Handboltaparið ekki búið að fjárfesta í neinu á Akureyri en útiloka ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2020 10:30 Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir ræða hér málin við Seinni bylgjuna. Skjámynd/S2 Sport Það er ekki oft sem handboltafélög geta fengið landsliðsfólk í bæði liðin sín á sama tíma en þannig var það einmitt á Akureyri í sumar. „Norðanmenn duttu heldur betur í lukkupottinn fyrir þetta tímabil þegar handboltaparið Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir ákváðu að velja það að fara norður og styrkja lið KA og KA/Þórs. Ég hitti þetta skemmtilega par á Akureyri,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann kynnti innslag um þau Ólaf og Rut í Seinni bylgjunni í vikunni. Líkar mjög vel á Akureyri Það var gott hljóðið í þeim Ólafi og Rut þegar þau hittu Henry Birgi á æfingasvæði KA. „Okkur líkar bara mjög vel hérna á Akureyri. Þetta hefur bara farið vel af stað, bæði handboltalega og að komast inn í samfélagið hérna. Það hefur gengið mjög vel,“ sagði Ólafur Gústafsson. Skjámynd/S2 Sport „Þetta er búið að vera mjög þægilegt og rólegt hérna fyrir okkur. Það passar vel fyrir okkur að við getum eytt mikilli orku í skólann og handboltann sem og að vera með stráknum okkar. Það er bara frábært,“ sagði Rut Jónsdóttir. En eru þau komin til að vera á Akureyri? „Það er góð spurning. Við erum ekki búin að fjárfesta í neinu ennþá hérna en við verðum út þennan samning og svo sjáum við til,“ sagði Ólafur. Man það ekki því það var svo langt síðan Henry Birgir spurði Rut út í muninn á íslensku kvennadeildinni síðan að hún spilaði þar síðast. „Vá, þetta er erfið spurning. Ég eiginlega man það ekki alveg því það eru svo langt síðan,“ sagði Rut en hún spilaði með HK áður en hún fór út í atvinnumennsku aðeins átján ára gömul árið 2008. „Ég var svo ung þá að mér fannst þær eldri í deildinni vera alveg æðislegar. Ég leit mikið upp til þeirra. það er aðeins öðruvísi núna og það er því erfitt að segja,“ sagði Rut. Það er mikið verið að velta sér upp úr stöðunni á Ólafi sem hefur verið mikið meiddur á sínum ferli. „Það er ótúlega gott núna. Ég lenti í því að fá tak í bakið á undirbúningstímabilinu og var frá í þrjár vikur. Ég var því smá þungur í fyrstu leikjunum en standið á mér var orðið allt annað í síðasta leik á móti Stjörnunni. Það var óheppilegt að það hafi verið flautað af beint eftir það en við erum búnir að æfa núna og nýta tímann mjög vel,“ sagði Ólafur. „Ég hef ekki misst úr æfingu núna og vonandi verð ég í góðu standi þegar við byrjum aftur,“ sagði Ólafur. Rosalega flottar stelpur sem leggja mikið á sig KA/Þór vann óvæntan sigur á Fram í Meistarakeppninni fyrir mót en hvað getur liðið farið langt? Skjámynd/S2 Sport „Vonandi bara alla leið. Það er markmiðið að vera um efstu sætin og það er gaman að við höfum komið svona á óvart. Þetta eru rosalega flottar stelpur sem leggja mikið á sig og þær eiga líka mikið inni líka. Ég vona að við eigum eftir að stríða toppliðunum,“ sagði Rut. „Ég vil deila minni reynslu en ég ætla ekki að segja þeim hvernig þær eiga að gera hlutina. Ég er alveg til í að aðstoða og kem með eitthvað ef þær vilja taka á móti hjálp,“ sagði Rut. En hvað getur karlalið KA gert í vetur? „Við höfum sýnt það í fyrstu leikjunum að við getum staðið í flestum liðum. Við eigum eftir að mæta liðunum sem er spáð þremur, fjórum efstu sætunum. Það kemur svolítið í ljós. Við erum að reyna að byggja upp einhverja vörn og markvörslu. Við erum að byrja upp á nýtt með þessa 6:0 vörn því liðið er búið að vera í agressífri vörn síðustu ár. Við erum að búa til nýjan strúktúr og við vonum bara að við komum á óvart,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið við þau hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við handboltaparið Ólaf og Rut Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Það er ekki oft sem handboltafélög geta fengið landsliðsfólk í bæði liðin sín á sama tíma en þannig var það einmitt á Akureyri í sumar. „Norðanmenn duttu heldur betur í lukkupottinn fyrir þetta tímabil þegar handboltaparið Ólafur Gústafsson og Rut Jónsdóttir ákváðu að velja það að fara norður og styrkja lið KA og KA/Þórs. Ég hitti þetta skemmtilega par á Akureyri,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson þegar hann kynnti innslag um þau Ólaf og Rut í Seinni bylgjunni í vikunni. Líkar mjög vel á Akureyri Það var gott hljóðið í þeim Ólafi og Rut þegar þau hittu Henry Birgi á æfingasvæði KA. „Okkur líkar bara mjög vel hérna á Akureyri. Þetta hefur bara farið vel af stað, bæði handboltalega og að komast inn í samfélagið hérna. Það hefur gengið mjög vel,“ sagði Ólafur Gústafsson. Skjámynd/S2 Sport „Þetta er búið að vera mjög þægilegt og rólegt hérna fyrir okkur. Það passar vel fyrir okkur að við getum eytt mikilli orku í skólann og handboltann sem og að vera með stráknum okkar. Það er bara frábært,“ sagði Rut Jónsdóttir. En eru þau komin til að vera á Akureyri? „Það er góð spurning. Við erum ekki búin að fjárfesta í neinu ennþá hérna en við verðum út þennan samning og svo sjáum við til,“ sagði Ólafur. Man það ekki því það var svo langt síðan Henry Birgir spurði Rut út í muninn á íslensku kvennadeildinni síðan að hún spilaði þar síðast. „Vá, þetta er erfið spurning. Ég eiginlega man það ekki alveg því það eru svo langt síðan,“ sagði Rut en hún spilaði með HK áður en hún fór út í atvinnumennsku aðeins átján ára gömul árið 2008. „Ég var svo ung þá að mér fannst þær eldri í deildinni vera alveg æðislegar. Ég leit mikið upp til þeirra. það er aðeins öðruvísi núna og það er því erfitt að segja,“ sagði Rut. Það er mikið verið að velta sér upp úr stöðunni á Ólafi sem hefur verið mikið meiddur á sínum ferli. „Það er ótúlega gott núna. Ég lenti í því að fá tak í bakið á undirbúningstímabilinu og var frá í þrjár vikur. Ég var því smá þungur í fyrstu leikjunum en standið á mér var orðið allt annað í síðasta leik á móti Stjörnunni. Það var óheppilegt að það hafi verið flautað af beint eftir það en við erum búnir að æfa núna og nýta tímann mjög vel,“ sagði Ólafur. „Ég hef ekki misst úr æfingu núna og vonandi verð ég í góðu standi þegar við byrjum aftur,“ sagði Ólafur. Rosalega flottar stelpur sem leggja mikið á sig KA/Þór vann óvæntan sigur á Fram í Meistarakeppninni fyrir mót en hvað getur liðið farið langt? Skjámynd/S2 Sport „Vonandi bara alla leið. Það er markmiðið að vera um efstu sætin og það er gaman að við höfum komið svona á óvart. Þetta eru rosalega flottar stelpur sem leggja mikið á sig og þær eiga líka mikið inni líka. Ég vona að við eigum eftir að stríða toppliðunum,“ sagði Rut. „Ég vil deila minni reynslu en ég ætla ekki að segja þeim hvernig þær eiga að gera hlutina. Ég er alveg til í að aðstoða og kem með eitthvað ef þær vilja taka á móti hjálp,“ sagði Rut. En hvað getur karlalið KA gert í vetur? „Við höfum sýnt það í fyrstu leikjunum að við getum staðið í flestum liðum. Við eigum eftir að mæta liðunum sem er spáð þremur, fjórum efstu sætunum. Það kemur svolítið í ljós. Við erum að reyna að byggja upp einhverja vörn og markvörslu. Við erum að byrja upp á nýtt með þessa 6:0 vörn því liðið er búið að vera í agressífri vörn síðustu ár. Við erum að búa til nýjan strúktúr og við vonum bara að við komum á óvart,“ sagði Ólafur en það má sjá allt viðtalið við þau hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við handboltaparið Ólaf og Rut
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan KA Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti