Arnar Daði sendi skilaboð í Hafnarfjörðinn: Þurfa að gera talsvert betur Andri Már Eggertsson skrifar 10. september 2020 21:59 Arnar Daði Arnarsson kom Gróttu upp í efstu deild í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í meistaraflokksbolta. vísir/s2s Það var háspennuleikur á Seltjarnarnesi þar sem nýliðar Gróttu sýndu mikinn karakter og gáfu Haukum alvöru leik sem endaði með 19-20 sigri gestanna. „Það er ekkert spurt um það hvort úrslitin hafi verið sanngjörn það er öllum skítsama um það því við fengum ekkert úr þessu nema það að við sýndum góða frammistöðu og það sem við lögðum í leikinn þar sem erfitt er að biðja um meira nema að skora tvö mörk í viðbót,” sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og bætti við að hans lið hefði svarað mörgum spekingum í kvöld. Gróttumenn mættu vel gíraðir til leiks og byrjuðu leikinn af miklum krafti þar sem þeir komust í stöðuna 4-1 snemma sem setti Haukana undir mikla pressu. „Það er mikilvægt í svona leikjum við vorum að mæta einu af bestu liðum landsins og á móti þeim gengur ekki að vera að lenda nokkrum mörkum undir, það mun ekki skipta neinu máli á móti hverju við spilum í vetur við þurfum alltaf að eiga svona leik,” sagði Arnar Daði. Án þriggja manna og Hannes sá rautt „Það sem vantaði upp á var bara ég við erum með óreyndan þjálfara samkvæmt spekingum út í bæ, nei ég veit það ekki, við skorum bara 19 mörk en það vantar Japanann okkar, Daníel Griffin, Jóhann Reyni og síðan fær Hannes Grimm rautt þegar 15 mínútur eru eftir af leiknum,” sagði Arnar Daði sem telur að liðið sitt þurfi að æfa meira. Arnar Daða fannst hans lið svara vel þegar Hannes Grimm fór af velli, þeir settu Haukana í mikil vandræði og segir hann að Haukarnir þurfi að gera talsvert betur en þetta og sendir hann kveðjur í Hafnarfjörðinn. Það voru tveir kaflar hjá Gróttu sem reyndist þeim afar dýrkeyptir. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt í seinni hálfleik eftir 9 mínútur og síðan skoruðu þeir aðeins eitt mark á síðustu sjö mínútum leiksins. „Kom mér á óvart að hann skyldi hætta“ „Ég tek markið sem Haukar skoruðu í lok fyrri hálfleiks á mig þar sem ég er ungur og graður þjálfari sem vill skora og tek markmanninn útaf í lokasókninni, við áttum síðan bara tvö skot á fyrstu 10 mínútum leiksins það er hluti sem við þurfum bara að læra,” sagði Arnar Daði og bætti hann við að liðið á eftir að bæta sig talsvert. Grótta fékk til sín Japanann Satoru Goto fyrir tímabil en hann var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í dag. „Ég er búinn að bíða í tvo mánuði og hef ég ekki hugmynd hvenær það má gera ráð fyrir honum. Það næst ekkert í Utanríkisráðurneytið og gæti ég þurft að hringja í Áslaugu Örnu frænku mína.” Það vakti athygli að Bergur Elí Rúnarsson hætti óvænt skömmu fyrir mót og ætlar ekki að taka slaginn með Gróttu í vetur sem hann hafði skrifað undir hjá fyrir tímabilið. „Það kom mér á óvart að hann skyldi hætta, það gerir það alltaf þegar leikmenn hætta 2-3 vikum fyrir mótið en þetta er hans ákvörðun sem hann þarf að eiga við sig,” sagði Arnar Daði að lokum. Olís-deild karla Grótta Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Það var háspennuleikur á Seltjarnarnesi þar sem nýliðar Gróttu sýndu mikinn karakter og gáfu Haukum alvöru leik sem endaði með 19-20 sigri gestanna. „Það er ekkert spurt um það hvort úrslitin hafi verið sanngjörn það er öllum skítsama um það því við fengum ekkert úr þessu nema það að við sýndum góða frammistöðu og það sem við lögðum í leikinn þar sem erfitt er að biðja um meira nema að skora tvö mörk í viðbót,” sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og bætti við að hans lið hefði svarað mörgum spekingum í kvöld. Gróttumenn mættu vel gíraðir til leiks og byrjuðu leikinn af miklum krafti þar sem þeir komust í stöðuna 4-1 snemma sem setti Haukana undir mikla pressu. „Það er mikilvægt í svona leikjum við vorum að mæta einu af bestu liðum landsins og á móti þeim gengur ekki að vera að lenda nokkrum mörkum undir, það mun ekki skipta neinu máli á móti hverju við spilum í vetur við þurfum alltaf að eiga svona leik,” sagði Arnar Daði. Án þriggja manna og Hannes sá rautt „Það sem vantaði upp á var bara ég við erum með óreyndan þjálfara samkvæmt spekingum út í bæ, nei ég veit það ekki, við skorum bara 19 mörk en það vantar Japanann okkar, Daníel Griffin, Jóhann Reyni og síðan fær Hannes Grimm rautt þegar 15 mínútur eru eftir af leiknum,” sagði Arnar Daði sem telur að liðið sitt þurfi að æfa meira. Arnar Daða fannst hans lið svara vel þegar Hannes Grimm fór af velli, þeir settu Haukana í mikil vandræði og segir hann að Haukarnir þurfi að gera talsvert betur en þetta og sendir hann kveðjur í Hafnarfjörðinn. Það voru tveir kaflar hjá Gróttu sem reyndist þeim afar dýrkeyptir. Þeir skoruðu fyrsta mark sitt í seinni hálfleik eftir 9 mínútur og síðan skoruðu þeir aðeins eitt mark á síðustu sjö mínútum leiksins. „Kom mér á óvart að hann skyldi hætta“ „Ég tek markið sem Haukar skoruðu í lok fyrri hálfleiks á mig þar sem ég er ungur og graður þjálfari sem vill skora og tek markmanninn útaf í lokasókninni, við áttum síðan bara tvö skot á fyrstu 10 mínútum leiksins það er hluti sem við þurfum bara að læra,” sagði Arnar Daði og bætti hann við að liðið á eftir að bæta sig talsvert. Grótta fékk til sín Japanann Satoru Goto fyrir tímabil en hann var ekki kominn með leikheimild fyrir leikinn í dag. „Ég er búinn að bíða í tvo mánuði og hef ég ekki hugmynd hvenær það má gera ráð fyrir honum. Það næst ekkert í Utanríkisráðurneytið og gæti ég þurft að hringja í Áslaugu Örnu frænku mína.” Það vakti athygli að Bergur Elí Rúnarsson hætti óvænt skömmu fyrir mót og ætlar ekki að taka slaginn með Gróttu í vetur sem hann hafði skrifað undir hjá fyrir tímabilið. „Það kom mér á óvart að hann skyldi hætta, það gerir það alltaf þegar leikmenn hætta 2-3 vikum fyrir mótið en þetta er hans ákvörðun sem hann þarf að eiga við sig,” sagði Arnar Daði að lokum.
Olís-deild karla Grótta Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Haukar 19-20 | Haukar mörðu nýliðana Heimir Óli Heimisson tryggði meistarakandídötum Hauka afar nauman sigur á nýliðum Gróttu, 20-19, á Seltjarnarnesi í kvöld þegar Olís-deildin fór af stað. 10. september 2020 22:00
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn