Handboltafólk ósátt: Erum við ekki öll almannavarnir? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2020 13:01 Óskari Bjarna Óskarssyni skráði sig á Twitter í gær og lét gamminn geysa. vísir/daníel Handboltafólk er ekki sátt við þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að leyfa íþróttaiðkun utandyra en ekki innandyra. Tæplega hundrað manns hafa greinst smitaðir á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa. Í minnisblaði sóttvarnalæknis var mælst til þess að íþróttafélög gerðu hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var líkamsræktarstöðvum og sundstöðum lokað. Þessar hertu reglur á höfuðborgarsvæðinu tóku gildi í dag. Heilbrigðisráðherra ákvað hins vegar að leyfa íþróttir utandyra, þ.á.m. fótbolta, og þar mega vera 20 áhorfendur í hverju rými. Landsleikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM annað kvöld getur því farið fram. Handboltafólk er ósátt við þetta misræmi hjá heilbrigðisráðherra og lét heyra í sér á Twitter í gær. Þar á meðal var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfara karla- og kvennaliða Vals. Hann byrjaði á Twitter í gær, og það af krafti. „Af hverju gerir heilbrigðisráðherra upp á milli íþrótta? Af hverju fer hún ekki eftir minnisblaði Þórólfs og stoppar allt? Sama á að ganga yfir alla, annað er algjörlega fáránlegt! Allt í lagi að spila landsleikinn en án áhorfenda, allir skilja það en þetta er algjört bíó,“ skrifar Óskar Bjarni. „Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt,“ bætir Valsmaðurinn við. Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt #samayfiralla#öllisamaliðinu— oskar bjarni (@OskarBjarni) October 6, 2020 Íris Ásta Pétursdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði margar spurningar um þessa tilhögun. Mikið búin að pæla í þessu. Þar sem íþróttastarf innanhúss er óheimilt, þýðir það þá að fótboltinn má ekki nota búningsklefa, sækja og geyma dót sem er innandyra og svo framvegis? Þýðir það að áhorfendur mega ekki nota salernisaðstöðu íþróttahúsa? Nei bara að pæla— Iris V. Petursdottir (@irisviborg) October 7, 2020 Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, furðar sig á misræminu og segir skrítið að það megi æfa á gervigrasvellinum í Safamýri en ekki í íþróttahúsinu við hliðina á því. Þetta er virkilega áhugavert á margan hátt. Svandís breytir því sem Þórólfur leggur upp með. Má HK æfa eða spila í Kórnum? Það er geggjað að vita að við handbolta frammarar getum tekið 90 min fótboltaæfingu fyrir utan Safamýri á morgun en megum alls ekki vera inni í handbolta.— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) October 6, 2020 Þjálfari karlaliðs Gróttu, Arnar Daði Arnarsson, var óralangt frá því að vera sáttur og spurði hvort við værum ekki öll almannavarnir. Nei heyrðu nú sýður af mér. Hvernig er hægt að réttlæta þetta. Bönnum allar æfingar innandyra og lokum hinu og þessu eeeeennn.... leyfum knattspyrnuleiki með áhorfendum. Litla pressan sem KSÍ hefur sett á yfirvöld. Erum við ekki öll almannavarnir?— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 6, 2020 Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sagði að það væri nokkuð ljóst að það væru greinilega ekki allir almannavarnir. Við erum greinilega ekki öll almannavarnir, samkvæmt útfærslu ráðherra á Lockdown Reykjavík— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) October 6, 2020 Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27 87 greindust með veiruna innanlands Þetta er fækkun um 12 á milli daga en alls greindust 99 manns með veiruna á mánudag. 7. október 2020 11:03 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Handboltafólk er ekki sátt við þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að leyfa íþróttaiðkun utandyra en ekki innandyra. Tæplega hundrað manns hafa greinst smitaðir á höfuðborgarsvæðinu undanfarna sólarhringa. Í minnisblaði sóttvarnalæknis var mælst til þess að íþróttafélög gerðu hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var líkamsræktarstöðvum og sundstöðum lokað. Þessar hertu reglur á höfuðborgarsvæðinu tóku gildi í dag. Heilbrigðisráðherra ákvað hins vegar að leyfa íþróttir utandyra, þ.á.m. fótbolta, og þar mega vera 20 áhorfendur í hverju rými. Landsleikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM annað kvöld getur því farið fram. Handboltafólk er ósátt við þetta misræmi hjá heilbrigðisráðherra og lét heyra í sér á Twitter í gær. Þar á meðal var Óskar Bjarni Óskarsson, aðstoðarþjálfara karla- og kvennaliða Vals. Hann byrjaði á Twitter í gær, og það af krafti. „Af hverju gerir heilbrigðisráðherra upp á milli íþrótta? Af hverju fer hún ekki eftir minnisblaði Þórólfs og stoppar allt? Sama á að ganga yfir alla, annað er algjörlega fáránlegt! Allt í lagi að spila landsleikinn en án áhorfenda, allir skilja það en þetta er algjört bíó,“ skrifar Óskar Bjarni. „Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt,“ bætir Valsmaðurinn við. Það er skítalykt af þessu!! Mjög dapurt verð ég að segja og óskiljanlegt #samayfiralla#öllisamaliðinu— oskar bjarni (@OskarBjarni) October 6, 2020 Íris Ásta Pétursdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, hafði margar spurningar um þessa tilhögun. Mikið búin að pæla í þessu. Þar sem íþróttastarf innanhúss er óheimilt, þýðir það þá að fótboltinn má ekki nota búningsklefa, sækja og geyma dót sem er innandyra og svo framvegis? Þýðir það að áhorfendur mega ekki nota salernisaðstöðu íþróttahúsa? Nei bara að pæla— Iris V. Petursdottir (@irisviborg) October 7, 2020 Lárus Helgi Ólafsson, markvörður Fram, furðar sig á misræminu og segir skrítið að það megi æfa á gervigrasvellinum í Safamýri en ekki í íþróttahúsinu við hliðina á því. Þetta er virkilega áhugavert á margan hátt. Svandís breytir því sem Þórólfur leggur upp með. Má HK æfa eða spila í Kórnum? Það er geggjað að vita að við handbolta frammarar getum tekið 90 min fótboltaæfingu fyrir utan Safamýri á morgun en megum alls ekki vera inni í handbolta.— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) October 6, 2020 Þjálfari karlaliðs Gróttu, Arnar Daði Arnarsson, var óralangt frá því að vera sáttur og spurði hvort við værum ekki öll almannavarnir. Nei heyrðu nú sýður af mér. Hvernig er hægt að réttlæta þetta. Bönnum allar æfingar innandyra og lokum hinu og þessu eeeeennn.... leyfum knattspyrnuleiki með áhorfendum. Litla pressan sem KSÍ hefur sett á yfirvöld. Erum við ekki öll almannavarnir?— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) October 6, 2020 Rúnar Sigtryggsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, sagði að það væri nokkuð ljóst að það væru greinilega ekki allir almannavarnir. Við erum greinilega ekki öll almannavarnir, samkvæmt útfærslu ráðherra á Lockdown Reykjavík— Rúnar Sigtryggsson (@RunarSigtryggs) October 6, 2020
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33 Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27 87 greindust með veiruna innanlands Þetta er fækkun um 12 á milli daga en alls greindust 99 manns með veiruna á mánudag. 7. október 2020 11:03 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Gagnrýnir undanþágu fótboltans: Hlaupi ekki á eftir þeim sem hafi hæst Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að fara gegn tillögu sóttvarnalæknis og leyfa íþróttir utanhúss. 7. október 2020 12:33
Mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi verði frestað þrátt fyrir reglugerð ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og almannavarnir mælast enn til þess að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest næstu tvær vikurnar. 7. október 2020 12:27
87 greindust með veiruna innanlands Þetta er fækkun um 12 á milli daga en alls greindust 99 manns með veiruna á mánudag. 7. október 2020 11:03