Hjónabandið ekki komið svo langt að mikið sé rifist Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2020 16:46 Þorvaldur Sigurðsson og Halldór Örn Tryggvason ræddu við Henry Birgi Gunnarsson. stöð 2 sport „Við eigum eftir að fara upp brekkur og niður þær en stigin munu koma, ég skal lofa því,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, annar tveggja þjálfara handboltaliðs Þórs á Akureyri. Eftir að samstarfi Þórs og KA um Akureyri Handboltafélag lauk hófu Þórsarar að spila á ný undir eigin merkjum á síðustu leiktíð, og komust beint upp í Olís-deildina. Þorvaldur og Halldór Örn Tryggvason stýra liðinu saman og hafa farið ágætlega af stað með nýliðana á stóra sviðinu, en Þór er með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, tók þjálfarana tali í Akureyrarheimsókn sinni á dögunum: „Samstarfið gengur mjög vel. Við höfum gert þetta áður og þá gekk það mjög vel. Valdi hefur kannski aðra sögu að segja,“ sagði Halldór léttur. Þorvaldur tók undir og sagði þá lítið hafa rifist: „Þetta hjónaband er nú ekki alveg komið svo langt. Það hlýtur nú örugglega að koma sá tími hjá okkur að við lendum eitthvað uppi á móti hvor öðrum, en ég held að við séum það miklir félagar að við leysum það bara í bróðerni.“ Þórsarar eru mættir í deild þeirra bestu að nýju undir eigin merkjum.stöð 2 sport Búast má við því að Þórsarar verði í fallbaráttu í vetur en Henry spurði þjálfarana út í það hver framtíðarsýnin væri hjá félaginu og hvað það hefði í för með sér ef liðið félli: „Það er rosalega erfitt að segja núna, en við höldum bara áfram að byggja upp. Við erum með flotta yngri flokka, fullt af ungum drengjum sem eru tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn,“ sagði Halldór. Vel gangi með rekstur yngri flokka í samkeppni við KA og aðrar íþróttagreinar. „Þetta er okkar annað ár undir merkjum Þórs. Fyrir mér hefur þetta mikla þýðingu. Ég er borinn og barnfæddur hérna upp frá og það er bara voðalega krúttlegt „concept“ að vera kominn heim og aftur undir merki Þórs. Við erum að búa til okkar gildi og okkar farveg, og það tekur bara tíma. Við höldum bara áfram,“ sagði Þorvaldur. Excel-skjalið segir eitt félag en skemmtilegra að hafa tvö Aðspurður hvort söknuður væri að Akureyri Handboltafélagi svaraði Þorvaldur: „Auðvitað er alltaf söknuður að einhverju sem að var gott og skemmtilegt, og samstaða um á sínum tíma, en maður þarf að kunna að setja það ofan í skúffu þegar það er búið. Það var flott „concept“ á meðan það var.“ Halldór viðurkenndi að líklega væri skynsamlegra að eitt handboltafélag væri á Akureyri í stað tveggja: „Excel-skjalið segir eitt en upp á skemmtilegheitin er betra að hafa tvö. Það er mjög þungur róður að hafa tvö lið en við getum það núna og þá höldum við áfram.“ Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þorvaldur og Halldór Olís-deild karla Þór Akureyri Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli í vörn Þórsara í Olís deild karla í handbolta en hann á allt aðra sögu en flestir leikmenn deildarinnar. 27. október 2020 14:00 Topp fimm hjá Jóhanni Gunnari: Traustir menn í Olís deildinni sem gætu séð um börnin hans ef hann félli frá Jóhann Gunnar Einarsson setti saman fróðlegan topp fimm lista undir dramatískum formerkjum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. 27. október 2020 12:30 Martha: Gat ekki hætt án þess að fá að njóta þess að spila síðasta leikinn Martha Hermannsdóttir gengur vel að spila handbolta í Olís deildinni meðfram því að reka tannlæknastofu. Hún hefur verið á leiðinni að hætta í mörg ár en er samt enn að spila með liði KA/Þór. 27. október 2020 11:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
„Við eigum eftir að fara upp brekkur og niður þær en stigin munu koma, ég skal lofa því,“ segir Þorvaldur Sigurðsson, annar tveggja þjálfara handboltaliðs Þórs á Akureyri. Eftir að samstarfi Þórs og KA um Akureyri Handboltafélag lauk hófu Þórsarar að spila á ný undir eigin merkjum á síðustu leiktíð, og komust beint upp í Olís-deildina. Þorvaldur og Halldór Örn Tryggvason stýra liðinu saman og hafa farið ágætlega af stað með nýliðana á stóra sviðinu, en Þór er með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, tók þjálfarana tali í Akureyrarheimsókn sinni á dögunum: „Samstarfið gengur mjög vel. Við höfum gert þetta áður og þá gekk það mjög vel. Valdi hefur kannski aðra sögu að segja,“ sagði Halldór léttur. Þorvaldur tók undir og sagði þá lítið hafa rifist: „Þetta hjónaband er nú ekki alveg komið svo langt. Það hlýtur nú örugglega að koma sá tími hjá okkur að við lendum eitthvað uppi á móti hvor öðrum, en ég held að við séum það miklir félagar að við leysum það bara í bróðerni.“ Þórsarar eru mættir í deild þeirra bestu að nýju undir eigin merkjum.stöð 2 sport Búast má við því að Þórsarar verði í fallbaráttu í vetur en Henry spurði þjálfarana út í það hver framtíðarsýnin væri hjá félaginu og hvað það hefði í för með sér ef liðið félli: „Það er rosalega erfitt að segja núna, en við höldum bara áfram að byggja upp. Við erum með flotta yngri flokka, fullt af ungum drengjum sem eru tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn,“ sagði Halldór. Vel gangi með rekstur yngri flokka í samkeppni við KA og aðrar íþróttagreinar. „Þetta er okkar annað ár undir merkjum Þórs. Fyrir mér hefur þetta mikla þýðingu. Ég er borinn og barnfæddur hérna upp frá og það er bara voðalega krúttlegt „concept“ að vera kominn heim og aftur undir merki Þórs. Við erum að búa til okkar gildi og okkar farveg, og það tekur bara tíma. Við höldum bara áfram,“ sagði Þorvaldur. Excel-skjalið segir eitt félag en skemmtilegra að hafa tvö Aðspurður hvort söknuður væri að Akureyri Handboltafélagi svaraði Þorvaldur: „Auðvitað er alltaf söknuður að einhverju sem að var gott og skemmtilegt, og samstaða um á sínum tíma, en maður þarf að kunna að setja það ofan í skúffu þegar það er búið. Það var flott „concept“ á meðan það var.“ Halldór viðurkenndi að líklega væri skynsamlegra að eitt handboltafélag væri á Akureyri í stað tveggja: „Excel-skjalið segir eitt en upp á skemmtilegheitin er betra að hafa tvö. Það er mjög þungur róður að hafa tvö lið en við getum það núna og þá höldum við áfram.“ Innslagið má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Þorvaldur og Halldór
Olís-deild karla Þór Akureyri Seinni bylgjan Tengdar fréttir Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli í vörn Þórsara í Olís deild karla í handbolta en hann á allt aðra sögu en flestir leikmenn deildarinnar. 27. október 2020 14:00 Topp fimm hjá Jóhanni Gunnari: Traustir menn í Olís deildinni sem gætu séð um börnin hans ef hann félli frá Jóhann Gunnar Einarsson setti saman fróðlegan topp fimm lista undir dramatískum formerkjum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. 27. október 2020 12:30 Martha: Gat ekki hætt án þess að fá að njóta þess að spila síðasta leikinn Martha Hermannsdóttir gengur vel að spila handbolta í Olís deildinni meðfram því að reka tannlæknastofu. Hún hefur verið á leiðinni að hætta í mörg ár en er samt enn að spila með liði KA/Þór. 27. október 2020 11:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Sjá meira
Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli í vörn Þórsara í Olís deild karla í handbolta en hann á allt aðra sögu en flestir leikmenn deildarinnar. 27. október 2020 14:00
Topp fimm hjá Jóhanni Gunnari: Traustir menn í Olís deildinni sem gætu séð um börnin hans ef hann félli frá Jóhann Gunnar Einarsson setti saman fróðlegan topp fimm lista undir dramatískum formerkjum í Seinni bylgjunni í gærkvöldi. 27. október 2020 12:30
Martha: Gat ekki hætt án þess að fá að njóta þess að spila síðasta leikinn Martha Hermannsdóttir gengur vel að spila handbolta í Olís deildinni meðfram því að reka tannlæknastofu. Hún hefur verið á leiðinni að hætta í mörg ár en er samt enn að spila með liði KA/Þór. 27. október 2020 11:00