Minnast Erick Morillo: „Sorglegt hvernig fór fyrir honum“ Tinni Sveinsson skrifar 11. september 2020 16:15 Tvær goðsagnir í heimi plötusnúða. Erick Morillo og Carl Cox taka sjálfu á kvikmyndahátíð í Los Angeles árið 2017. Getty/Joe Scarnici Danstónlistarþátturinn PartyZone hefur fært sig um set og birtist meðal annars vikulega hér á Vísi. Í þætti vikunnar minnast þáttastjórnendur plötusnúðsins Erick Morillo. Morillo var vel þekktur í heimi danstónlistar þar sem hann vann iðulega verðlaun sem einn besti plötusnúður ársins og gaf út efni undir fjölmörgum nöfnum í gegnum árin. Klippa: Party Zone 11. september Flestir ættu samt að kannast við smellinn I Like To Move It, sem hann samdi undir nafninu Reel 2 Real. Lagið sló í gegn út um allan heim og var gert ódauðlegt í teiknimyndinni Madagascar. PartyZone fékk Morillo til Íslands árið 1997 og kom hann fram á árslistakvöldi í Tunglinu. „Það var alveg troðfullt í Tunglinu. Enda var hann alger spaði og nett stjarna,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Þetta heppnaðist svo vel að hann bauð okkur að halda PartyZone kvöld með Strictly Rhythm á Ibiza í kjölfarið. En það er sorglegt hvernig fór fyrir honum,“ segir Helgi en Morillo fannst látinn á heimili sínu í Flórída í byrjun mánaðar. watch on YouTube Morillo hafði síðustu ár barist við fíknisjúkdóm. Hann var fyrr á árinu handtekinn vegna nauðgunarkæru og átti að koma fyrir dómara seinna í mánuðinum. Hægt er að lesa nánar um lífshlaup hans hér á The Guardian. Í þættinum má heyra nokkur lög Morillo. Einnig vel valin ný lög úr heimi danstónlistarinnar. Þá er nýr dagskrárliður kynntur til leiks í þættinum, 70s lagið, sem mun heyrast endrum og sinnum. Þar er eitt gamalt og gott diskó/soul lag spilað. Fleiri PartyZone þætti má nálgast hér á Vísi og á Mixcloud. Morgunblaðið birti myndir af tónleikum Morillo í Tunglinu í janúar 1997.Tímarit.is PartyZone Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Danstónlistarþátturinn PartyZone hefur fært sig um set og birtist meðal annars vikulega hér á Vísi. Í þætti vikunnar minnast þáttastjórnendur plötusnúðsins Erick Morillo. Morillo var vel þekktur í heimi danstónlistar þar sem hann vann iðulega verðlaun sem einn besti plötusnúður ársins og gaf út efni undir fjölmörgum nöfnum í gegnum árin. Klippa: Party Zone 11. september Flestir ættu samt að kannast við smellinn I Like To Move It, sem hann samdi undir nafninu Reel 2 Real. Lagið sló í gegn út um allan heim og var gert ódauðlegt í teiknimyndinni Madagascar. PartyZone fékk Morillo til Íslands árið 1997 og kom hann fram á árslistakvöldi í Tunglinu. „Það var alveg troðfullt í Tunglinu. Enda var hann alger spaði og nett stjarna,“ segir Helgi Már Bjarnason, einn umsjónarmanna PartyZone. „Þetta heppnaðist svo vel að hann bauð okkur að halda PartyZone kvöld með Strictly Rhythm á Ibiza í kjölfarið. En það er sorglegt hvernig fór fyrir honum,“ segir Helgi en Morillo fannst látinn á heimili sínu í Flórída í byrjun mánaðar. watch on YouTube Morillo hafði síðustu ár barist við fíknisjúkdóm. Hann var fyrr á árinu handtekinn vegna nauðgunarkæru og átti að koma fyrir dómara seinna í mánuðinum. Hægt er að lesa nánar um lífshlaup hans hér á The Guardian. Í þættinum má heyra nokkur lög Morillo. Einnig vel valin ný lög úr heimi danstónlistarinnar. Þá er nýr dagskrárliður kynntur til leiks í þættinum, 70s lagið, sem mun heyrast endrum og sinnum. Þar er eitt gamalt og gott diskó/soul lag spilað. Fleiri PartyZone þætti má nálgast hér á Vísi og á Mixcloud. Morgunblaðið birti myndir af tónleikum Morillo í Tunglinu í janúar 1997.Tímarit.is
PartyZone Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira