Sóknin mikið betri með Dóru Maríu og Gunnhildur Yrsa svolítið villt Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2020 22:45 Dóra María Lárusdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir urðu Íslandsmeistarar með Val á síðustu leiktíð. vísir/daníel Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum eru sammála um að Valsliðið sé hættulegra fram á við með Dóru Maríu Lárusdóttur innanborðs. Valskonur unnu Stjörnuna á útivelli á sunnudaginn, 3-0, þar sem Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir skoruðu mörkin. Valur er því með eins stigs forskot á Breiðabliki sem á leik til góða, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Dóra María var aftur að spila á miðjunni og það kemur svo mikil ró og gæði með henni. Ef þið viljið læra að verða góðir miðjumenn, fylgist þá með hvernig hún spilar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max mörkunum. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom til Vals í síðasta mánuði og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er aftast á miðjunni hjá liðinu. Óljósara er hver er fremst á miðjunni og á vinstri kantinum í besta byrjunarliði þjálfara Vals. Málfríður, Ásgerður og Gunnhildur líkir leikmenn „Eins og Kristín hefur bent á þá finnst mér sóknarflæðið mikið, mikið betra þegar Dóra María er í liðinu. Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir], Adda [Ásgerður] og Gunný [Gunnhildur] eru allar rosalega svipaðir leikmenn, og þannig lagað séð varnarsinnaðar. Dóra er blússandi sóknarþenkjandi miðjumaður. Mér finnst lykilatriði að hún sé klár. Hún var reyndar ekki góð í síðasta leik gegn Blikum, en mér finnst himinn og haf á spilinu í liðinu á milli þess hvort hún er eða ekki,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „En það vantar ennþá að einhver eigni sér þessa vinstri kantstöðu sem Fanndís [Friðriksdóttir] er búin að eiga síðustu ár [Fanndís er ólétt]. Mér finnst sóknarflæðið ekki orðið upp á tíu. Það er hægt inni á milli og vandræði á síðasta þriðjungnum. En ég held að þeir [þjálfarar Vals] þurfi bara að fara að taka ákvörðun um hver sé þeirra vinstri kantmaður og hver sé þeirra sóknarþenkjandi miðjumaður,“ sagði Bára. Gunnhildur passi hlaupin sín betur Ásdís Karen Halldórsdóttir og Diljá Ýr Zomers hafa fengið tækifæri á vinstri kantinum eftir brotthvarf Fanndísar. „Úr því sem þeir hafa finnst mér þeir hafa gert rétt með því að hafa Ásdísi og Diljá til skiptis. En núna held ég að þeir þurfi að taka ákvörðun fyrir næstu leiki, og ná samfellu í liðinu til að fá upp sóknarspilið,“ sagði Bára, og bætti við: „Annað í þessu er að Gunnhildur Yrsa er svolítið villt. Hún hleypur mikið ofan í hinn djúpa miðjumanninn, og mikið út á vængina að verjast, sem er svo sem gott en mér finnst hún aðeins þurfa að passa hlaupin sín betur. Þá getur hún komið með í sóknarleikinn því að Adda vill sitja til baka. Ég held að það þurfi bara fínstillingar hér og þar til að þær eigi sóknarlega séns í Blikana.“ Kristín svaraði því einnig hverja hún myndi vilja sjá á vinstri kantinum: „Miðað við þann hóp sem þær hafa myndi ég hafa Ásdísi þar. Ég held að það sé ágætt að hafa Gunný svona villta því það er ekki mikil yfirferð á Öddu og Dóru. Hún tekur hlaupin sem að Dóra er ekki að taka og þess vegna lítur Dóra kannski betur út,“ sagði Kristín. Klippa: Pepsi Max mörkin - Miðjan hjá Val Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00 Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Sérfræðingarnir í Pepsi Max mörkunum eru sammála um að Valsliðið sé hættulegra fram á við með Dóru Maríu Lárusdóttur innanborðs. Valskonur unnu Stjörnuna á útivelli á sunnudaginn, 3-0, þar sem Hlín Eiríksdóttir, Elín Metta Jensen og Mist Edvardsdóttir skoruðu mörkin. Valur er því með eins stigs forskot á Breiðabliki sem á leik til góða, í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Dóra María var aftur að spila á miðjunni og það kemur svo mikil ró og gæði með henni. Ef þið viljið læra að verða góðir miðjumenn, fylgist þá með hvernig hún spilar,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir í Pepsi Max mörkunum. Innslagið má sjá hér neðst í fréttinni. Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom til Vals í síðasta mánuði og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir er aftast á miðjunni hjá liðinu. Óljósara er hver er fremst á miðjunni og á vinstri kantinum í besta byrjunarliði þjálfara Vals. Málfríður, Ásgerður og Gunnhildur líkir leikmenn „Eins og Kristín hefur bent á þá finnst mér sóknarflæðið mikið, mikið betra þegar Dóra María er í liðinu. Malla [Málfríður Anna Eiríksdóttir], Adda [Ásgerður] og Gunný [Gunnhildur] eru allar rosalega svipaðir leikmenn, og þannig lagað séð varnarsinnaðar. Dóra er blússandi sóknarþenkjandi miðjumaður. Mér finnst lykilatriði að hún sé klár. Hún var reyndar ekki góð í síðasta leik gegn Blikum, en mér finnst himinn og haf á spilinu í liðinu á milli þess hvort hún er eða ekki,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir. „En það vantar ennþá að einhver eigni sér þessa vinstri kantstöðu sem Fanndís [Friðriksdóttir] er búin að eiga síðustu ár [Fanndís er ólétt]. Mér finnst sóknarflæðið ekki orðið upp á tíu. Það er hægt inni á milli og vandræði á síðasta þriðjungnum. En ég held að þeir [þjálfarar Vals] þurfi bara að fara að taka ákvörðun um hver sé þeirra vinstri kantmaður og hver sé þeirra sóknarþenkjandi miðjumaður,“ sagði Bára. Gunnhildur passi hlaupin sín betur Ásdís Karen Halldórsdóttir og Diljá Ýr Zomers hafa fengið tækifæri á vinstri kantinum eftir brotthvarf Fanndísar. „Úr því sem þeir hafa finnst mér þeir hafa gert rétt með því að hafa Ásdísi og Diljá til skiptis. En núna held ég að þeir þurfi að taka ákvörðun fyrir næstu leiki, og ná samfellu í liðinu til að fá upp sóknarspilið,“ sagði Bára, og bætti við: „Annað í þessu er að Gunnhildur Yrsa er svolítið villt. Hún hleypur mikið ofan í hinn djúpa miðjumanninn, og mikið út á vængina að verjast, sem er svo sem gott en mér finnst hún aðeins þurfa að passa hlaupin sín betur. Þá getur hún komið með í sóknarleikinn því að Adda vill sitja til baka. Ég held að það þurfi bara fínstillingar hér og þar til að þær eigi sóknarlega séns í Blikana.“ Kristín svaraði því einnig hverja hún myndi vilja sjá á vinstri kantinum: „Miðað við þann hóp sem þær hafa myndi ég hafa Ásdísi þar. Ég held að það sé ágætt að hafa Gunný svona villta því það er ekki mikil yfirferð á Öddu og Dóru. Hún tekur hlaupin sem að Dóra er ekki að taka og þess vegna lítur Dóra kannski betur út,“ sagði Kristín. Klippa: Pepsi Max mörkin - Miðjan hjá Val
Valur Pepsi Max-mörkin Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir „Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00 Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Ég bíð og bíð eftir þessum leik“ Breiðablik og Valur berjast annað árið í röð um Íslandsmeistaratitilinn. Baráttan er áfram mjög jöfn en liðin haga skipt um hlutverk þegar kemur að sóknarleiknum. 16. september 2020 15:00
Sérfræðingarnir völdu sitt byrjunarlið gegn Lettum Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna. 16. september 2020 13:30