Umfjöllun: Ísland - Svíþjóð 0-2 | Efsta sætið úr sögunni eftir tap í Gautaborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2020 19:37 Sara Björk Gunnarsdóttir bætti leikjamet íslenska kvennalandsliðið í kvöld. Hún hefur nú leikið 134 landsleiki. vísir/vilhelm Svíþjóð er komið á EM kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á Íslandi á Gamla Ullevi í Gautaborg í dag. Sofia Jakobsson og Olivia Schough skoruðu mörk Svía. Þetta var fyrsta tap Íslendinga í undankeppni EM. Sænska liðið spilaði miklu betur en það gerði í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Líkt og í þeim leik var Ísland undir í hálfleik en öfugt við þann leik virtist íslensk endurkoma aldrei í kortunum í kvöld. Íslenska liðið komst lítt áleiðis í sókninni í leiknum og ógnaði nánast ekki neitt. Elín Metta Jensen reyndi allt hvað hún gat en var mjög einmana í fremstu víglínu. Og öfugt við fyrri leikinn var Sveindís Jane Jónsdóttir í strangri gæslu í kvöld. Þá olli íslenska liðið því sænska ekki vandræðum í föstum leikatriðum eins og í fyrri leiknum. Dagný Brynjarsdóttir var fjarri góðu gamni og íslenska liðið saknaði hennar greinilega. En það vantaði líka neistann og hugrekkið sem einkenndi frammistöðu Íslands í fyrri leiknum. Þrátt fyrir tapið á Ísland enn mjög góða möguleika á að komast beint inn á EM í Englandi. Liðin þrjú sem eru með bestan árangur í riðlunum í undankeppninni komast á EM en hin sex fara í umspil. Ísland þarf að vinna Slóvakíu og Ungverjaland í næstu landsleikjahrinu og vonast eftir hagstæðum úrslitum í hinum riðlunum til að komast beint á EM. Ódýrt mark eftir góða byrjun Íslendingar byrjuðu leikinn af krafti og pressuðu Svía ágætlega á köflum. Hlín Eiríksdóttir átti hættulega fyrirgjöf og á 20. mínútu komst Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komst í fínt færi en var í litlu jafnvægi og Jennifer Falk varði skot hennar. Líkt og í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum náði Svíþjóð yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik í leiknum í kvöld. Og á 25. mínútu komust heimakonur yfir. Glódís Perla Viggósdóttir gerði sig þá seka um sjaldséð mistök. Hún skallaði þá boltann fyrir fætur Jakobsson sem skoraði framhjá Söndru Sigurðardóttur. Eitthvað vantaði upp á samskiptin í íslensku vörninni en Sandra hefði líklega hirt boltann ef Glódís hefði látið hann vera. Staðan í hálfleik var 1-0, Svíþjóð í vil. Seinni hálfleikurinn fór afar rólega af stað og fátt markvert gerðist. Aldrei líklegar til að skora Á 57. mínútu töpuðu Íslendingar boltanum á vallarhelmingi Svía sem brunuðu fram, Schough lék skemmtilega á tvo varnarmenn Íslendinga og þrumaði boltanum svo upp í markhornið. Frábær skyndisókn hjá sænska liðinu og einkar laglegt mark. Eftir það voru úrslitin svo gott sem ráðin. Íslenska liðið var ekki líklegt til að skora í leiknum og hvað þá tvö mörk. Svíar voru nálægt því að bæta við forystuna á 65. mínútu þegar Jakobsson átti skot framhjá eftir rosalegan sprett. Undir lokin áttu Sveindís og varamaðurinn Agla María Albertsdóttir ágætis skot að marki Svía en íslenska liðið skapaði sér aldrei afgerandi færi. Svíar spiluðu af mikilli skynsemi, héldu boltanum vel og kæfðu flestar sóknir Íslendinga í fæðingu. Sigurinn var því afar verðskuldaður hjá bronsliði síðasta heimsmeistaramóts. EM 2021 í Englandi
Svíþjóð er komið á EM kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á Íslandi á Gamla Ullevi í Gautaborg í dag. Sofia Jakobsson og Olivia Schough skoruðu mörk Svía. Þetta var fyrsta tap Íslendinga í undankeppni EM. Sænska liðið spilaði miklu betur en það gerði í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði sem lyktaði með 1-1 jafntefli. Líkt og í þeim leik var Ísland undir í hálfleik en öfugt við þann leik virtist íslensk endurkoma aldrei í kortunum í kvöld. Íslenska liðið komst lítt áleiðis í sókninni í leiknum og ógnaði nánast ekki neitt. Elín Metta Jensen reyndi allt hvað hún gat en var mjög einmana í fremstu víglínu. Og öfugt við fyrri leikinn var Sveindís Jane Jónsdóttir í strangri gæslu í kvöld. Þá olli íslenska liðið því sænska ekki vandræðum í föstum leikatriðum eins og í fyrri leiknum. Dagný Brynjarsdóttir var fjarri góðu gamni og íslenska liðið saknaði hennar greinilega. En það vantaði líka neistann og hugrekkið sem einkenndi frammistöðu Íslands í fyrri leiknum. Þrátt fyrir tapið á Ísland enn mjög góða möguleika á að komast beint inn á EM í Englandi. Liðin þrjú sem eru með bestan árangur í riðlunum í undankeppninni komast á EM en hin sex fara í umspil. Ísland þarf að vinna Slóvakíu og Ungverjaland í næstu landsleikjahrinu og vonast eftir hagstæðum úrslitum í hinum riðlunum til að komast beint á EM. Ódýrt mark eftir góða byrjun Íslendingar byrjuðu leikinn af krafti og pressuðu Svía ágætlega á köflum. Hlín Eiríksdóttir átti hættulega fyrirgjöf og á 20. mínútu komst Karólína Lea Vilhjálmsdóttir komst í fínt færi en var í litlu jafnvægi og Jennifer Falk varði skot hennar. Líkt og í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum náði Svíþjóð yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik í leiknum í kvöld. Og á 25. mínútu komust heimakonur yfir. Glódís Perla Viggósdóttir gerði sig þá seka um sjaldséð mistök. Hún skallaði þá boltann fyrir fætur Jakobsson sem skoraði framhjá Söndru Sigurðardóttur. Eitthvað vantaði upp á samskiptin í íslensku vörninni en Sandra hefði líklega hirt boltann ef Glódís hefði látið hann vera. Staðan í hálfleik var 1-0, Svíþjóð í vil. Seinni hálfleikurinn fór afar rólega af stað og fátt markvert gerðist. Aldrei líklegar til að skora Á 57. mínútu töpuðu Íslendingar boltanum á vallarhelmingi Svía sem brunuðu fram, Schough lék skemmtilega á tvo varnarmenn Íslendinga og þrumaði boltanum svo upp í markhornið. Frábær skyndisókn hjá sænska liðinu og einkar laglegt mark. Eftir það voru úrslitin svo gott sem ráðin. Íslenska liðið var ekki líklegt til að skora í leiknum og hvað þá tvö mörk. Svíar voru nálægt því að bæta við forystuna á 65. mínútu þegar Jakobsson átti skot framhjá eftir rosalegan sprett. Undir lokin áttu Sveindís og varamaðurinn Agla María Albertsdóttir ágætis skot að marki Svía en íslenska liðið skapaði sér aldrei afgerandi færi. Svíar spiluðu af mikilli skynsemi, héldu boltanum vel og kæfðu flestar sóknir Íslendinga í fæðingu. Sigurinn var því afar verðskuldaður hjá bronsliði síðasta heimsmeistaramóts.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti