Dusty fór hamförum 1. október 2020 22:35 Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Lokaleikur kvöldsins var toppliðið Dusty gegn nýliðum deildarinnar Exile. Lið Exile var á heimavelli og völdu þeir kortið Mirage. Stórmeistarar Dusty mættu einbeittir til leiks. Eftir jafna fyrstu lotu þar sem dýrkeypt mistök Exile færðu Dusty lotuna fór lið Dusty á flug. Þar sem EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fór fremstur í sóknarleik Dusty runnu þeir í gegnum varnir Exile líkt og heitur hnífur í gegnum smjör. Þrátt fyrir að ganga vandaðir til verks féll fátt með liði Exile og komust þeir ekki á blað fyrr en í 14.lotu í leikhluta sem Dusty átti skuldlaust. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 Exile. Sigurganga Dusty hélt áfram í upphafi seinni hálfleiks þegar varnarleikur þeirra tók við. Fljótt fundu Exile þó glufur á vörninni og nýttu þeir þau tækifæri sem þeir fengu gífurlega vel. Exile náði tveimur lotum og setti þannig efnahaginn hjá Dusty úr skorðum. Dugði magur fjárhagur þó ekki til að stöðva lið Dusty, með ótrúlegri spilamennsku opnaði StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) vörn Exile og felldi fjóra af leikmönnum Exile einungis vopnaður deiglu (skammbyssa - deagle). Færði þetta framtak Stefáns Dusty sigurlotuna á silfurfati. Lokastaðan Dusty 16 - 4 Exile. Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn
Tíunda umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO fór fram í kvöld. Lokaleikur kvöldsins var toppliðið Dusty gegn nýliðum deildarinnar Exile. Lið Exile var á heimavelli og völdu þeir kortið Mirage. Stórmeistarar Dusty mættu einbeittir til leiks. Eftir jafna fyrstu lotu þar sem dýrkeypt mistök Exile færðu Dusty lotuna fór lið Dusty á flug. Þar sem EddezeNNN (Eðvarð Þór Heimisson) fór fremstur í sóknarleik Dusty runnu þeir í gegnum varnir Exile líkt og heitur hnífur í gegnum smjör. Þrátt fyrir að ganga vandaðir til verks féll fátt með liði Exile og komust þeir ekki á blað fyrr en í 14.lotu í leikhluta sem Dusty átti skuldlaust. Staðan í hálfleik Dusty 13 - 2 Exile. Sigurganga Dusty hélt áfram í upphafi seinni hálfleiks þegar varnarleikur þeirra tók við. Fljótt fundu Exile þó glufur á vörninni og nýttu þeir þau tækifæri sem þeir fengu gífurlega vel. Exile náði tveimur lotum og setti þannig efnahaginn hjá Dusty úr skorðum. Dugði magur fjárhagur þó ekki til að stöðva lið Dusty, með ótrúlegri spilamennsku opnaði StebbiC0C0 (Stefán Ingi Guðjónsson) vörn Exile og felldi fjóra af leikmönnum Exile einungis vopnaður deiglu (skammbyssa - deagle). Færði þetta framtak Stefáns Dusty sigurlotuna á silfurfati. Lokastaðan Dusty 16 - 4 Exile.
Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti