom reyndar í ljós við nánari skoðun að Phoenetia Browne notaði hendina til að leggja fyrir sig boltann í markinu á móti KR. „Þarna er Pho að beita brögðum. Þetta er hendi guðs,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þetta er lúmskt hjá henni, hún má eiga það. Ég tók ekki eftir þessu, sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „FH skoraði líka ólöglegt mark í bikarleiknum þar sem Pho á í hlut,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Þær eru hins vegar allar í engum vafa um það sem Phoenetia Browne hefur breytt hjá þessu FH-liði. „Pho er klók og hún nýtir sér allt. Hún er allt í öllu, finnst mér, í þeirra sóknarleik. Hún er búin að koma að fimm af þessum sjö mörkum. Þær voru með þrjú mörk áður en hún kemur og þetta er ótrúlegur viðsnúningur á einu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þeim vantaði þetta. Þeim vantaði einhvern sem gat skorað, sem tekur hitann af hinum og er að búa eitthvað til. Hún er ekki bara að skora því hún er í öllum boltum,“ sagði Mist. „Ég hefði borið hana á gullstól inn í klefa eftir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hér fyrir neðan má finna allt umfjöllunina um Phoenetiu Browne. Klippa: Pho-show í Kaplakrika FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00. Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira
FH-konur unnu mikilvægan sigur á KR í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna í síðustu umferð og Pepsi Max mörkin ræddu sérstaklega frammistöðu Phoenetia Browne í síðustu leikjum FH. Það er óhætt að segja að Phoenetia Browne hafi gerbreytt sóknarleik FH-liðsins síðan hún byrjaði að spila með Hafnarfjarðarliðinu um miðjan ágústmánuð. „FH-stelpur með mikilvægan sigur og þær eru komnar með níu stig. Þær segjast alls ekki ætla að falla og ég held að þær hafi trú á því núna. Þær höfðu ekki trú á því,“ byrjaði Helena Ólafsdóttir umræðuna um FH-liðið. „Nú hafa þær ástæðu til að trúa. Þær eru búnar að sýna sitt út á velli, farnar að safna stigum og farnar að skora mörk. Eftir að Pho mætir á svæðið 16. ágúst þá er FH, liðið sem gat ekki skorað mörk, búið að skora sjö mörk í fjórum leikjum. Eitthvað er hún að gera,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur í Pepsi Max mörkum kvenna. Phoenetia Browne er 26 ára gömul og hefur skorað 19 landsliðsmörk fyrir Sankti Kitts og Nevis. Hún kom til FH frá finnska félaginu Åland United. Það kom reyndar í ljós við nánari skoðun að Phoenetia Browne notaði hendina til að leggja fyrir sig boltann í markinu á móti KR. „Þarna er Pho að beita brögðum. Þetta er hendi guðs,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þetta er lúmskt hjá henni, hún má eiga það. Ég tók ekki eftir þessu, sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „FH skoraði líka ólöglegt mark í bikarleiknum þar sem Pho á í hlut,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Þær eru hins vegar allar í engum vafa um það sem Phoenetia Browne hefur breytt hjá þessu FH-liði. „Pho er klók og hún nýtir sér allt. Hún er allt í öllu, finnst mér, í þeirra sóknarleik. Hún er búin að koma að fimm af þessum sjö mörkum. Þær voru með þrjú mörk áður en hún kemur og þetta er ótrúlegur viðsnúningur á einu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Þeim vantaði þetta. Þeim vantaði einhvern sem gat skorað, sem tekur hitann af hinum og er að búa eitthvað til. Hún er ekki bara að skora því hún er í öllum boltum,“ sagði Mist. „Ég hefði borið hana á gullstól inn í klefa eftir þennan leik,“ sagði Helena Ólafsdóttir en hér fyrir neðan má finna allt umfjöllunina um Phoenetiu Browne. Klippa: Pho-show í Kaplakrika FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00.
Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna FH Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Sjá meira