Ostakaka með kanileplum, kökumulningi og karamellu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. október 2020 11:00 Ostakaka Evu Laufeyjar er sniðugur kostur í þessu haustveðri. Vísir/Eva Laufey Flestir á höfuðborgarsvæðinu taka því rólega þessa helgi að fyrirmælum þríeykisins. Við mælum með því að þeir sem ætla að baka um helgina, skoði uppskriftirnar okkar hér á Vísi. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir setti saman þessa dásamlegu uppskrift. „Bökuð ostakaka með kanileplum og crumble, borin fram með saltaðri karamellusósu. Fullkomin í haustveðrinu,“ segir Eva Laufey um kökuna. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Kexbotn 230 Lu Bastogne kexkökur. 80 g smjör, brætt. Aðferð: Forhitið ofninn í 150°C. Setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið fínt, hellið brædda smjörinu saman við og hrærið saman. Klæðið hringlaga form með smjörpappír (sjáið aðferð á Instagram) og hellið blöndunni í formið, sléttið úr með skeið og þrýstið blöndunni í formið. Bakið við 150°C í 10 mínútur. Rjómostafylling með eplabitum 700 g hreinn rjómaostur 100 g sykur 3 egg 2 tsk vanilludropar 2 epli 2 tsk sykur + 1 tsk kanill Eva Laufey Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur, skafið meðfram hliðum og þeytið áfram. Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel. Bætið einu og einu eggi út í og þeytið vel á milli. Í lokin fara vanilludropar út í fyllinguna. Hellið fyllingunni ofan á kexbotninn. Afhýðið epli og skerið í litla bita, setjið í skál og stráið kanilsykri yfir. Dreifið eplabitum yfir fyllinguna. Setjið deigmulning yfir kökuna og bakið við 150°C í 40 mínútur. Kælið kökuna mjög vel og það er tilvalið að gera kökuna deginum áður en þið ætlið að bera hana fram. Hún þarf að vera köld þegar þið losið hana úr forminu og best er að nota smelluform. Áður en þið berið kökuna fram þá hellið þið vel af saltaðri karamellusósu yfir. View this post on Instagram Bökuð ostakaka með kanileplum og crumble, borin fram með saltaðri karamellusósu. Fullkomin í haustveðrinu A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on Sep 26, 2020 at 6:38am PDT Kökumulningur: 60 g smjör 50 g hveiti 50 g púðursykur 25 g haframjöl Aðferð: Setjið öll hráefnin í skál og notið hendurnar til þess að útbúa mulninginn. Dreifið yfir kökuna áður en hún fer inn í ofn. Söltuð karamellusósa: 2 dl sykur 3 msk smjör 1-2 dl rjómi Sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: Hitið sykur á pönnu, um leið og hann byrjar að bráðna lækkið þá hitann og bíðið þar til hann er allur bráðinn (ekki snerta hann á meðan). Bætið smjörinu út á pönnuna og hrærið stöðugt, hellið rjómanum út smám saman og haldið áfram að hræra. Í lokin bætið þið sjávarsalti saman við og hellið sósunni í ílát. Leyfið sósunni að standa í svolitla stund áður en hún er borin fram en þá þykknar sósan og það verður betra að hella henni yfir kökuna. Eva Laufey er dugleg að birta uppskriftir, hugmyndir og góð ráð á Instagram. Uppskriftir Ostakökur Kökur og tertur Eva Laufey Tengdar fréttir Amerískir kanilsnúðar með rjómaostakremi Þessir kanilsnúðar eru gjörsamlega geggjaðir og ég mun baka þá aftur og aftur. Amerískir kanilsnúðar eins og þeir gerast bestir! 12. ágúst 2020 09:00 Einfaldar en ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sýnir reglulega frá bakstri og eldamennsku á Instagram og er þar með yfir 28 þúsund fylgjendur. Um helgina ákvað hún að fá fólk með sér í bakstur og birti uppskriftina deginum áður án þess að taka fram hvað hún ætlaði að baka 11. apríl 2020 10:00 Þau hlutu Edduverðlaunin árið 2020 Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega voru veitt í kvöld. 6. október 2020 21:47 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Flestir á höfuðborgarsvæðinu taka því rólega þessa helgi að fyrirmælum þríeykisins. Við mælum með því að þeir sem ætla að baka um helgina, skoði uppskriftirnar okkar hér á Vísi. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir setti saman þessa dásamlegu uppskrift. „Bökuð ostakaka með kanileplum og crumble, borin fram með saltaðri karamellusósu. Fullkomin í haustveðrinu,“ segir Eva Laufey um kökuna. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan. Kexbotn 230 Lu Bastogne kexkökur. 80 g smjör, brætt. Aðferð: Forhitið ofninn í 150°C. Setjið kexkökurnar í matvinnsluvél og maukið fínt, hellið brædda smjörinu saman við og hrærið saman. Klæðið hringlaga form með smjörpappír (sjáið aðferð á Instagram) og hellið blöndunni í formið, sléttið úr með skeið og þrýstið blöndunni í formið. Bakið við 150°C í 10 mínútur. Rjómostafylling með eplabitum 700 g hreinn rjómaostur 100 g sykur 3 egg 2 tsk vanilludropar 2 epli 2 tsk sykur + 1 tsk kanill Eva Laufey Aðferð: Þeytið rjómaostinn þar til hann er mjúkur, skafið meðfram hliðum og þeytið áfram. Bætið sykrinum smám saman við og þeytið vel. Bætið einu og einu eggi út í og þeytið vel á milli. Í lokin fara vanilludropar út í fyllinguna. Hellið fyllingunni ofan á kexbotninn. Afhýðið epli og skerið í litla bita, setjið í skál og stráið kanilsykri yfir. Dreifið eplabitum yfir fyllinguna. Setjið deigmulning yfir kökuna og bakið við 150°C í 40 mínútur. Kælið kökuna mjög vel og það er tilvalið að gera kökuna deginum áður en þið ætlið að bera hana fram. Hún þarf að vera köld þegar þið losið hana úr forminu og best er að nota smelluform. Áður en þið berið kökuna fram þá hellið þið vel af saltaðri karamellusósu yfir. View this post on Instagram Bökuð ostakaka með kanileplum og crumble, borin fram með saltaðri karamellusósu. Fullkomin í haustveðrinu A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on Sep 26, 2020 at 6:38am PDT Kökumulningur: 60 g smjör 50 g hveiti 50 g púðursykur 25 g haframjöl Aðferð: Setjið öll hráefnin í skál og notið hendurnar til þess að útbúa mulninginn. Dreifið yfir kökuna áður en hún fer inn í ofn. Söltuð karamellusósa: 2 dl sykur 3 msk smjör 1-2 dl rjómi Sjávarsalt á hnífsoddi Aðferð: Hitið sykur á pönnu, um leið og hann byrjar að bráðna lækkið þá hitann og bíðið þar til hann er allur bráðinn (ekki snerta hann á meðan). Bætið smjörinu út á pönnuna og hrærið stöðugt, hellið rjómanum út smám saman og haldið áfram að hræra. Í lokin bætið þið sjávarsalti saman við og hellið sósunni í ílát. Leyfið sósunni að standa í svolitla stund áður en hún er borin fram en þá þykknar sósan og það verður betra að hella henni yfir kökuna. Eva Laufey er dugleg að birta uppskriftir, hugmyndir og góð ráð á Instagram.
Uppskriftir Ostakökur Kökur og tertur Eva Laufey Tengdar fréttir Amerískir kanilsnúðar með rjómaostakremi Þessir kanilsnúðar eru gjörsamlega geggjaðir og ég mun baka þá aftur og aftur. Amerískir kanilsnúðar eins og þeir gerast bestir! 12. ágúst 2020 09:00 Einfaldar en ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sýnir reglulega frá bakstri og eldamennsku á Instagram og er þar með yfir 28 þúsund fylgjendur. Um helgina ákvað hún að fá fólk með sér í bakstur og birti uppskriftina deginum áður án þess að taka fram hvað hún ætlaði að baka 11. apríl 2020 10:00 Þau hlutu Edduverðlaunin árið 2020 Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega voru veitt í kvöld. 6. október 2020 21:47 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Amerískir kanilsnúðar með rjómaostakremi Þessir kanilsnúðar eru gjörsamlega geggjaðir og ég mun baka þá aftur og aftur. Amerískir kanilsnúðar eins og þeir gerast bestir! 12. ágúst 2020 09:00
Einfaldar en ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sýnir reglulega frá bakstri og eldamennsku á Instagram og er þar með yfir 28 þúsund fylgjendur. Um helgina ákvað hún að fá fólk með sér í bakstur og birti uppskriftina deginum áður án þess að taka fram hvað hún ætlaði að baka 11. apríl 2020 10:00
Þau hlutu Edduverðlaunin árið 2020 Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins sem ÍKSA stendur fyrir árlega voru veitt í kvöld. 6. október 2020 21:47