Kristín Ýr hefði valið Hólmfríði í landsliðið: Svo mikill X-faktor í Fríðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2020 12:00 Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði þá fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR. vísir/daníel Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik með Selfossliðinu í Pepsi Max deild kvenna um helgina í fyrsta leiknum sínum eftir að kom í ljós að hún væri ekki í íslenska landsliðinu. Hólmfríður skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 5-0 sigri Selfoss á KR og það í Vesturbænum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna ræddu frammistöðu Hólmfríðar í leiknum í þætti sínum í gær. Selfossliðið blómstraði án Dagnýjar „Ég verð að segja fyrir mitt leyti sem áhorfandi þarna að mér fannst hún vera á allt öðru ‚leveli' en aðrir leikmenn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna, í upphafi umræðanna um Selfossliðið. Selfoss lék án Dagnýjar Brynjarsdóttur í þessum leik en saknaði ekki hennar ekki síst vegna frammistöðu Hólmfríðar. „Dagný var ekki að spila og maður átti von á því að það myndi veikja Selfoss. Það virtist ekki gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Ef Selfoss hefði verið að mæta einhverju öðru liði en KR þá hugsa ég að það hefði haft meiri áhrif. KR átti ekki neitt í þær,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „Ég velti því fyrir mér hvort að það sé að treysta of mikið á Dagnýju til dæmis sóknarlega. Þegar Hólmfríður er búin að vera góð í sumar þá er hún búin að vera besti maður vallarins,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Besti maður vallarsin eða nánast ekki með „Þegar hún er ekki besti maður vallarins þá finnst mér hún nánast ekki með. Það er búið að tala svo mikið um að Dagný eigi að bera þetta uppi en svo dettur hún út og þá þurfa hinir leikmennirnir að tengja. Þá fannst mér þetta ganga betur fyrir sig sóknarlega,“ sagði Bára Kristbjörg. Hólmfríður Magnúsdóttir talaði um það á fótbolta.net að hún væri svekkt að vera ekki í landsliðinu. Hún er að verða 36 ára gömul í næstu viku og er annar markahæsta landsliðskonan sögunnar með 37 mörk í 112 landsleikjum. Á hún að vera í landsliðinu? „Við vitum að hún er með mjög mikinn metnað annars væri hún ekki búin að komast þangað sem hún er. Hún er búin að standa sig vel og má vera svekkt en svo er bara spurning um hverjum finnst um að hver eigi að vera hvar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Frekar en Rakel Hönnu „Ég hefði persónulega ekki valið hana yfir neina úr þessum sóknarmannahópi. Ekki núna. Þegar hún er búin að vera góð þá er hún búin að vera besti maður vallarins en mér finnst hún búin að eiga of marga ‚off-leiki' til þess að ég myndi taka einhvern annan sóknarmann út fyrir hana,“ sagði Bára Kristbjörg. „Ég hefði valið hana, ekki til að vera í byrjunarliðinu heldur til að hafa hana á bekknum. Hún er góð til að sprengja upp leikinn. Ég hefði tekið hana frekar en Rakel Hönnu til dæmis,“ sagði Kristín Ýr. „Það er svo mikill X-faktor í Fríðu að koma inn á með einhverja sprengju í nokkrar mínútur,“ sagði Kristín Ýr en það má finna umfjöllunina um Hólmfríði hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir og landsliðið Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin EM 2021 í Englandi Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir átti stórleik með Selfossliðinu í Pepsi Max deild kvenna um helgina í fyrsta leiknum sínum eftir að kom í ljós að hún væri ekki í íslenska landsliðinu. Hólmfríður skoraði tvö mörk og lagði upp önnur tvö í 5-0 sigri Selfoss á KR og það í Vesturbænum. Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Pepsi Max mörkum kvenna ræddu frammistöðu Hólmfríðar í leiknum í þætti sínum í gær. Selfossliðið blómstraði án Dagnýjar „Ég verð að segja fyrir mitt leyti sem áhorfandi þarna að mér fannst hún vera á allt öðru ‚leveli' en aðrir leikmenn,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Pepsi Max markanna, í upphafi umræðanna um Selfossliðið. Selfoss lék án Dagnýjar Brynjarsdóttur í þessum leik en saknaði ekki hennar ekki síst vegna frammistöðu Hólmfríðar. „Dagný var ekki að spila og maður átti von á því að það myndi veikja Selfoss. Það virtist ekki gera það,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Ef Selfoss hefði verið að mæta einhverju öðru liði en KR þá hugsa ég að það hefði haft meiri áhrif. KR átti ekki neitt í þær,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. „Ég velti því fyrir mér hvort að það sé að treysta of mikið á Dagnýju til dæmis sóknarlega. Þegar Hólmfríður er búin að vera góð í sumar þá er hún búin að vera besti maður vallarins,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna. Besti maður vallarsin eða nánast ekki með „Þegar hún er ekki besti maður vallarins þá finnst mér hún nánast ekki með. Það er búið að tala svo mikið um að Dagný eigi að bera þetta uppi en svo dettur hún út og þá þurfa hinir leikmennirnir að tengja. Þá fannst mér þetta ganga betur fyrir sig sóknarlega,“ sagði Bára Kristbjörg. Hólmfríður Magnúsdóttir talaði um það á fótbolta.net að hún væri svekkt að vera ekki í landsliðinu. Hún er að verða 36 ára gömul í næstu viku og er annar markahæsta landsliðskonan sögunnar með 37 mörk í 112 landsleikjum. Á hún að vera í landsliðinu? „Við vitum að hún er með mjög mikinn metnað annars væri hún ekki búin að komast þangað sem hún er. Hún er búin að standa sig vel og má vera svekkt en svo er bara spurning um hverjum finnst um að hver eigi að vera hvar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir. Frekar en Rakel Hönnu „Ég hefði persónulega ekki valið hana yfir neina úr þessum sóknarmannahópi. Ekki núna. Þegar hún er búin að vera góð þá er hún búin að vera besti maður vallarins en mér finnst hún búin að eiga of marga ‚off-leiki' til þess að ég myndi taka einhvern annan sóknarmann út fyrir hana,“ sagði Bára Kristbjörg. „Ég hefði valið hana, ekki til að vera í byrjunarliðinu heldur til að hafa hana á bekknum. Hún er góð til að sprengja upp leikinn. Ég hefði tekið hana frekar en Rakel Hönnu til dæmis,“ sagði Kristín Ýr. „Það er svo mikill X-faktor í Fríðu að koma inn á með einhverja sprengju í nokkrar mínútur,“ sagði Kristín Ýr en það má finna umfjöllunina um Hólmfríði hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir og landsliðið
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin EM 2021 í Englandi Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira