Aldrei leikið betra golf eftir að hann bætti á sig 20 kg af vöðvum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. september 2020 09:00 Fyrir og eftir. vísir/getty Bryson DeChambeau vann sitt fyrsta risamót á ferlinum þegar hann hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. Mótið fór fram á hinum mjög svo erfiða Winged Foot velli í New York. Það truflaði DeChambeau þó ekki neitt. Hann lék á sex höggum undir pari og var eini kylfingurinn sem lék undir pari á Opna bandaríska. Næstur var Matthew Wolff sem lék á pari. DeChambeau hefur leikið sérlega vel eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins og var m.a. í 4. sæti á PGA-meistaramótinu. Fyrir hléið hafði hann aldrei verið meðal tíu efstu á risamóti. Bandaríkjamaðurinn hefur farið nokkuð óhefðbundna leið til að bæta árangur sinn á golfvellinum. Hann hefur nefnilega bætt á sig tæplega 20 kílóum síðasta árið og lítur út eins og vaxtarræktarkappi. DeChambeau borðar 3.000-3.500 kaloríur á dag, þar af eru 400 grömm af próteini. Þessi breyting hefur skilað sér í lengri höggum hjá DeChambeau. Á síðasta tímabili var hann högglengstur allra á PGA-mótaröðinni. Amazing feeling after so much hard work has gone into this transformation of my game and outlook. Thank you to my fans, team and sponsors for sticking with me. And thank you to the @USGA, @usopengolf and Winged Foot for an incredible test. So honored to have won my 1st major here pic.twitter.com/75OEogzMtc— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) September 21, 2020 Þetta hefur þó ekki komið niður á stutta spilinu hjá DeChambeau. Hann var gríðarlega yfirvegaður á lokadegi Opna bandaríska í gær þar sem hann lék á þremur höggum undir pari. Á meðan missti Wolff, sem var með forystu fyrir lokadaginn, móðinn og lék á fimm höggum yfir pari. DeChambeau tapaði ekki höggi á síðustu níu holunum og fékk aðeins einn skolla í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn á Opna bandaríska. „Það komu mjög erfiðir tímar en þau vildu alltaf það besta fyrir mig og gáfu mér tækifæri til að spila golf, æfa mig og verða betri. Þetta er fyrir foreldra mína, fyrir allt liðið mitt. Allt blóðið, svitinn og tárin sem við lögðum í þetta skiptir öllu fyrir mig,“ sagði hinn 27 ára DeChambeau. Golf Tengdar fréttir DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Bryson DeChambeau vann sitt fyrsta risamót á ferlinum þegar hann hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. Mótið fór fram á hinum mjög svo erfiða Winged Foot velli í New York. Það truflaði DeChambeau þó ekki neitt. Hann lék á sex höggum undir pari og var eini kylfingurinn sem lék undir pari á Opna bandaríska. Næstur var Matthew Wolff sem lék á pari. DeChambeau hefur leikið sérlega vel eftir að keppni hófst á ný eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins og var m.a. í 4. sæti á PGA-meistaramótinu. Fyrir hléið hafði hann aldrei verið meðal tíu efstu á risamóti. Bandaríkjamaðurinn hefur farið nokkuð óhefðbundna leið til að bæta árangur sinn á golfvellinum. Hann hefur nefnilega bætt á sig tæplega 20 kílóum síðasta árið og lítur út eins og vaxtarræktarkappi. DeChambeau borðar 3.000-3.500 kaloríur á dag, þar af eru 400 grömm af próteini. Þessi breyting hefur skilað sér í lengri höggum hjá DeChambeau. Á síðasta tímabili var hann högglengstur allra á PGA-mótaröðinni. Amazing feeling after so much hard work has gone into this transformation of my game and outlook. Thank you to my fans, team and sponsors for sticking with me. And thank you to the @USGA, @usopengolf and Winged Foot for an incredible test. So honored to have won my 1st major here pic.twitter.com/75OEogzMtc— Bryson DeChambeau (@b_dechambeau) September 21, 2020 Þetta hefur þó ekki komið niður á stutta spilinu hjá DeChambeau. Hann var gríðarlega yfirvegaður á lokadegi Opna bandaríska í gær þar sem hann lék á þremur höggum undir pari. Á meðan missti Wolff, sem var með forystu fyrir lokadaginn, móðinn og lék á fimm höggum yfir pari. DeChambeau tapaði ekki höggi á síðustu níu holunum og fékk aðeins einn skolla í gær. Hann tileinkaði fjölskyldu sinni sigurinn á Opna bandaríska. „Það komu mjög erfiðir tímar en þau vildu alltaf það besta fyrir mig og gáfu mér tækifæri til að spila golf, æfa mig og verða betri. Þetta er fyrir foreldra mína, fyrir allt liðið mitt. Allt blóðið, svitinn og tárin sem við lögðum í þetta skiptir öllu fyrir mig,“ sagði hinn 27 ára DeChambeau.
Golf Tengdar fréttir DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau kom, sá og sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Hann sigraði með þó nokkrum yfirburðum. 20. september 2020 22:14