Liðstjóra Vals fannst sniðugt að setja óleikfæran leikmann á skýrslu í Pepsi Max Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 09:30 Andri Adolphsson í leik með Val í Pepsi Max deildinni. Hann var á skýrslu í fyrsta sinn í sumar í síðasta leik. Vísir/Daníel Þór Athygli vakti að Andri Adolphsson var á leiksskýrslu í leik liðsins á móti Víkingi í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöldið. Hann var hins vegar aldrei að fara að koma inn á völlinn í þessum leik. Andri Adolphsson er nefnilega enn að glíma við eftirmála þess að hafa fengið höfuðhögg í leik í Lengjubikarnum í febrúar. Í viðtali við Fréttablaðið kom í ljós að Andri var ekki leikfær þrátt fyrir að hann væri á skýrslu. „Ég var í raun og veru ekki í hóp. Það vantaði menn og liðsstjóranum fannst sniðugt að setja mitt nafn á blað. Staðan á mér er samt nokkuð góð þó ég sé ekki klár að spila leik,“ sagði Andri Adolphsson í viðtali við Benedikt Bóas Hinriksson í Fréttablaðinu í dag. Andri sagði ennfremur hafa klárað tvær æfingar í síðustu viku og að hann hafi skallaði boltann í fyrsta skipti. „Það var þó kannski aðeins full snemmt að henda mér í hópinn,“ sagði Andri. Andri vinnur hjá Deloitte þar sem hann er ráðgjafi í upplýsingatæknigeiranum og hann fann líka fyrir afleiðingum höfuðhöggsins í vinnunni. „Ég áttaði mig í raun ekki á alvarleikanum fyrr en ég mætti í vinnuna á mánudagsmorgni. Þá gat ég varla horft á tölvuskjáinn eða sjónvarp. Núna er þetta þannig að ég vinn í klukkutíma eða 90 mínútur og stend þá upp og tek mér örlitla pásu og loka augunum í fimm mínútur. Ég vinn samt alveg fullan dag og það er ekkert mál,“ sagði Andri Adolphsson. Andri segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, og allir tengdir Val hafi staðið vel við bakið á honum. „Hann hefur reynslu af þessu. Hann hefur verið með leikmann sem fékk höfuðmeiðsli og það ríkir traust okkar á milli og fullur skilningur,“ sagði Andri Adolphsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér. Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Athygli vakti að Andri Adolphsson var á leiksskýrslu í leik liðsins á móti Víkingi í Pepsi Max deild karla á sunnudagskvöldið. Hann var hins vegar aldrei að fara að koma inn á völlinn í þessum leik. Andri Adolphsson er nefnilega enn að glíma við eftirmála þess að hafa fengið höfuðhögg í leik í Lengjubikarnum í febrúar. Í viðtali við Fréttablaðið kom í ljós að Andri var ekki leikfær þrátt fyrir að hann væri á skýrslu. „Ég var í raun og veru ekki í hóp. Það vantaði menn og liðsstjóranum fannst sniðugt að setja mitt nafn á blað. Staðan á mér er samt nokkuð góð þó ég sé ekki klár að spila leik,“ sagði Andri Adolphsson í viðtali við Benedikt Bóas Hinriksson í Fréttablaðinu í dag. Andri sagði ennfremur hafa klárað tvær æfingar í síðustu viku og að hann hafi skallaði boltann í fyrsta skipti. „Það var þó kannski aðeins full snemmt að henda mér í hópinn,“ sagði Andri. Andri vinnur hjá Deloitte þar sem hann er ráðgjafi í upplýsingatæknigeiranum og hann fann líka fyrir afleiðingum höfuðhöggsins í vinnunni. „Ég áttaði mig í raun ekki á alvarleikanum fyrr en ég mætti í vinnuna á mánudagsmorgni. Þá gat ég varla horft á tölvuskjáinn eða sjónvarp. Núna er þetta þannig að ég vinn í klukkutíma eða 90 mínútur og stend þá upp og tek mér örlitla pásu og loka augunum í fimm mínútur. Ég vinn samt alveg fullan dag og það er ekkert mál,“ sagði Andri Adolphsson. Andri segir að Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, og allir tengdir Val hafi staðið vel við bakið á honum. „Hann hefur reynslu af þessu. Hann hefur verið með leikmann sem fékk höfuðmeiðsli og það ríkir traust okkar á milli og fullur skilningur,“ sagði Andri Adolphsson en það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira