Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2020 13:30 Hvernig verður byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi skipað? vísir/vilhelm Í Pepsi Max mörkum kvenna í gær brugðu sérfræðingarnir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sér í hlutverk landsliðsþjálfara og völdu sitt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM annað kvöld. Athygli vakti að sérfræðingarnir völdu báðir Sveindísi Jane Jónsdóttir, annan tveggja nýliða í íslenska hópnum, í sitt byrjunarlið. Annars voru þau nokkuð ólík. Bára stillti upp í leikkerfið 4-3-3 en Kristín í 3-5-2. „Sara [Björk Gunnarsdóttir] er öftust á miðjunni með tvo mjög skapandi miðjumenn fyrir framan sig [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur] því við ætlum að vera sóknarsinnaðar í þessum leik,“ sagði Bára. „Svava Rós [Guðmundsdóttir] er vinstra megin og Elín Metta Jensen og Sveindís sem er tvíeyki sem ég myndi mjög gjarnan vilja sjá saman í sókninni.“ Byrjunarlið Báru.vísir/stöð 2 sport Bára ákvað að veðja á reynsluna og vera með Söndru Sigurðardóttur í markinu. Kristín valdi hins vegar hina sautján ára Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. „Mér finnst hún vera tilbúin að taka þetta og ég vil bara hafa hana í markinu nú og síðar,“ sagði Kristín sem stillti upp mjög reynslumikilli miðju með þær Söru Björk, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Þetta er landsliðsverkefni og það eru tveir leikir framundan. Ég ætla því að nota þennan leik til að undirbúa Svíaleikinn. Hann verður erfiðasti leikur sem við höfum spilað lengi og ég vil nota allan tímann til að undirbúa mig fyrir hann.“ Byrjunarlið Kristínar.vísir/stöð 2 sport Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um byrjunarlið sérfræðinganna og um leikinn gegn Lettum. Hann hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18:15. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um landsliðið EM 2021 í Englandi Pepsi Max-mörkin Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira
Í Pepsi Max mörkum kvenna í gær brugðu sérfræðingarnir Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir sér í hlutverk landsliðsþjálfara og völdu sitt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Lettlandi í undankeppni EM annað kvöld. Athygli vakti að sérfræðingarnir völdu báðir Sveindísi Jane Jónsdóttir, annan tveggja nýliða í íslenska hópnum, í sitt byrjunarlið. Annars voru þau nokkuð ólík. Bára stillti upp í leikkerfið 4-3-3 en Kristín í 3-5-2. „Sara [Björk Gunnarsdóttir] er öftust á miðjunni með tvo mjög skapandi miðjumenn fyrir framan sig [Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Alexöndru Jóhannsdóttur] því við ætlum að vera sóknarsinnaðar í þessum leik,“ sagði Bára. „Svava Rós [Guðmundsdóttir] er vinstra megin og Elín Metta Jensen og Sveindís sem er tvíeyki sem ég myndi mjög gjarnan vilja sjá saman í sókninni.“ Byrjunarlið Báru.vísir/stöð 2 sport Bára ákvað að veðja á reynsluna og vera með Söndru Sigurðardóttur í markinu. Kristín valdi hins vegar hina sautján ára Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. „Mér finnst hún vera tilbúin að taka þetta og ég vil bara hafa hana í markinu nú og síðar,“ sagði Kristín sem stillti upp mjög reynslumikilli miðju með þær Söru Björk, Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Þetta er landsliðsverkefni og það eru tveir leikir framundan. Ég ætla því að nota þennan leik til að undirbúa Svíaleikinn. Hann verður erfiðasti leikur sem við höfum spilað lengi og ég vil nota allan tímann til að undirbúa mig fyrir hann.“ Byrjunarlið Kristínar.vísir/stöð 2 sport Hér fyrir neðan má sjá umræðuna um byrjunarlið sérfræðinganna og um leikinn gegn Lettum. Hann hefst klukkan 18:45 annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 18:15. Klippa: Pepsi Max mörk kvenna - Umræða um landsliðið
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-mörkin Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim Sjá meira