Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður vallarins er Magdeburg vann sex marka sigur á FRISCH AUF! Göppingen, 28-22, í þýska handboltanum í kvöld.
Ómar skoraði tíu mörk, þar af átta af vítapunktinum, en Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Magdeburg sem er með fjögur stig eftir þrjá leiki.
Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Göppingen sem er með tvö stig eftir tvo leiki.
Bjarki Már Elísson skoraði sjö mörk fyrir Lemgo, þar af tvö af vítapunktinum, er Lemgo vann tveggja marka sigur á Eulen Ludwigshafen, 24-22.
Lemgo er með fjögur stig eftir þrjá leiki.