„Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 15:31 Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur stýrt Leikni með góðum árangri og skrifaði í sumar undir samning um að þjálfa liðið áfram næstu þrjú ár. Leiknir/Haukur Gunnarsson „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. Sigurður segir Leiknismenn ekki mótfallna því að klára mótið en bendir á að liðin í Lengjudeildinni hafi ekki setið við sama borð síðustu daga. Lið utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en það mega Leiknismenn ekki vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Miðað við orð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji. Tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og KSÍ hefur ekki gefið annað út en að enn sé stefnt á að klára mótið. Eins og staðan er núna í Lengjudeildinni færu Keflavík og Leiknir upp í Pepsi Max-deildina ef ekki yrði meira spilað, en Fram sæti eftir með sárt ennið vegna lakari markatölu en Leiknir. Menn í sóttkví, sum lið mega æfa og spilað á öðrum völlum „Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað,“ segir Sigurður, og bætir við: Leiknismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og gætu spilað í Pepsi Max deildinni á næsta ári.stöð 2 sport „Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis.“ Eiga eftir leiki við lið sem mega æfa að vild Leiknir á eftir tvo leiki, við Grindavík og Þór sem bæði hafa getað æft af fullum krafti undanfarið. Sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar hertar 7. október. „Þetta er orðið langt tímabil, menn eru orðnir þreyttir, á fullu í skóla og slíkt, og svo koma tveir mikilvægustu leikirnir á ferlinum þeirra svo þeir þora varla að fara út úr húsi því þeir eru svo hræddir um að missa af leikjunum. Ef við hefðum spilað á móti Grindavík um daginn hefði ég verið með þrjá lykilmenn í sóttkví. Þetta er mjög óþægileg staða,“ segir Sigurður. Lengjudeildin Leiknir Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
„Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. Sigurður segir Leiknismenn ekki mótfallna því að klára mótið en bendir á að liðin í Lengjudeildinni hafi ekki setið við sama borð síðustu daga. Lið utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en það mega Leiknismenn ekki vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Miðað við orð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji. Tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og KSÍ hefur ekki gefið annað út en að enn sé stefnt á að klára mótið. Eins og staðan er núna í Lengjudeildinni færu Keflavík og Leiknir upp í Pepsi Max-deildina ef ekki yrði meira spilað, en Fram sæti eftir með sárt ennið vegna lakari markatölu en Leiknir. Menn í sóttkví, sum lið mega æfa og spilað á öðrum völlum „Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað,“ segir Sigurður, og bætir við: Leiknismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og gætu spilað í Pepsi Max deildinni á næsta ári.stöð 2 sport „Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis.“ Eiga eftir leiki við lið sem mega æfa að vild Leiknir á eftir tvo leiki, við Grindavík og Þór sem bæði hafa getað æft af fullum krafti undanfarið. Sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar hertar 7. október. „Þetta er orðið langt tímabil, menn eru orðnir þreyttir, á fullu í skóla og slíkt, og svo koma tveir mikilvægustu leikirnir á ferlinum þeirra svo þeir þora varla að fara út úr húsi því þeir eru svo hræddir um að missa af leikjunum. Ef við hefðum spilað á móti Grindavík um daginn hefði ég verið með þrjá lykilmenn í sóttkví. Þetta er mjög óþægileg staða,“ segir Sigurður.
Lengjudeildin Leiknir Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32
KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15
Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50