Nýliðar Gróttu náðu stigi á Akureyri Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. september 2020 18:39 Þjálfarateymi Gróttu að störfum í dag. Vísir/Hulda Margrét KA-menn fengu nýliða Gróttu í heimsókn í 3.umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilið í dag og úr varð hörkuleikur en bæði lið hafa verið í hnífjöfnum leikjum í upphafi móts og á því varð engin breyting í dag. Seltirningar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins en KA-mönnum tókst að ná yfirhöndinni á lokamínútunum sem voru æsispennandi. Nýliðarnir gerðu hins vegar vel í að jafna leikinn fjórum sekúndum fyrir leikslok og því náðu KA-menn ekki að svara. Lokatölur 25-25. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði KA-manna með 9 mörk en Ólafur Brim Stefánsson og Andri Þór Helgason gerðu 5 mörk hvor fyrir Gróttu. Arnar Daði: Strákanir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki „Ég veit ekki hvernig mér líður akkúrat núna. Við höfum náttúrulega verið í spennutrylli í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrsta leiknum töpum við og síðan í lokinn á síðasta leik hefðum við geta unnið. Núna skorum við mark á lokasekúndunum þegar við erum marki undir þannig að ég er ekki beint svekktur en samt svekktur að fá ekki tvö stig,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í leikslok. „Spilamennskan var upp og ofan. Mér fannst hún ekki frábær en við hverju má búast þetta er bara hörkuleikur. Strákarnir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki. Við þurfum bara að halda áfram að bæta í.“ „Þetta er svolítið uppskriftin frá því í síðustu leikjum. Í fyrstu þremur leikjunum höfum við komist yfir og ég held að staðan sé búinn að vera 13-11 í öllum leikjunum okkar hingað til í hálfleik en að sama skapi í fyrsta skipti í vetur lendum við undir þegar 10 mínútur eru eftir og er þá að elta síðustu mínúturnar. Strákarnir svöruðu því prófi að gefast ekki upp þrátt fyrir að vera undir. Við tökum það út úr þessu að við brotnuðum ekki og náðum í þetta stig, fyrir mér er það bara stórt hrós á strákanna sem nýliðar í efstu deild.“ „Ég var nú aðallega að fá einhverjar nýjar reglur á hreint. Þetta var bara gott spjall, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ „Ég er ánægður með heildar frammistöðuna en við hefðum viljað vera með fleiri stig miða við frammistöðuna í þessum fyrstu þremur leikjum en það tekur enginn af okkur frammistöðuna og það tekur enginn af okkur þessi fyrstu tvö stig sem við erum kominn með. Við leitum samt ennþá að fyrsta sigrinum. Við ætluðum að ná í hann núna en það er þá bara spurning hvenær hann kemur.“ Jónatan: Ég hefði viljað tvö stig „Ég er ekki sáttur, ég hefði viljað tvö stig. Þetta var kaflaskipt. Varnarlega varð þetta betra eftir því sem leið á en við erum í miklu basli sóknarlega að mér fannst allan leikinn,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA í leikslok. „Það er vont að vera að elta og við svo sem náðum að koma til baka. Svo náum við frumkvæðinu og vorum með það undir restina þannig að það var karakter í því hjá okkur sem er gott á heimavelli með stuðning frá okkar áhorfendum. Ég er svekktur með að við erum í basli allann leikinn en náum að snúa því okkur í hag en endum með aðeins eitt stig. „Við tökum ekkert af Gróttuliðinu. Þeir spiluðu vel og mér fannst þeir ná að halda tempóinu. Ég hefði viljað að við hefðum náð að hlaupa betur á þá.“ „Árni Bragi spilaði vel í dag og dróg vagninn sóknarlega. Það voru margir í mínu liði sem áttu ekki daginn sóknarlega. Hann stóð sig vel og vonandi heldur hann því áfram.“ „Mér fannst ekkert um þá dómgæslu. Svabbi dómari fannst markmaðurinn minn hafa varið hann. Hann hefði aldrei dæmt það nema að hann hefði séð það eða fundist það. Þannig það er ekkert um það að segja.“ Olís-deild karla Grótta KA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
KA-menn fengu nýliða Gróttu í heimsókn í 3.umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilið í dag og úr varð hörkuleikur en bæði lið hafa verið í hnífjöfnum leikjum í upphafi móts og á því varð engin breyting í dag. Seltirningar höfðu frumkvæðið stærstan hluta leiksins en KA-mönnum tókst að ná yfirhöndinni á lokamínútunum sem voru æsispennandi. Nýliðarnir gerðu hins vegar vel í að jafna leikinn fjórum sekúndum fyrir leikslok og því náðu KA-menn ekki að svara. Lokatölur 25-25. Árni Bragi Eyjólfsson var markahæstur í liði KA-manna með 9 mörk en Ólafur Brim Stefánsson og Andri Þór Helgason gerðu 5 mörk hvor fyrir Gróttu. Arnar Daði: Strákanir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki „Ég veit ekki hvernig mér líður akkúrat núna. Við höfum náttúrulega verið í spennutrylli í fyrstu tveimur leikjunum. Fyrsta leiknum töpum við og síðan í lokinn á síðasta leik hefðum við geta unnið. Núna skorum við mark á lokasekúndunum þegar við erum marki undir þannig að ég er ekki beint svekktur en samt svekktur að fá ekki tvö stig,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í leikslok. „Spilamennskan var upp og ofan. Mér fannst hún ekki frábær en við hverju má búast þetta er bara hörkuleikur. Strákarnir svöruðu ákveðnum spurningum og öðrum ekki. Við þurfum bara að halda áfram að bæta í.“ „Þetta er svolítið uppskriftin frá því í síðustu leikjum. Í fyrstu þremur leikjunum höfum við komist yfir og ég held að staðan sé búinn að vera 13-11 í öllum leikjunum okkar hingað til í hálfleik en að sama skapi í fyrsta skipti í vetur lendum við undir þegar 10 mínútur eru eftir og er þá að elta síðustu mínúturnar. Strákarnir svöruðu því prófi að gefast ekki upp þrátt fyrir að vera undir. Við tökum það út úr þessu að við brotnuðum ekki og náðum í þetta stig, fyrir mér er það bara stórt hrós á strákanna sem nýliðar í efstu deild.“ „Ég var nú aðallega að fá einhverjar nýjar reglur á hreint. Þetta var bara gott spjall, maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.“ „Ég er ánægður með heildar frammistöðuna en við hefðum viljað vera með fleiri stig miða við frammistöðuna í þessum fyrstu þremur leikjum en það tekur enginn af okkur frammistöðuna og það tekur enginn af okkur þessi fyrstu tvö stig sem við erum kominn með. Við leitum samt ennþá að fyrsta sigrinum. Við ætluðum að ná í hann núna en það er þá bara spurning hvenær hann kemur.“ Jónatan: Ég hefði viljað tvö stig „Ég er ekki sáttur, ég hefði viljað tvö stig. Þetta var kaflaskipt. Varnarlega varð þetta betra eftir því sem leið á en við erum í miklu basli sóknarlega að mér fannst allan leikinn,“ sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA í leikslok. „Það er vont að vera að elta og við svo sem náðum að koma til baka. Svo náum við frumkvæðinu og vorum með það undir restina þannig að það var karakter í því hjá okkur sem er gott á heimavelli með stuðning frá okkar áhorfendum. Ég er svekktur með að við erum í basli allann leikinn en náum að snúa því okkur í hag en endum með aðeins eitt stig. „Við tökum ekkert af Gróttuliðinu. Þeir spiluðu vel og mér fannst þeir ná að halda tempóinu. Ég hefði viljað að við hefðum náð að hlaupa betur á þá.“ „Árni Bragi spilaði vel í dag og dróg vagninn sóknarlega. Það voru margir í mínu liði sem áttu ekki daginn sóknarlega. Hann stóð sig vel og vonandi heldur hann því áfram.“ „Mér fannst ekkert um þá dómgæslu. Svabbi dómari fannst markmaðurinn minn hafa varið hann. Hann hefði aldrei dæmt það nema að hann hefði séð það eða fundist það. Þannig það er ekkert um það að segja.“
Olís-deild karla Grótta KA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn