Keflavík vann endurkomusigur, 3-1, á Vestri er liðin mættust á Ísafirði í 18. umferð Lengjudeildarinnar í dag.
Ignacio Gil kom Vestramönnum yfir á 16. mínútu og þeir leiddu í hálfleik en Suðurnesjamenn komu sterkir inn í síðari.
Tristan Freyr Ingólfsson jafnaði metin á 53. mínútu og Joey Gibbs skoraði enn eitt markið í sumar á 66. mínútu.
Helgi Þór Jónsson bætti við þriðja markinu í uppbótartíma og lokatölur 3-1.
Eftir sigurinn er Keflavík með 37 stig á toppi deildarinnar en Leiknir og Fram er í 2. og 3. sætinu með 33 stig.
Vestri er í sjöunda sætinu með 26 eftir leikina átján sem liðið hefur spilað.