John Daly fór holu í höggi berfættur: „Sem betur fer náði ég þessu á mynd“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 10:01 John Daly hefur alltaf verið litríkur og skemmtilegur kylfingur. Getty/Steve Dykes Bandaríski kylfingurinn John Daly fór holu í höggi berfættur og það náðist á myndband sem fór á flug á netmiðlum. Kylfingurinn litríki og vinsæli John Daly er að ganga í gegnum erfið veikindi en þau koma þó ekki í veg fyrir að hann sýni snilli sína á golfvellinum. John Daly fór holu í höggi á góðgerðamóti um helgina en mótið var fjáröflun fyrir aðstandendur fallna hermenn í sérsveit bandaríska sjóhersins. John Daly var staddur á elleftu holu og kominn bæði úr skóm og sokkum þegar hann náði þessu frábæra höggi hér fyrir neðan. View this post on Instagram I witnessed @pga_johndaly make a hole-n-one today at my golf course in a charity event for fallen Navy Seals. Glad i decided to record. #johndaly #golfpro #thefederalclub #golfdigest #golfmagazine #golfchannel #thegolfchannel @golfchannel @golfdigest @golf_com A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 5, 2020 at 7:56pm PDT „Ég varð vitni að því þegar John Daly fór holu í höggi á golfvellinum mínum á góðgerðamóti fyrir fallna hermenn. Sem betur fer náði ég þessu á mynd,“ skrifaði Josh Price sem setti myndbandið inn á Instagram síðu sína. Eins og sjá má hér á myndbandinu fyrir ofan þá áttar John Daly sig ekki á því strax að kúlan hafi farið beint í holuna en fólkið í kringum hann er vel með á nótunum og fagnar mkið. John Daly er að berjast við krabbamein og hefur ekki farið vel með sig í gegnum tíðina. Hann hefur samt alltaf getað spilað golf og það með tilþrifum. Það hefur hjálpað til við að gera hann að mjög vinsælum kylfingi enda er von á öllu þegar John Daly er með golfkylfuna í hendinni. Josh Price setti myndbandið inn á Instagram síðu sína og sagðist síðan ekki trúa því hversu mikla athygli það hefur hlotið en mjög margir miðlar hafa haft samband og beðið um að fá myndbandið frá honum. Hér fyrir neðan eru þeir John Daly saman á mótinu um helgina. View this post on Instagram Hanging out with @pga_johndaly at my club today! Great weekend to benefit fallen Navy Seals. #thefederalclub #johndaly #golfpro #bonefrogopen A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 4, 2020 at 6:53pm PDT Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn John Daly fór holu í höggi berfættur og það náðist á myndband sem fór á flug á netmiðlum. Kylfingurinn litríki og vinsæli John Daly er að ganga í gegnum erfið veikindi en þau koma þó ekki í veg fyrir að hann sýni snilli sína á golfvellinum. John Daly fór holu í höggi á góðgerðamóti um helgina en mótið var fjáröflun fyrir aðstandendur fallna hermenn í sérsveit bandaríska sjóhersins. John Daly var staddur á elleftu holu og kominn bæði úr skóm og sokkum þegar hann náði þessu frábæra höggi hér fyrir neðan. View this post on Instagram I witnessed @pga_johndaly make a hole-n-one today at my golf course in a charity event for fallen Navy Seals. Glad i decided to record. #johndaly #golfpro #thefederalclub #golfdigest #golfmagazine #golfchannel #thegolfchannel @golfchannel @golfdigest @golf_com A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 5, 2020 at 7:56pm PDT „Ég varð vitni að því þegar John Daly fór holu í höggi á golfvellinum mínum á góðgerðamóti fyrir fallna hermenn. Sem betur fer náði ég þessu á mynd,“ skrifaði Josh Price sem setti myndbandið inn á Instagram síðu sína. Eins og sjá má hér á myndbandinu fyrir ofan þá áttar John Daly sig ekki á því strax að kúlan hafi farið beint í holuna en fólkið í kringum hann er vel með á nótunum og fagnar mkið. John Daly er að berjast við krabbamein og hefur ekki farið vel með sig í gegnum tíðina. Hann hefur samt alltaf getað spilað golf og það með tilþrifum. Það hefur hjálpað til við að gera hann að mjög vinsælum kylfingi enda er von á öllu þegar John Daly er með golfkylfuna í hendinni. Josh Price setti myndbandið inn á Instagram síðu sína og sagðist síðan ekki trúa því hversu mikla athygli það hefur hlotið en mjög margir miðlar hafa haft samband og beðið um að fá myndbandið frá honum. Hér fyrir neðan eru þeir John Daly saman á mótinu um helgina. View this post on Instagram Hanging out with @pga_johndaly at my club today! Great weekend to benefit fallen Navy Seals. #thefederalclub #johndaly #golfpro #bonefrogopen A post shared by Joshua Price (@joshpricegolf) on Oct 4, 2020 at 6:53pm PDT
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira