Hikaði ekki við að velja Birki Má aftur í landsliðið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2020 14:23 Birkir Már Sævarsson hefur skorað fjögur mörk í síðustu þremur leikjum Vals í Pepsi Max-deild karla. vísir/vilhelm Birkir Már Sævarsson, sem hefur leikið sérlega vel með Val í Pepsi Max-deildinni á undanförnum vikum, var valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Rúmeníu, Danmörku og Belgíu í þessum mánuði. Eftir að hafa átt fast sæti í byrjunarliði Íslands um langt árabil missti Birkir sæti sitt í íslenska landsliðshópnum sumarið 2019. Hann hafði þá spilað fyrstu tvo leikina í undankeppni EM en kom ekki meira við sögu í keppninni, þó hann væri reyndar á varamannabekknum í tveimur leikjum í október það ár. Þá var hann í „B-landsliðinu“ sem lék vináttulandsleiki við El Salvador og Kanada í janúar. „Við teljum að hann sé góður fyrir hópinn í þessum leikjum. Við þurfum alltaf að líta á það hverjum við mætum og hvaða möguleika við höfum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem landsliðshópurinn var kynntur. „Birkir hefur leikið vel í Pepsi Max-deildinni, býr yfir mikilli reynslu og þess vegna völdum við hann.“ Á blaðamannafundinum sagði Hamrén að Birkir hafi aldrei dottið út úr myndinni hjá sér frekar en aðrir leikmenn og hann hafi aldrei sagst vera hættur með landsliðinu. Birkir er þriðji leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 92 landsleiki. Sá fyrsti kom 2007. Valur EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46 Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32 Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19 Útlit fyrir að fimmtánhundruð manns mæti á landsleikina Áætlanir KSÍ gera ráð fyrir því að verði sóttvarnareglum á Íslandi ekki breytt á næstu dögum muni um 1.500 manns fá að sitja í stúkunum á Laugardalsvelli í komandi landsleikjum. 2. október 2020 13:18 Svona var blaðamannafundur Hamréns og Freys fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Rúmeníu, Belgíu og Danmörku. 2. október 2020 12:46 Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta Birkir Már hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Hann segist tilbúinn ef kallið kemur frá landsliðsþjálfurum Íslands. 30. september 2020 19:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Birkir Már Sævarsson, sem hefur leikið sérlega vel með Val í Pepsi Max-deildinni á undanförnum vikum, var valinn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Rúmeníu, Danmörku og Belgíu í þessum mánuði. Eftir að hafa átt fast sæti í byrjunarliði Íslands um langt árabil missti Birkir sæti sitt í íslenska landsliðshópnum sumarið 2019. Hann hafði þá spilað fyrstu tvo leikina í undankeppni EM en kom ekki meira við sögu í keppninni, þó hann væri reyndar á varamannabekknum í tveimur leikjum í október það ár. Þá var hann í „B-landsliðinu“ sem lék vináttulandsleiki við El Salvador og Kanada í janúar. „Við teljum að hann sé góður fyrir hópinn í þessum leikjum. Við þurfum alltaf að líta á það hverjum við mætum og hvaða möguleika við höfum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem landsliðshópurinn var kynntur. „Birkir hefur leikið vel í Pepsi Max-deildinni, býr yfir mikilli reynslu og þess vegna völdum við hann.“ Á blaðamannafundinum sagði Hamrén að Birkir hafi aldrei dottið út úr myndinni hjá sér frekar en aðrir leikmenn og hann hafi aldrei sagst vera hættur með landsliðinu. Birkir er þriðji leikjahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi með 92 landsleiki. Sá fyrsti kom 2007.
Valur EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46 Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32 Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19 Útlit fyrir að fimmtánhundruð manns mæti á landsleikina Áætlanir KSÍ gera ráð fyrir því að verði sóttvarnareglum á Íslandi ekki breytt á næstu dögum muni um 1.500 manns fá að sitja í stúkunum á Laugardalsvelli í komandi landsleikjum. 2. október 2020 13:18 Svona var blaðamannafundur Hamréns og Freys fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Rúmeníu, Belgíu og Danmörku. 2. október 2020 12:46 Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta Birkir Már hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Hann segist tilbúinn ef kallið kemur frá landsliðsþjálfurum Íslands. 30. september 2020 19:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Hamrén náði samkomulagi við Heimi Hallgríms um Aron Einar Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerði samkomulag við forvera sinn til að fá íslenska landsliðsfyrirliðann í Rúmeníuleikinn. 2. október 2020 13:46
Freyr: Aldrei átt jafnmikið af efni um eitt lið Íslenskir knattspyrnuáhugamenn vita kannski ekki alltof mikið um rúmenska landsliðið en þjálfararnir hafa safnað að sér mikið af upplýsingum. 2. október 2020 13:32
Gylfi, Aron, Ragnar, Alfreð og Jóhann Berg koma allir inn: Svona er hópurinn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta endurheimtir marga lykilmenn fyrir komandi umspilsleik á móti Rúmeníu í baráttu íslensku strákanna fyrir sæti á EM næsta sumar. 2. október 2020 13:19
Útlit fyrir að fimmtánhundruð manns mæti á landsleikina Áætlanir KSÍ gera ráð fyrir því að verði sóttvarnareglum á Íslandi ekki breytt á næstu dögum muni um 1.500 manns fá að sitja í stúkunum á Laugardalsvelli í komandi landsleikjum. 2. október 2020 13:18
Svona var blaðamannafundur Hamréns og Freys fyrir Rúmeníuleikinn Erik Hamrén tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina gegn Rúmeníu, Belgíu og Danmörku. 2. október 2020 12:46
Ef kallið kemur mæti ég glaður og geri mitt allra besta Birkir Már hefur átt frábært sumar í hægri bakverðinum hjá Val sem stefnir hraðbyr að Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. Hann segist tilbúinn ef kallið kemur frá landsliðsþjálfurum Íslands. 30. september 2020 19:30