Jóhannes Karl: Virkilega svekktur með frammistöðu dómarans í leiknum Atli Arason skrifar 17. september 2020 21:30 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Egill Arnar Sigurþórsson dómari. Egill dæmdi þó ekki leikinn í kvöld. Vísir/Daníel Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í Pepsi Max deild karla í kvöld. Skagamenn vildu fá vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Val og varð allt brjálað er dómari leiksins ákvað að láta leikinn halda áfram frekar en að dæma hendi á Rasmus Christiansen innan vítateigs. „Mikið svekkelsi. Ég er gífurlega svekktur með það hvernig við færum Valsmönnum tvö mörk á silfurfati. Ég er virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum. Við áttum að fá víti hérna í restina, þriðja mark Vals er rangstaða. Það virtist vera að dómarinn hafði engan vilja til að dæma þetta víti eða hlusta á aðstoðardómarann sem að klárlega kallaði að þetta væri víti. Hann kallaði það meira en einu sinni og meira en tvisvar sinnum. Aðstoðardómarinn sem var í fínni stöðu til að sjá þetta vildi dæma víti en ekki dómarinn. Þó að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur hjá okkur þá er ég svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við eiga það skilið miðað við það sem við lögðum á okkur,“ sagði Jóhannes Karl Valsliðið er á rosa siglingu þessa dagana og var þetta áttundi sigur liðsins í röð í deildinni. Það er hins vegar rosa erfitt að stöðva Val þegar andstæðingur þeirra gefur þeim fótboltamörk. Jóhannes var spurður nánar út í mörkin sem Valur skoraði í fyrri hálfleik. „Þetta er náttúrulega bara slys. Við höfum verið að reyna að vinna í því að loka fyrir markið okkar. Við höfum verið að reyna að vera þéttari í varnarleiknum sem við gerðum að lang stæstu leyti í fyrri hálfleik. Það er markspyrna frá Hannesi sem við misreiknum svo er þetta bara slys þegar Árni spyrnir boltanum í sinn eigin leikmann, þetta getur skeð og þetta er ógeðslega sárt. Eftirleikurinn fyrir Valsara í fyrri hálfleik eftir að fá tvö mörk gefins á silfufati var auðveldur en seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir þá og ég er ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um fyrstu tvö mörk leiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið mikið orðaður við önnur félög í sumar og Jóhannes Karl slapp ekki úr viðtali án þess að verða spurður út í stöðu mála hjá honum. Aðspurður sagði Jói: „Tryggvi er samningsbundinn okkur út þetta tímabil. Hann er leikmaður okkar og hann var í gulu treyjunni í dag og það er bara staðan.“ Ef ÍA ætlar ekki að sogast niður í fallsvæðið þá verða þeir að forðast ósigur í næsta leik gegn Gróttu. Jóhannes biður sína menn að gleyma þessum leik. „Við sýndum hörku karakter í seinni hálfleiknum og ég er svekktur að fá ekki neitt út úr leiknum. Við þurfum samt að skilja við þennan leik núnna því hann er búin, því miður. Þó svo að dómarinn hafi ekki haft kjark til að dæma þetta víti þá þurfum við gleyma þessu því Grótta er næsti leikur og þar ætlum við að sækja 3 stig,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í Pepsi Max deild karla í kvöld. Skagamenn vildu fá vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Val og varð allt brjálað er dómari leiksins ákvað að láta leikinn halda áfram frekar en að dæma hendi á Rasmus Christiansen innan vítateigs. „Mikið svekkelsi. Ég er gífurlega svekktur með það hvernig við færum Valsmönnum tvö mörk á silfurfati. Ég er virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum. Við áttum að fá víti hérna í restina, þriðja mark Vals er rangstaða. Það virtist vera að dómarinn hafði engan vilja til að dæma þetta víti eða hlusta á aðstoðardómarann sem að klárlega kallaði að þetta væri víti. Hann kallaði það meira en einu sinni og meira en tvisvar sinnum. Aðstoðardómarinn sem var í fínni stöðu til að sjá þetta vildi dæma víti en ekki dómarinn. Þó að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur hjá okkur þá er ég svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við eiga það skilið miðað við það sem við lögðum á okkur,“ sagði Jóhannes Karl Valsliðið er á rosa siglingu þessa dagana og var þetta áttundi sigur liðsins í röð í deildinni. Það er hins vegar rosa erfitt að stöðva Val þegar andstæðingur þeirra gefur þeim fótboltamörk. Jóhannes var spurður nánar út í mörkin sem Valur skoraði í fyrri hálfleik. „Þetta er náttúrulega bara slys. Við höfum verið að reyna að vinna í því að loka fyrir markið okkar. Við höfum verið að reyna að vera þéttari í varnarleiknum sem við gerðum að lang stæstu leyti í fyrri hálfleik. Það er markspyrna frá Hannesi sem við misreiknum svo er þetta bara slys þegar Árni spyrnir boltanum í sinn eigin leikmann, þetta getur skeð og þetta er ógeðslega sárt. Eftirleikurinn fyrir Valsara í fyrri hálfleik eftir að fá tvö mörk gefins á silfufati var auðveldur en seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir þá og ég er ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um fyrstu tvö mörk leiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið mikið orðaður við önnur félög í sumar og Jóhannes Karl slapp ekki úr viðtali án þess að verða spurður út í stöðu mála hjá honum. Aðspurður sagði Jói: „Tryggvi er samningsbundinn okkur út þetta tímabil. Hann er leikmaður okkar og hann var í gulu treyjunni í dag og það er bara staðan.“ Ef ÍA ætlar ekki að sogast niður í fallsvæðið þá verða þeir að forðast ósigur í næsta leik gegn Gróttu. Jóhannes biður sína menn að gleyma þessum leik. „Við sýndum hörku karakter í seinni hálfleiknum og ég er svekktur að fá ekki neitt út úr leiknum. Við þurfum samt að skilja við þennan leik núnna því hann er búin, því miður. Þó svo að dómarinn hafi ekki haft kjark til að dæma þetta víti þá þurfum við gleyma þessu því Grótta er næsti leikur og þar ætlum við að sækja 3 stig,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira