Bryndís fagnar útkomu uppgjörsbókar sinnar Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2020 14:52 Bryndís Schram fagnaði um síðustu helgi, ásamt eiginmanni sínum Jóni Baldvin Hannibalssyni, vinum og velunnurum útkomu uppgjörsbókar sinnar Brosað í gegnum tárin. Á annað hundrað manns komu að heimili þeirra hjóna til að fagna með Bryndísi. Hallgrímur Sveinn Á þriðja hundrað gesta komu við á heimili Bryndísar Schram í Mosfellsbæ á sunnudaginn til að fagna með henni útgáfu bókarinnar Brosað gegnum tárin. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið um dýrðir. „Reynir Hauksson gítarleikari spilaði flamenco fyrir gesti sem komu frá flestum ef ekki öllum sviðum þjóðlífsins, lista, stjórnmála og menningar. Um hana hafa nú þegar verið birtar lofsamlegar umsagnir,“ segir Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir þeirra hjóna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar, í samtali við Vísi. En það er HB útgáfa sem gefur bókina út. Ari Arnórsson, Jakob Frímann og Jón Baldvin voru kátir í veislu Bryndísar.Hallgrímur Sveinn Í útgáfuteitinu tóku menn lagið enda margir tónlistarmenn á staðnum. Fram þjáðir menn, en það var Ólína Þorvarðardóttir rithöfundur sem stjórnaði fjöldasöngnum. Meðal gesta voru meðal annars Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, svo einhverjir séu nefndir. Ævintýralegur ferill Bryndísar Bryndís er þjóðþekkt, vakti ung að árum athygli sem ballerína, leikkona og fegurðardrottning. „Lífshlaup hennar er ævintýri líkast: kennari og skólameistari, blaðamaður og ritstjóri og fjöltyngd málamanneskja og leiðsögumaður, þýðandi og höfundur nokkurra bóka, dagskrárgerðarkona og sjónvarpsstjarna. Stjórnandi Kvikmyndasjóðs og – með hennar eigin orðum – ólaunuð eldabuska í þjónustu ríkisins, m.ö.o. sendiherrafrú,“ segir í fréttatilkynningu. Ferill Bryndísar er ævintýralegur, sama við hvað er miðað.Hallgrímur Sveinn Þar kemur einnig fram að frá æskuárum hafi Bryndís verið í „órofa bandalagi við mesta ástríðupólitíkus landsins. Saman hafa þau unnið stóra sigra á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Samt hefur hún sjaldan setið á friðarstóli. Hvað eftir annað var hún hrakin úr starfi út af pólitík. Óvægin fjölmiðlagagnrýni – eða voru það pólitískar ofsóknir? – rötuðu jafnvel inn í réttarsali.“ Þá segir jafnframt að þegar „hið friðsæla ævikvöld“ nálgaðist, skók fjölþjóðleg forræðisdeila um ömmubarn hennar líf fjölskyldunnar árum saman. Stóra sorgin í lífi hennar var að missa dóttur sína í blóma lífs. Í veislunni tóku gestir lagið en Ólína Þorvarðardóttir stjórnaði fjöldasöngnum.Hallgrímur Sveinn „Og fjölskylduharmleikur – sárari en orð fá lýst – varpar dimmum skugga á ævikvöldið,“ segir í tilkynningunni en þar er vísað til mála sem hafa verið til umfjöllunar að undanförnu með hléum en í vikunni sem leið kom fram að Jón Baldvin hafi verið ákærður fyrir að kynferðisbrot. Rógur, lygar og hatursfullar sögusagnir Þröstur Ólafsson hagfræðingur hefur lesið bókina og ritar athyglisverðan pistil þar um. Þröstur var framkvæmdastjóri Alþýðflokksins og náinn samstarfsmaður Jóns Baldvins lengi. Styrmir Gunnarsson og Hjördís Vilhjálmsdóttir létu ekki veisluna fram hjá sér fara.Hallgrímur Sveinn Í grein Þrastar segir meðal annars: „Hún [Bryndís] rekur rógburð, útbreiddar lygar, áburð um kynferðisáreitni og haturshlaðnar sögusagnir um Jón Baldvin og þau bæði í samfellt 60 ár. Sá sem þetta skrifar minnist rógs í garð JBH strax á sjöunda áratugnum, skömmu eftir frægan Tónabíósfund. Honum linnti aldrei. Það hafa margir, ekki hvað síst úr efri lögum samfélagsins safnað glóðum elds að höfði þeirra hjóna. Hvað olli þessu banvæna umtali? Var það öfundin? Ragnar í Smára sagði, að ef við gætum virkjað öfundina hér á landi, þyrftum við ekki aðra orku. Sjálfsöryggi þeirra hjóna var áberandi og stundum ekki laust við ágengni. Bryndís glæsileg, óvenju frjálsleg og hispurslaus. Vakti athygli hvar sem hún kom. Var á hvers manns vörum. Jón Baldvin afburða stjórnmálamaður, orðhvass og fylginn sér. Hann var að framkvæma tímamóta verk sem aðra gat ekki dreymt um. Skuggi hans var langur. Hann féll á marga. En illskan kom einnig innanfrá, úr eigin fjölskyldu. Það var sárast.“ Einelti og útskúfun Þröstur heldur áfram, segir að í framhaldi af smekklausu dónabréfi, hafi Jón Baldvin legið vel við höggi. „Frægur hér sem erlendis, öfundaður í hærri kreðsum, rægður meðal almennings. Hann var kjörið fórnarlamb, fordæmið sem átti að hræða aðra. Skyndilega birtust nafnlausar ásakanir um lendakáf og aðra vansæmandi hegðun, atvik sem flest áttu að hafa gerst fyrir hálfri öld og þóttu í þá tíð ekki ámælisverð, þótt ósæmileg væru. Skyldu ekki margir jafnaldrar hans eiga skilið sama útlegðardóm og hann?“ spyr Þröstur. Í lokaorðum greinar Þrastar segir að „þegar einstaklingar verði fyrir áratugalöngu einelti og að lokun útskúfun, þá breytist lífsþorsti og lífsnautn í lífsháska og martröð. Það er niðurstaða bókarinnar.“ Sunna og Sindri Agnesar og Viðarsbörn en í bakgrunni má sjá þá Jónas Guðmundsson og Þorvald Gylfason.Hallgrímur Sveinn Bókmenntir Mosfellsbær Bókaútgáfa Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Á þriðja hundrað gesta komu við á heimili Bryndísar Schram í Mosfellsbæ á sunnudaginn til að fagna með henni útgáfu bókarinnar Brosað gegnum tárin. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið um dýrðir. „Reynir Hauksson gítarleikari spilaði flamenco fyrir gesti sem komu frá flestum ef ekki öllum sviðum þjóðlífsins, lista, stjórnmála og menningar. Um hana hafa nú þegar verið birtar lofsamlegar umsagnir,“ segir Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir þeirra hjóna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Bryndísar, í samtali við Vísi. En það er HB útgáfa sem gefur bókina út. Ari Arnórsson, Jakob Frímann og Jón Baldvin voru kátir í veislu Bryndísar.Hallgrímur Sveinn Í útgáfuteitinu tóku menn lagið enda margir tónlistarmenn á staðnum. Fram þjáðir menn, en það var Ólína Þorvarðardóttir rithöfundur sem stjórnaði fjöldasöngnum. Meðal gesta voru meðal annars Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður og Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, svo einhverjir séu nefndir. Ævintýralegur ferill Bryndísar Bryndís er þjóðþekkt, vakti ung að árum athygli sem ballerína, leikkona og fegurðardrottning. „Lífshlaup hennar er ævintýri líkast: kennari og skólameistari, blaðamaður og ritstjóri og fjöltyngd málamanneskja og leiðsögumaður, þýðandi og höfundur nokkurra bóka, dagskrárgerðarkona og sjónvarpsstjarna. Stjórnandi Kvikmyndasjóðs og – með hennar eigin orðum – ólaunuð eldabuska í þjónustu ríkisins, m.ö.o. sendiherrafrú,“ segir í fréttatilkynningu. Ferill Bryndísar er ævintýralegur, sama við hvað er miðað.Hallgrímur Sveinn Þar kemur einnig fram að frá æskuárum hafi Bryndís verið í „órofa bandalagi við mesta ástríðupólitíkus landsins. Saman hafa þau unnið stóra sigra á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Samt hefur hún sjaldan setið á friðarstóli. Hvað eftir annað var hún hrakin úr starfi út af pólitík. Óvægin fjölmiðlagagnrýni – eða voru það pólitískar ofsóknir? – rötuðu jafnvel inn í réttarsali.“ Þá segir jafnframt að þegar „hið friðsæla ævikvöld“ nálgaðist, skók fjölþjóðleg forræðisdeila um ömmubarn hennar líf fjölskyldunnar árum saman. Stóra sorgin í lífi hennar var að missa dóttur sína í blóma lífs. Í veislunni tóku gestir lagið en Ólína Þorvarðardóttir stjórnaði fjöldasöngnum.Hallgrímur Sveinn „Og fjölskylduharmleikur – sárari en orð fá lýst – varpar dimmum skugga á ævikvöldið,“ segir í tilkynningunni en þar er vísað til mála sem hafa verið til umfjöllunar að undanförnu með hléum en í vikunni sem leið kom fram að Jón Baldvin hafi verið ákærður fyrir að kynferðisbrot. Rógur, lygar og hatursfullar sögusagnir Þröstur Ólafsson hagfræðingur hefur lesið bókina og ritar athyglisverðan pistil þar um. Þröstur var framkvæmdastjóri Alþýðflokksins og náinn samstarfsmaður Jóns Baldvins lengi. Styrmir Gunnarsson og Hjördís Vilhjálmsdóttir létu ekki veisluna fram hjá sér fara.Hallgrímur Sveinn Í grein Þrastar segir meðal annars: „Hún [Bryndís] rekur rógburð, útbreiddar lygar, áburð um kynferðisáreitni og haturshlaðnar sögusagnir um Jón Baldvin og þau bæði í samfellt 60 ár. Sá sem þetta skrifar minnist rógs í garð JBH strax á sjöunda áratugnum, skömmu eftir frægan Tónabíósfund. Honum linnti aldrei. Það hafa margir, ekki hvað síst úr efri lögum samfélagsins safnað glóðum elds að höfði þeirra hjóna. Hvað olli þessu banvæna umtali? Var það öfundin? Ragnar í Smára sagði, að ef við gætum virkjað öfundina hér á landi, þyrftum við ekki aðra orku. Sjálfsöryggi þeirra hjóna var áberandi og stundum ekki laust við ágengni. Bryndís glæsileg, óvenju frjálsleg og hispurslaus. Vakti athygli hvar sem hún kom. Var á hvers manns vörum. Jón Baldvin afburða stjórnmálamaður, orðhvass og fylginn sér. Hann var að framkvæma tímamóta verk sem aðra gat ekki dreymt um. Skuggi hans var langur. Hann féll á marga. En illskan kom einnig innanfrá, úr eigin fjölskyldu. Það var sárast.“ Einelti og útskúfun Þröstur heldur áfram, segir að í framhaldi af smekklausu dónabréfi, hafi Jón Baldvin legið vel við höggi. „Frægur hér sem erlendis, öfundaður í hærri kreðsum, rægður meðal almennings. Hann var kjörið fórnarlamb, fordæmið sem átti að hræða aðra. Skyndilega birtust nafnlausar ásakanir um lendakáf og aðra vansæmandi hegðun, atvik sem flest áttu að hafa gerst fyrir hálfri öld og þóttu í þá tíð ekki ámælisverð, þótt ósæmileg væru. Skyldu ekki margir jafnaldrar hans eiga skilið sama útlegðardóm og hann?“ spyr Þröstur. Í lokaorðum greinar Þrastar segir að „þegar einstaklingar verði fyrir áratugalöngu einelti og að lokun útskúfun, þá breytist lífsþorsti og lífsnautn í lífsháska og martröð. Það er niðurstaða bókarinnar.“ Sunna og Sindri Agnesar og Viðarsbörn en í bakgrunni má sjá þá Jónas Guðmundsson og Þorvald Gylfason.Hallgrímur Sveinn
Bókmenntir Mosfellsbær Bókaútgáfa Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira