Reyndi að kynda upp í Seinni bylgju mönnum og þeir voru ekki hrifnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 12:01 Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu viðtalið við Kristinn Björgúlfsson eftir tap ÍR á móti Fram. Samsett/Skjámyndir/s2 Sport Ummæli Kristins Björgúlfssonar, þjálfara ÍR liðsins í Olís deild karla, eftir tapið á móti Fram voru til umræðu í Seinni bylgjunni á laugardaginn og þjálfari ÍR fékk þar aðeins á baukinn frá Seinni bylgju mönnum ÍR tapaði 27-24 á móti Fram og hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Eftir leikinn sagði Kristinn Björgúlfsson að ÍR-liðið hefði verið betra liðið allan leikinn. „Mér finnst voðalega leiðinlegt að vera boðberi leiðinlegra tíðinda en Kiddi, nei, þið voruð ekki betri allan leikinn. Ásgeir, annars hefði þeir unnið og þeir eru lélegir þessar síðustu tíu mínútur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er ekkert lið sem er miklu betra allan leikinn en tapar leiknum. Nú grunar mig að Kristinn Björgúlfsson sé að reyna að kynda í okkur og reyna að peppa okkur til að fá umtal um sig,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Honum tókst það,“ skaut Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sposkur inn í en Ásgeir Örn hélt áfram. „Þetta er ekki í lagi. Mér finnst þetta bara lélegt. Hann er bara með einhver trix í gangi. Ég skil ekkert í þessu og mér finnst þetta ekki gott,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég hef aldrei skilið það þegar menn segja að við spiluðum frábærlega en við nýttum ekki færin okkar. Það er ekki hægt að segja að hann sé frábær í handbolta en hann skorar aldrei mörk. Rosalega stór partur af því að vera gott lið er að skora úr færunum sínum. Að skjóta í markið. Þetta snýst dálítið um það,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég hef aldrei sagt um körfuboltamann. Hann er frábær en bara hittir aldrei í körfuna. Hann er samt miklu betri en allir hinir. Þetta bara virkar ekki þannig,“ sagði Jóhann Gunnar en það má sjá ummæli Kristins og alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Kristinn Björgúlfsson Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Ummæli Kristins Björgúlfssonar, þjálfara ÍR liðsins í Olís deild karla, eftir tapið á móti Fram voru til umræðu í Seinni bylgjunni á laugardaginn og þjálfari ÍR fékk þar aðeins á baukinn frá Seinni bylgju mönnum ÍR tapaði 27-24 á móti Fram og hefur þar með tapað fjórum fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni. Eftir leikinn sagði Kristinn Björgúlfsson að ÍR-liðið hefði verið betra liðið allan leikinn. „Mér finnst voðalega leiðinlegt að vera boðberi leiðinlegra tíðinda en Kiddi, nei, þið voruð ekki betri allan leikinn. Ásgeir, annars hefði þeir unnið og þeir eru lélegir þessar síðustu tíu mínútur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er ekkert lið sem er miklu betra allan leikinn en tapar leiknum. Nú grunar mig að Kristinn Björgúlfsson sé að reyna að kynda í okkur og reyna að peppa okkur til að fá umtal um sig,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Honum tókst það,“ skaut Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni, sposkur inn í en Ásgeir Örn hélt áfram. „Þetta er ekki í lagi. Mér finnst þetta bara lélegt. Hann er bara með einhver trix í gangi. Ég skil ekkert í þessu og mér finnst þetta ekki gott,“ sagði Ásgeir Örn. „Ég hef aldrei skilið það þegar menn segja að við spiluðum frábærlega en við nýttum ekki færin okkar. Það er ekki hægt að segja að hann sé frábær í handbolta en hann skorar aldrei mörk. Rosalega stór partur af því að vera gott lið er að skora úr færunum sínum. Að skjóta í markið. Þetta snýst dálítið um það,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég hef aldrei sagt um körfuboltamann. Hann er frábær en bara hittir aldrei í körfuna. Hann er samt miklu betri en allir hinir. Þetta bara virkar ekki þannig,“ sagði Jóhann Gunnar en það má sjá ummæli Kristins og alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um Kristinn Björgúlfsson
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍR Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni