Jóhannes Karl: Virkilega svekktur með frammistöðu dómarans í leiknum Atli Arason skrifar 17. september 2020 21:30 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Egill Arnar Sigurþórsson dómari. Egill dæmdi þó ekki leikinn í kvöld. Vísir/Daníel Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í Pepsi Max deild karla í kvöld. Skagamenn vildu fá vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Val og varð allt brjálað er dómari leiksins ákvað að láta leikinn halda áfram frekar en að dæma hendi á Rasmus Christiansen innan vítateigs. „Mikið svekkelsi. Ég er gífurlega svekktur með það hvernig við færum Valsmönnum tvö mörk á silfurfati. Ég er virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum. Við áttum að fá víti hérna í restina, þriðja mark Vals er rangstaða. Það virtist vera að dómarinn hafði engan vilja til að dæma þetta víti eða hlusta á aðstoðardómarann sem að klárlega kallaði að þetta væri víti. Hann kallaði það meira en einu sinni og meira en tvisvar sinnum. Aðstoðardómarinn sem var í fínni stöðu til að sjá þetta vildi dæma víti en ekki dómarinn. Þó að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur hjá okkur þá er ég svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við eiga það skilið miðað við það sem við lögðum á okkur,“ sagði Jóhannes Karl Valsliðið er á rosa siglingu þessa dagana og var þetta áttundi sigur liðsins í röð í deildinni. Það er hins vegar rosa erfitt að stöðva Val þegar andstæðingur þeirra gefur þeim fótboltamörk. Jóhannes var spurður nánar út í mörkin sem Valur skoraði í fyrri hálfleik. „Þetta er náttúrulega bara slys. Við höfum verið að reyna að vinna í því að loka fyrir markið okkar. Við höfum verið að reyna að vera þéttari í varnarleiknum sem við gerðum að lang stæstu leyti í fyrri hálfleik. Það er markspyrna frá Hannesi sem við misreiknum svo er þetta bara slys þegar Árni spyrnir boltanum í sinn eigin leikmann, þetta getur skeð og þetta er ógeðslega sárt. Eftirleikurinn fyrir Valsara í fyrri hálfleik eftir að fá tvö mörk gefins á silfufati var auðveldur en seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir þá og ég er ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um fyrstu tvö mörk leiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið mikið orðaður við önnur félög í sumar og Jóhannes Karl slapp ekki úr viðtali án þess að verða spurður út í stöðu mála hjá honum. Aðspurður sagði Jói: „Tryggvi er samningsbundinn okkur út þetta tímabil. Hann er leikmaður okkar og hann var í gulu treyjunni í dag og það er bara staðan.“ Ef ÍA ætlar ekki að sogast niður í fallsvæðið þá verða þeir að forðast ósigur í næsta leik gegn Gróttu. Jóhannes biður sína menn að gleyma þessum leik. „Við sýndum hörku karakter í seinni hálfleiknum og ég er svekktur að fá ekki neitt út úr leiknum. Við þurfum samt að skilja við þennan leik núnna því hann er búin, því miður. Þó svo að dómarinn hafi ekki haft kjark til að dæma þetta víti þá þurfum við gleyma þessu því Grótta er næsti leikur og þar ætlum við að sækja 3 stig,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í Pepsi Max deild karla í kvöld. Skagamenn vildu fá vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Val og varð allt brjálað er dómari leiksins ákvað að láta leikinn halda áfram frekar en að dæma hendi á Rasmus Christiansen innan vítateigs. „Mikið svekkelsi. Ég er gífurlega svekktur með það hvernig við færum Valsmönnum tvö mörk á silfurfati. Ég er virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum. Við áttum að fá víti hérna í restina, þriðja mark Vals er rangstaða. Það virtist vera að dómarinn hafði engan vilja til að dæma þetta víti eða hlusta á aðstoðardómarann sem að klárlega kallaði að þetta væri víti. Hann kallaði það meira en einu sinni og meira en tvisvar sinnum. Aðstoðardómarinn sem var í fínni stöðu til að sjá þetta vildi dæma víti en ekki dómarinn. Þó að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur hjá okkur þá er ég svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við eiga það skilið miðað við það sem við lögðum á okkur,“ sagði Jóhannes Karl Valsliðið er á rosa siglingu þessa dagana og var þetta áttundi sigur liðsins í röð í deildinni. Það er hins vegar rosa erfitt að stöðva Val þegar andstæðingur þeirra gefur þeim fótboltamörk. Jóhannes var spurður nánar út í mörkin sem Valur skoraði í fyrri hálfleik. „Þetta er náttúrulega bara slys. Við höfum verið að reyna að vinna í því að loka fyrir markið okkar. Við höfum verið að reyna að vera þéttari í varnarleiknum sem við gerðum að lang stæstu leyti í fyrri hálfleik. Það er markspyrna frá Hannesi sem við misreiknum svo er þetta bara slys þegar Árni spyrnir boltanum í sinn eigin leikmann, þetta getur skeð og þetta er ógeðslega sárt. Eftirleikurinn fyrir Valsara í fyrri hálfleik eftir að fá tvö mörk gefins á silfufati var auðveldur en seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir þá og ég er ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um fyrstu tvö mörk leiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið mikið orðaður við önnur félög í sumar og Jóhannes Karl slapp ekki úr viðtali án þess að verða spurður út í stöðu mála hjá honum. Aðspurður sagði Jói: „Tryggvi er samningsbundinn okkur út þetta tímabil. Hann er leikmaður okkar og hann var í gulu treyjunni í dag og það er bara staðan.“ Ef ÍA ætlar ekki að sogast niður í fallsvæðið þá verða þeir að forðast ósigur í næsta leik gegn Gróttu. Jóhannes biður sína menn að gleyma þessum leik. „Við sýndum hörku karakter í seinni hálfleiknum og ég er svekktur að fá ekki neitt út úr leiknum. Við þurfum samt að skilja við þennan leik núnna því hann er búin, því miður. Þó svo að dómarinn hafi ekki haft kjark til að dæma þetta víti þá þurfum við gleyma þessu því Grótta er næsti leikur og þar ætlum við að sækja 3 stig,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki