Rúnar Páll: Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta Árni Jóhannsson skrifar 27. september 2020 22:14 Þjálfari Stjörnunnar var sammála blaðamanni í því að hans menn hafi verið slakari í seinni hálfleik en betri í þeim fyrri og því gífurlega gott að taka sigurinn í dag úr því sem komið var þegar Stjarnan heimsótti HK í Pepsi-Max deild karla í dag. „Já ég get alveg viðurkennt það að við vorum betri í fyrri en í þeim seinni. Þeir náttúrlega keyrðu á okkur og við réðum bara ekkert við þetta. Þeir náðu ekki mörgum færum en fengu þessar hornspyrnur sem þeir eru hrikalega öflugir í og þetta er bara ekki nógu gott hjá okkur í vörninni í föstu leikatriðunum. Við hleypum þeim inn í leikinn og frábært að fá þetta mark hérna í lokin. Ótrúlega mikilvægt hjá okkur og gefur okkur meira sjálfstraust í þessa baráttu“. Blaðamaður greip það á lofti að það hafi verið mikilvægt að vinna þennan leik eftir útreiðina sem Stjörnumenn hafa fengið undanfarið og Rúnar var sammála því. „Já já. Þungt að tapa svona. Það er hluti af þessum leik að tapa og alltaf spurning um það hvernig menn stíga upp eftir svona útreið síðustu tvo leiki þar sem frammistaðan var ekki góð. Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta. Við erum gríðarlega ánægðir með það og við erum enn þá bara í ágætis málum“. Rúnar var spurður því næst um framhaldið á deildinni en Stjarnan hefur leikið færri leiki en flest liðin í topp sex og því var hann spurður hvort þeir væru bara ekki í þokkalegum málum. „Jú við eigum tvo leiki á Fylki og einn á einhver lið en það skiptir ekki öllu máli. Við þurfum að klára okkar leiki og reyna að spila þessa leiki. Næsti leikur er á móti FH á fimmtudag þannig að það er stutt í hann og þar erum við að mæta hörkuliði FH sem hafa bullandi sjálfstraust og hafa fengið fín úrslit þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Val stórt eins og við. Fleiri en við sem töpum stórt fyrir Val [Rúnar brosti út í annað þegar hann sagði þetta] Við þurfum bara að hugsa um okkar leik og fá frammistöðuna í gang. Hún hefur ekki verið í lagi í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að hún hafi verið ágæt bróðurpartinn af þessum leik en HK menn eru með öflugt lið“. „Síðasti leikur á móti Breiðablik t.d. þar var það taktískt upplegg hjá okkur Óla sem fór með þetta. Við vorum alltof aftarlega og reyndum eitthvað að breyta leikstílnum en við bara tökum það á okkur. Hér tókum við þrjú í dag, fengum eitt stig í fyrra, erfitt að koma hingað. Þrátt fyrir frábærar aðstæðu reyndar en það er sætast af þessu að fá þrjú stig“. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Stjarnan HK Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Þjálfari Stjörnunnar var sammála blaðamanni í því að hans menn hafi verið slakari í seinni hálfleik en betri í þeim fyrri og því gífurlega gott að taka sigurinn í dag úr því sem komið var þegar Stjarnan heimsótti HK í Pepsi-Max deild karla í dag. „Já ég get alveg viðurkennt það að við vorum betri í fyrri en í þeim seinni. Þeir náttúrlega keyrðu á okkur og við réðum bara ekkert við þetta. Þeir náðu ekki mörgum færum en fengu þessar hornspyrnur sem þeir eru hrikalega öflugir í og þetta er bara ekki nógu gott hjá okkur í vörninni í föstu leikatriðunum. Við hleypum þeim inn í leikinn og frábært að fá þetta mark hérna í lokin. Ótrúlega mikilvægt hjá okkur og gefur okkur meira sjálfstraust í þessa baráttu“. Blaðamaður greip það á lofti að það hafi verið mikilvægt að vinna þennan leik eftir útreiðina sem Stjörnumenn hafa fengið undanfarið og Rúnar var sammála því. „Já já. Þungt að tapa svona. Það er hluti af þessum leik að tapa og alltaf spurning um það hvernig menn stíga upp eftir svona útreið síðustu tvo leiki þar sem frammistaðan var ekki góð. Mikilvægast af öllu var að fá þessa þrjá punkta. Við erum gríðarlega ánægðir með það og við erum enn þá bara í ágætis málum“. Rúnar var spurður því næst um framhaldið á deildinni en Stjarnan hefur leikið færri leiki en flest liðin í topp sex og því var hann spurður hvort þeir væru bara ekki í þokkalegum málum. „Jú við eigum tvo leiki á Fylki og einn á einhver lið en það skiptir ekki öllu máli. Við þurfum að klára okkar leiki og reyna að spila þessa leiki. Næsti leikur er á móti FH á fimmtudag þannig að það er stutt í hann og þar erum við að mæta hörkuliði FH sem hafa bullandi sjálfstraust og hafa fengið fín úrslit þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Val stórt eins og við. Fleiri en við sem töpum stórt fyrir Val [Rúnar brosti út í annað þegar hann sagði þetta] Við þurfum bara að hugsa um okkar leik og fá frammistöðuna í gang. Hún hefur ekki verið í lagi í síðustu leikjum. Þrátt fyrir að hún hafi verið ágæt bróðurpartinn af þessum leik en HK menn eru með öflugt lið“. „Síðasti leikur á móti Breiðablik t.d. þar var það taktískt upplegg hjá okkur Óla sem fór með þetta. Við vorum alltof aftarlega og reyndum eitthvað að breyta leikstílnum en við bara tökum það á okkur. Hér tókum við þrjú í dag, fengum eitt stig í fyrra, erfitt að koma hingað. Þrátt fyrir frábærar aðstæðu reyndar en það er sætast af þessu að fá þrjú stig“.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Stjarnan HK Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira