Lengjudeildin: Hart barist á toppnum Ísak Hallmundarson skrifar 3. október 2020 16:15 Leiknir og Fram unnu í dag. Twitter-síða Leiknis Fram og Leiknir Reykjavík eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deild karla en bæði lið unnu sína leiki í dag. Fram sigraði Þrótt 1-0 í Safamýri en eina mark leiksins skoraði Þórir Guðjónsson á 15. mínútu leiksins. Á meðan vann Leiknir í Ólafsvíki á móti Víkingi Ó., Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir undir lok fyrri hálfleiks, Sævar Atli Magnússon bætti síðan við öðru marki Leiknis áður en Vuk var aftur á ferðinni og skoraði þriðja markið. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur í leiknum 3-1 sigur Leiknis. Bæði lið eru með 42 stig í 2.-3. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknismenn eru þó með talsvert betri markatölu, 28 mörk í plús en Fram er með markatöluna +17. Þetta verða spennandi lokaumferðir í baráttunni um sæti í efstu deild. ÍBV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa verið spáð toppsætinu af mörgum spekingum í byrjun sumars. Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir Vestra á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gary John Martin misnotaði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og tveimur mínútum síðar kom Sergine Fall Vestra yfir. Sito jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 32. mínútu en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar. Nacho Gil skoraði þriðja mark Vestra í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. ÍBV er nú með 30 stig í 5. sæti og hefur lítið sem ekkert gengið upp þar á bæ undanfarnar vikur. Vestri er með 29 stig í 6. sæti, fínasta tímabil hjá þeim og þeirra fyrsta tímabil í næstefstu deild. Afturelding vann Grindavík 3-2 og gerði endanlega út um vonir Grindvíkinga að leika í Pepsi Max deildinni næsta tímabil. Afturelding var komin í 3-0 eftir um klukkustundar leik en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Grindavík og minnkaði muninn áður en leikurinn var úti. Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 78. mínútu og spilaði Afturelding manni færri síðasta korterið eða svo. Grindvíkingar eru nú í 4. sæti með 32 stig en Afturelding er aftur á móti í 8. sæti með 25 stig. Lengjudeildin Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
Fram og Leiknir Reykjavík eru í harðri baráttu um að komast upp í Pepsi Max deild karla en bæði lið unnu sína leiki í dag. Fram sigraði Þrótt 1-0 í Safamýri en eina mark leiksins skoraði Þórir Guðjónsson á 15. mínútu leiksins. Á meðan vann Leiknir í Ólafsvíki á móti Víkingi Ó., Vuk Oskar Dimitrijevic kom Leikni yfir undir lok fyrri hálfleiks, Sævar Atli Magnússon bætti síðan við öðru marki Leiknis áður en Vuk var aftur á ferðinni og skoraði þriðja markið. Emmanuel Eli Keke minnkaði muninn fyrir Víkinga undir lokin og lokatölur í leiknum 3-1 sigur Leiknis. Bæði lið eru með 42 stig í 2.-3. sæti þegar tvær umferðir eru eftir. Leiknismenn eru þó með talsvert betri markatölu, 28 mörk í plús en Fram er með markatöluna +17. Þetta verða spennandi lokaumferðir í baráttunni um sæti í efstu deild. ÍBV hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa verið spáð toppsætinu af mörgum spekingum í byrjun sumars. Í dag tapaði liðið 1-3 fyrir Vestra á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Gary John Martin misnotaði vítaspyrnu í stöðunni 0-0 og tveimur mínútum síðar kom Sergine Fall Vestra yfir. Sito jafnaði metin fyrir Eyjamenn á 32. mínútu en Daníel Agnar Ásgeirsson kom Vestra yfir á nýjan leik fjórum mínútum síðar. Nacho Gil skoraði þriðja mark Vestra í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. ÍBV er nú með 30 stig í 5. sæti og hefur lítið sem ekkert gengið upp þar á bæ undanfarnar vikur. Vestri er með 29 stig í 6. sæti, fínasta tímabil hjá þeim og þeirra fyrsta tímabil í næstefstu deild. Afturelding vann Grindavík 3-2 og gerði endanlega út um vonir Grindvíkinga að leika í Pepsi Max deildinni næsta tímabil. Afturelding var komin í 3-0 eftir um klukkustundar leik en Guðmundur Magnússon skoraði tvívegis fyrir Grindavík og minnkaði muninn áður en leikurinn var úti. Oskar Wasilewski fékk rautt spjald á 78. mínútu og spilaði Afturelding manni færri síðasta korterið eða svo. Grindvíkingar eru nú í 4. sæti með 32 stig en Afturelding er aftur á móti í 8. sæti með 25 stig.
Lengjudeildin Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira