„Það er enginn á Íslandi með þessar hreyfingar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 10:30 Magnús Óli Magnússon var með 8 mörk og 3 stoðsendingar í sigrinum á Haukum og fékk 9,5 í einkunn hjá HB Statz. Vísir/Bára Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon átti mjög flottan leik þegar Valsliðið sótti tvö stig á Ásvelli með því að vinna topplið Hauka 28-25. Magnús Óli fékk líka hrós frá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Eigum við ekki aðeins að tala um þennan gæja hérna því hann á ansi stóran þátt í þessum sigri en það er Magnús Óli Magnússon,“ hóf Henry Birgir Gunnarsson umræðuna um Magnús Óli Magnússon í Seinni bylgjunni. „Hann gerði allt og þetta var bara gjörsamlega geggjaður leikur hjá honum. Hann er bara að tæta Haukavörnina í sig, finta til hægri og finta til vinstri,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Mér finnst hann hafa bætt leikskilninginn sinn undanfarin ár og hann er kominn með fína sendingatækni. Þetta var bara frábær leikur að hans hálfu en þetta kom mér ekkert á óvart því hann er búinn að vera að spila svona í allan vetur,“ sagði Ásgeir Örn. „Hann var frábær. Það er ekki oft sem maður sér það í nútíma handbolta að leikmenn séu teknir úr umferð því það er eiginlega að verða úrelt. Haukarnir þurftu að spila framarlega á móti honum því þeir réðu ekkert við hann. Ég hálf vorkenndi Geir Guðmundssyni á tímabili,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann fór mjög oft illa með hann. Það er enginn á Íslandi með þessar hreyfingar. Miðað við það hvernig byrjun hans hafa verið þá finnst mér hann ekki vera besti leikmaðurinn í deildinni heldur langbesti leikmaður deildarinnar,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má sjá alla umræðuna í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Magnús Óla Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira
Valsmaðurinn Magnús Óli Magnússon átti mjög flottan leik þegar Valsliðið sótti tvö stig á Ásvelli með því að vinna topplið Hauka 28-25. Magnús Óli fékk líka hrós frá sérfræðingum Seinni bylgjunnar. „Eigum við ekki aðeins að tala um þennan gæja hérna því hann á ansi stóran þátt í þessum sigri en það er Magnús Óli Magnússon,“ hóf Henry Birgir Gunnarsson umræðuna um Magnús Óli Magnússon í Seinni bylgjunni. „Hann gerði allt og þetta var bara gjörsamlega geggjaður leikur hjá honum. Hann er bara að tæta Haukavörnina í sig, finta til hægri og finta til vinstri,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Mér finnst hann hafa bætt leikskilninginn sinn undanfarin ár og hann er kominn með fína sendingatækni. Þetta var bara frábær leikur að hans hálfu en þetta kom mér ekkert á óvart því hann er búinn að vera að spila svona í allan vetur,“ sagði Ásgeir Örn. „Hann var frábær. Það er ekki oft sem maður sér það í nútíma handbolta að leikmenn séu teknir úr umferð því það er eiginlega að verða úrelt. Haukarnir þurftu að spila framarlega á móti honum því þeir réðu ekkert við hann. Ég hálf vorkenndi Geir Guðmundssyni á tímabili,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann fór mjög oft illa með hann. Það er enginn á Íslandi með þessar hreyfingar. Miðað við það hvernig byrjun hans hafa verið þá finnst mér hann ekki vera besti leikmaðurinn í deildinni heldur langbesti leikmaður deildarinnar,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má sjá alla umræðuna í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Magnús Óla
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira