Ofskynjunarsveppir gegn þunglyndi Frosti Logason skrifar 7. október 2020 12:00 Dr. Robin Carhart-Harris. Dr. Robin Carhart-Harris sem er sérfræðingur í rannsóknum á ofskynjunarlyfjum segir þær meðferðir, sem rannsóknarteymi hans hjá Imperial College í London hafi framkvæmt á þunglyndissjúklingum á undanförnum árum, hafa skilað markverðum árangri. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við hann í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Hann segir að um 70% skjólstæðinga úr rannsóknum þeirra hafi sýnt jákvæð viðbrögð við psilocybin meðferð, en það er virka efnið úr svokölluðum ofskynjunarsveppum, á meðan svörunin sé einungis um 50% með hefðbundnum SSRI lyfjum. Robin segir dæmi þess að einstaklingar sem hafi glímt við þunglyndi í áratugi hafi læknast af kvillum sínum með slíkum meðferðum, þannig séu nokkrir skjólstæðinga hans í raun læknaðir í dag. Hann varar engu að síður við alhæfingum út frá slíkum rannsóknum en segir þær þó gefa sterka vísbendingu um áhrif psilocybins á heila þunglyndissjúklinga. Þá bendir hann á rannsóknir annarra vísindamanna sem sömuleiðis hafa skilað viðlíka árangri í meðferðum við bæði alkóhólisma og tóbaksfíkn. Robin Carhart-Harris hefur undanfarin ár leitt rannsóknir á vitundarvíkkandi efnum við Imperial College háskólann og eftir hann hafa birst á 6. tug vísindagreina um viðfangsefnið. Hann stýrði m.a. umfangsmikilli rannsókn á notkun psilocybin við alvarlegu þunglyndi og var heimildamyndin Magic Medicine gerð um þær rannsóknir. Dr Robin Carhart-Harris verður frummælandi á Liggur svarið í náttúrunni?, málþingi Geðhjálpar um framtíð vitundarvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu sem fer fram í Reykjavík þann 22. okróber næstkomandi. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Robin Carhart-Harris í spilaranum hér að neðan. Klippa: Vísindi ofskynjunarsveppa Geðheilbrigði Mest lesið Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon "Píkan mín er svo ljót" Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Komin heim eftir átján mánaða tónleikaferðalag Harmageddon „Besta veganesti sem hægt er að gefa barni að biðja með því“ Harmageddon Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Sannleikurinn: Sjónvarpsmaður á RÚV sagði brandara Harmageddon Íslenskir fjölmiðlar um Pixies Harmageddon Sannleikurinn: Foreldrar sem hata börnin sín ekki líklegir til að bólusetja þau Harmageddon
Dr. Robin Carhart-Harris sem er sérfræðingur í rannsóknum á ofskynjunarlyfjum segir þær meðferðir, sem rannsóknarteymi hans hjá Imperial College í London hafi framkvæmt á þunglyndissjúklingum á undanförnum árum, hafa skilað markverðum árangri. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við hann í útvarpsþættinum Harmageddon í gær. Hann segir að um 70% skjólstæðinga úr rannsóknum þeirra hafi sýnt jákvæð viðbrögð við psilocybin meðferð, en það er virka efnið úr svokölluðum ofskynjunarsveppum, á meðan svörunin sé einungis um 50% með hefðbundnum SSRI lyfjum. Robin segir dæmi þess að einstaklingar sem hafi glímt við þunglyndi í áratugi hafi læknast af kvillum sínum með slíkum meðferðum, þannig séu nokkrir skjólstæðinga hans í raun læknaðir í dag. Hann varar engu að síður við alhæfingum út frá slíkum rannsóknum en segir þær þó gefa sterka vísbendingu um áhrif psilocybins á heila þunglyndissjúklinga. Þá bendir hann á rannsóknir annarra vísindamanna sem sömuleiðis hafa skilað viðlíka árangri í meðferðum við bæði alkóhólisma og tóbaksfíkn. Robin Carhart-Harris hefur undanfarin ár leitt rannsóknir á vitundarvíkkandi efnum við Imperial College háskólann og eftir hann hafa birst á 6. tug vísindagreina um viðfangsefnið. Hann stýrði m.a. umfangsmikilli rannsókn á notkun psilocybin við alvarlegu þunglyndi og var heimildamyndin Magic Medicine gerð um þær rannsóknir. Dr Robin Carhart-Harris verður frummælandi á Liggur svarið í náttúrunni?, málþingi Geðhjálpar um framtíð vitundarvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu sem fer fram í Reykjavík þann 22. okróber næstkomandi. Hægt er að horfa á allt viðtalið við Robin Carhart-Harris í spilaranum hér að neðan. Klippa: Vísindi ofskynjunarsveppa
Geðheilbrigði Mest lesið Fannst ekki spennandi að spila Little Talks fimm sinnum á dag Harmageddon Ísland í röngu tímabelti Harmageddon "Píkan mín er svo ljót" Harmageddon Hinn skrautlegi Nick Oliveri aftur til liðs við Queens of the Stone Age? Harmageddon Komin heim eftir átján mánaða tónleikaferðalag Harmageddon „Besta veganesti sem hægt er að gefa barni að biðja með því“ Harmageddon Sannleikurinn: "Það er engin hálka í Reykjavík“ Harmageddon Sannleikurinn: Sjónvarpsmaður á RÚV sagði brandara Harmageddon Íslenskir fjölmiðlar um Pixies Harmageddon Sannleikurinn: Foreldrar sem hata börnin sín ekki líklegir til að bólusetja þau Harmageddon