Missti leikmann í sóttkví korteri fyrir leik Atli Freyr Arason skrifar 26. september 2020 19:23 Sterkur sigur Þórs/KA vísir/bára Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA var vissulega mjög ánægður með liðið sitt í dag eftir 1-2 sigur á FH í fallbaráttuslag í Pepsi-Max deild kvenna. „Æðislega ánægður og stoltur af stelpunum sem gáfu allt í þetta. Ekki fallegur fótbolti en þær gerðu það sem þær þurftu að gera og það skilaði okkur þessum þremur stigum. Við erum allar alveg rosalega ánægðar akkúrat núna,“ sagði Andri í viðtali við Stöð2Sport í leikslok. Uppskriftin af sigrinum í dag var að Andra mati ekkert svo flókinn. „Berjast, berjast og hlaupa. Hafa þetta einfalt og hafa boltann eins mikið á þeirra vallarhelming og við gátum. Við þurftum ekkert að einbeita okkur að einhverju fancy spili og einhverju þannig heldur bara fara strax í einfaldleikann, njóta þess að vera á vellinum og hlaupa fyrir hvora aðra,“ sagði Andri Hjörvar. Þór/KA mætti til leiks í dag með einungis 4 varamenn á bekknum og vakti það furðu hjá einhverjum. Aðspurður að því hvers vegna hópurinn hjá Þór/KA var svona þunnskipaður í dag sagði Andri: „Það eru fjölskyldu tengdar aðstæður sem komu upp hjá einum leikmanni sem þurfti að hverfa frá. Svo fengum við þær fregnir fyrir leik að ein okkar þurfti að fara í sóttkví og svo bara koll af kolli. Það er ýmislegt búið að dynja á okkur og við erum búnar að halda bara áfram í gegnum súrt og sætt síðustu vikur. Þetta er búið að vera svolítið eins og upp og niður rússíbani hvað það varðar. Það eru örugglega fleiri lið sem hafa lent í slíku, til dæmis KR-ingar. Þetta er bara staðan í dag og við verðum bara að gjöra svo vel að klára þetta mót með þeim leikmönnum sem við höfum, bara að berjast meira og hlaupa meira.“ Allt KR liðið hefur þrisvar sinnum þurft að fara í sóttkví í sumar vegna covid smita innan liðsins. Ef þessi leikmaður í sóttkví greinist smituð af veirunni, þarf þá ekki allt Þór/KA liðið að fara líka í sóttkví? „Já ég held það, ég veit svo sem ekki alveg forsöguna en mér var bara sagt það að hún væri ekki að fara að spila. Þetta er eitthvað sem er tengt henni og við vildum ekki taka neinar áhættu. Það getur vel verið að hún þurfi ekki einu sinni að vera lengi í sóttkví. Ég fékk bara SMS korter í leik að hún myndi ekki spila í dag,“ sagði Andri Hjörvar um stöðuna sem upp er kominn. Þór/KA var ekki eina liðið sem missti leikmann í sóttkví rétt fyrir leik í dag því lykilmaður í Olís-deildarliði KA, Áki Egilsnes, þurfti einnig frá að hverfa vegna sóttkvíar rétt fyrir leik KA og Gróttu. Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA var vissulega mjög ánægður með liðið sitt í dag eftir 1-2 sigur á FH í fallbaráttuslag í Pepsi-Max deild kvenna. „Æðislega ánægður og stoltur af stelpunum sem gáfu allt í þetta. Ekki fallegur fótbolti en þær gerðu það sem þær þurftu að gera og það skilaði okkur þessum þremur stigum. Við erum allar alveg rosalega ánægðar akkúrat núna,“ sagði Andri í viðtali við Stöð2Sport í leikslok. Uppskriftin af sigrinum í dag var að Andra mati ekkert svo flókinn. „Berjast, berjast og hlaupa. Hafa þetta einfalt og hafa boltann eins mikið á þeirra vallarhelming og við gátum. Við þurftum ekkert að einbeita okkur að einhverju fancy spili og einhverju þannig heldur bara fara strax í einfaldleikann, njóta þess að vera á vellinum og hlaupa fyrir hvora aðra,“ sagði Andri Hjörvar. Þór/KA mætti til leiks í dag með einungis 4 varamenn á bekknum og vakti það furðu hjá einhverjum. Aðspurður að því hvers vegna hópurinn hjá Þór/KA var svona þunnskipaður í dag sagði Andri: „Það eru fjölskyldu tengdar aðstæður sem komu upp hjá einum leikmanni sem þurfti að hverfa frá. Svo fengum við þær fregnir fyrir leik að ein okkar þurfti að fara í sóttkví og svo bara koll af kolli. Það er ýmislegt búið að dynja á okkur og við erum búnar að halda bara áfram í gegnum súrt og sætt síðustu vikur. Þetta er búið að vera svolítið eins og upp og niður rússíbani hvað það varðar. Það eru örugglega fleiri lið sem hafa lent í slíku, til dæmis KR-ingar. Þetta er bara staðan í dag og við verðum bara að gjöra svo vel að klára þetta mót með þeim leikmönnum sem við höfum, bara að berjast meira og hlaupa meira.“ Allt KR liðið hefur þrisvar sinnum þurft að fara í sóttkví í sumar vegna covid smita innan liðsins. Ef þessi leikmaður í sóttkví greinist smituð af veirunni, þarf þá ekki allt Þór/KA liðið að fara líka í sóttkví? „Já ég held það, ég veit svo sem ekki alveg forsöguna en mér var bara sagt það að hún væri ekki að fara að spila. Þetta er eitthvað sem er tengt henni og við vildum ekki taka neinar áhættu. Það getur vel verið að hún þurfi ekki einu sinni að vera lengi í sóttkví. Ég fékk bara SMS korter í leik að hún myndi ekki spila í dag,“ sagði Andri Hjörvar um stöðuna sem upp er kominn. Þór/KA var ekki eina liðið sem missti leikmann í sóttkví rétt fyrir leik í dag því lykilmaður í Olís-deildarliði KA, Áki Egilsnes, þurfti einnig frá að hverfa vegna sóttkvíar rétt fyrir leik KA og Gróttu.
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA FH Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00 Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Þór/KA 1-2 | Norðankonur unnu lífsnauðsynlegan sigur í Krikanum Þór/KA vann langþráðan sigur í Pepsi-Max deild kvenna í Kaplakrika í dag. 26. september 2020 19:00