Segir umræðuna um fjölbreytni í leikhúsum þarfa Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2020 11:50 Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri. Hari Hugsa þarf um hvaða sögur verið er að segja og hvernig sagt er frá þeim. Það á við leikhús landsins og aðrar birtingar í fjölmiðlum, eins og kvikmyndir. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Leikkonan Aldís Amah Hamilton, gagnrýndi leikhús á Íslandi í færslu gær og sagði leikhóp Þjóðleikhússins nokkuð einsleitan í ár. Vitnaði hún í forsíðuauglýsingu Þjóðleikhússblaðsins. Kallaði hún eftir fjölbreyttari flóru í leikhúsunum. Magnús Geir segir færslu Aldísar hafa verið góða og að umræðan sé þörf. Í öllum leikhúsum vilji fólk segja sögur sem skipti máli, taki á málefnum líðandi stundar og endurspegli samfélagið sem við lifum í. „Við viljum, hér í Þjóðleikhúsinu eins og í hinum leikhúsunum, auðvitað að það sé fjölbreyttur hópur og fólk af blönduðum uppruna sem birtist á sviðum leikhússins,“ segir Magnús Geir. Hann segir leikarar af blönduðum uppruna hafi verið í leikarahópi Þjóðleikhússins. Séu í hópnum í vetur og verði í hópum framtíðarinnar. „Ég get vel tekið undir með Aldísi um að hlutfalls fólks af ólíkum uppruna þarf að aukast á sviðum landsins í náninni framtíð – að því munum við vinna – það er okkar ábyrgð,“ segir þjóðleikhússtjóri. Magnús Geir vísar í Þjóðleikhússblaðið þar sem meðal annars má finna upplýsingar um Loftið, tilraunaþróunarverkstæði þar sem þrjú verk eru í þróun. Í öllum þremur er fólk af blönduðum uppruna og meðal annars er verið að taka á því að vera af blönduðum uppruna og búa á Íslandi. Þetta séu verk sem stefnt sé að rati á svið í náinni framtíð. „Við erum að hugsa bæði um leikarana sem birtast á sviðinu og líka sögurnar sem verið er að segja,“ segir Magnús Geir. Í blaðinu segir að Loftið sé nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verði staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Leikhóparnir Konserta og Elefant komi þar að. „Við vonum að það komi spennandi verk úr þessum smiðjum sem endi í framhaldinu á sviðunum,“ segir Magnús Geir. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni en ég er alveg sammála Aldísi og er þakklátur fyrir brýninguna. Við erum að hlusta og á sömu vegferð.“ Leikhús Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hugsa þarf um hvaða sögur verið er að segja og hvernig sagt er frá þeim. Það á við leikhús landsins og aðrar birtingar í fjölmiðlum, eins og kvikmyndir. Þetta segir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, í samtali við fréttastofu. Leikkonan Aldís Amah Hamilton, gagnrýndi leikhús á Íslandi í færslu gær og sagði leikhóp Þjóðleikhússins nokkuð einsleitan í ár. Vitnaði hún í forsíðuauglýsingu Þjóðleikhússblaðsins. Kallaði hún eftir fjölbreyttari flóru í leikhúsunum. Magnús Geir segir færslu Aldísar hafa verið góða og að umræðan sé þörf. Í öllum leikhúsum vilji fólk segja sögur sem skipti máli, taki á málefnum líðandi stundar og endurspegli samfélagið sem við lifum í. „Við viljum, hér í Þjóðleikhúsinu eins og í hinum leikhúsunum, auðvitað að það sé fjölbreyttur hópur og fólk af blönduðum uppruna sem birtist á sviðum leikhússins,“ segir Magnús Geir. Hann segir leikarar af blönduðum uppruna hafi verið í leikarahópi Þjóðleikhússins. Séu í hópnum í vetur og verði í hópum framtíðarinnar. „Ég get vel tekið undir með Aldísi um að hlutfalls fólks af ólíkum uppruna þarf að aukast á sviðum landsins í náninni framtíð – að því munum við vinna – það er okkar ábyrgð,“ segir þjóðleikhússtjóri. Magnús Geir vísar í Þjóðleikhússblaðið þar sem meðal annars má finna upplýsingar um Loftið, tilraunaþróunarverkstæði þar sem þrjú verk eru í þróun. Í öllum þremur er fólk af blönduðum uppruna og meðal annars er verið að taka á því að vera af blönduðum uppruna og búa á Íslandi. Þetta séu verk sem stefnt sé að rati á svið í náinni framtíð. „Við erum að hugsa bæði um leikarana sem birtast á sviðinu og líka sögurnar sem verið er að segja,“ segir Magnús Geir. Í blaðinu segir að Loftið sé nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það verði staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Leikhóparnir Konserta og Elefant komi þar að. „Við vonum að það komi spennandi verk úr þessum smiðjum sem endi í framhaldinu á sviðunum,“ segir Magnús Geir. „Við lítum á þetta sem langtímaverkefni en ég er alveg sammála Aldísi og er þakklátur fyrir brýninguna. Við erum að hlusta og á sömu vegferð.“
Leikhús Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fleiri fréttir Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira