Fleira verður á kjörseðlinum en hver verður næsti forseti þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þriðjudaginn 3. nóvember. Kosið er til beggja deild Bandaríkjaþings, ríkisstjóra og ýmissa annarra embætta í einstökum ríkjum og sýslum samhliða forsetakosningunum. Keppnin á milli Donalds Trump forseta og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, er nú í algleymingi. Biden hefur mælst með forskot á Trump í skoðanakönnunum á landsvísu um margra mánaða skeið en það hefur aukist í kórónuveirufaraldrinum á þessu ári. Kannanir benda til þess að mjórra sé á munum í þeim ríkjum sem eru talin eiga eftir að ráða úrslitum. Úrslit þingkosninga og ríkisstjóra- og ríkisþingkosninga í einstökum ríkjum eru einnig þýðingarmikil þó að þær hafi að mestu fallið í skuggann af baráttunni í forsetaslagnum. Nýtt þing hefur mikil áhrif á hverju næsti forseti getur komið í verk á næsta kjörtímabili og yfirvöld í ríkjum geta haft töluverð áhrif á kosningar til Bandaríkjaþings. Búist er við umtalsverðri kjörsókn í ár en vegna kórónuveirufaraldursins hefur metfjöldi fólks þegar greitt atkvæði utankjörfundar eða með póstatkvæði. Hér á eftir fer það helsta sem verður á kjörseðli bandarískra kjósenda: Forsetaslagurinn Repúblikanarnir Donald Trump forseti og Mike Pence varaforseti berjast fyrir endurkjöri gegn demókrötunum Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og öldungadeildarþingmanni Delaware, og Kamölu Harris, öldungadeildarþingmanni frá Kaliforníu. Tveir aðrir flokkar sem fengu meira en 1% atkvæða árið 2016 stilla upp frambjóðendum í kosningunum í ár. Frjálshyggjuflokkurinn (e. Libertarian Party) býður fram Jo Jorgensen og Spike Cohen en Græningjar stilla upp Howie Hawkins og Angelu Nicole Walker. Auk þeirra eru ýmsir frambjóðendur smáflokka í framboði, þar á meðal rapparinn Kanye West. Hann verður ekki á kjörseðlinum í öllum ríkjum þar sem hann bauð sig of seint til þess að skila inn framboði alls staðar. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu. Þess í stað fær hvert ríki svokallaða kjörmenn í hlutfalli við íbúafjölda. Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í ríki fær alla kjörmenn þess (nema í Nebraska og Maine sem úthluta einnig kjörmönnum út frá úrslitum í kjördæmum innan ríkjanna). Kjörmannaráð kýs svo forsetann 14. desember. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigur. Kjörmannakerfið þýðir að frambjóðandi getur hrósað sigri án þess að hljóta meirihluta atkvæða í landinu. Þannig hlaut Trump um tveimur prósentustigum færri atkvæði en Hillary Clinton í kosningunum árið 2016. Nýr forseti tekur ekki við embættinu fyrr en 20. janúar. Bandaríska þinghúsið í Washington-borg.Vísir/Getty Bandaríkjaþing Kosið er til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í 435 einmenningskjördæmum sem dreifast á ríkin í hlutfalli við íbúafjölda á tveggja ára fresti. Fulltrúadeildin hefur völd til að leggja fram frumvörp um tekjuöflun, kæra embættismenn fyrir brot í starfi og kjósa forseta ef jafnt verður í atkvæðagreiðslu kjörmanna. Demókratar náðu meirihluta af repúblikönum í fulltrúadeildinni í þingkosningunum árið 2018. Það hafði töluverð áhrif á forsetatíð Trump. Auk þess sem hann gat ekki lengur treyst á að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið notuðu demókratar heimildir þingnefnda til að rannsaka stjórnarathafnir forsetans og ríkisstjórnar hans rækilega. Það leiddi meðal annars til þess að Trump varð þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem var kærður fyrir embættisbrot í starfi síðasta vetur. Skoðanakannanir benda til þess að yfirgnæfandi líkur séu á að demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Spennan er meiri í öldungadeildinni þó að kannanir standi betur að vígi en repúblikanar í könnunum. Kosið er til um 35 af hundrað sætum í deildinni. Öldungadeildarþingmenn sitja til sex ára í senn en aðeins er kosið um hluta sæta í deildinni í hverjum kosningum. Hvert ríki hefur tvo öldungadeildarþingmenn, óháð íbúafjölda. Þingmennirnir eru kjörnir af kjósendum í öllu ríkinu. Repúblikanar hafa farið með meirihluta í öldungadeildinni frá miðju öðru kjörtímabili Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2014. Þeir juku við meirihluta sinn í deildinni í þingkosningunum árið 2018. Nú bendir spálíkan Five Thirty Eight til þess að líkur demókrata á að vinna meirihluta í öldungadeildinni sé um það bil þrír á móti fjórum. Repúblikanar eygja því enn raunhæfan möguleika á að halda meirihluta sínum þar. Þeir hafa aftur á móti 23 sæti að verja en demókratar aðeins tólf. Öldungadeildin er á ýmsum hátt valdameiri deild þingsins. Hún fjallar um og staðfestir skipanir ýmissa embættismanna eins og ráðherra, dómara og forstöðumanna stofnana. Nái Biden kjöri sem forseti en repúblikanar halda öldungadeildinni gætu möguleikar hans á að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd næstu tvö árin að minnsta kosti verið takmarkaðir. Graphic News Ríkisstjórar og ríkisþing Kjósendur í ellefu ríkjum og tveimur landsvæðum Bandaríkjanna velja sér ríkisstjóra á þriðjudag, þar á. Þar eiga repúblikanar sjö sæti að verja en demókratar sex. Kosið er til ríkisstjóra í Delaware, Indiana, Missouri, Montana, New Hampshire, Norður-Karólínu, Norður-Dakóta, Utah, Vermont, Washington og Vestur-Virginíu auk Púertó Ríkó og Bandarísku Samóaeyja. Flest sæti á ríkisþingum um Bandaríkin víðöll verða einnig á kjörseðlinum. Kosið verður til 86 af 99 deilda ríkisþinga í landinu. Um þessar mundir ráða repúblikanar ríkjum á ríkisþingum meirihluta ríkjanna. Úrslit ríkisþingskosninga í ár eru sérstaklega þýðingarmikil því kjördæmamörk fyrir ríkisþings- og þingkosningar verða dregin upp á nýtt á næsta ári. Kjördæmi eru dregin upp á tíu ára fresti en repúblikanar notfærðu sér góðan árangur í ríkisþingskosningum árið 2010 til þess að draga upp kjördæmamörk sem hygla frambjóðendum flokksins. Demókratar hafa einnig teiknað upp kjördæmi sem henta þeim í ríkjum sem þeir stýrðu á þessum tíma en í minna mæli þó. Hagræðing kjördæmamarka (e. Gerrymandering) af þessu tagi gerði þannig repúblikönum i Wisconsin kleift að vinna aukinn meirihluta þingmanna á ríkisþinginu þrátt fyrir að demókratar fengju fleiri atkvæði á ríkisvísu. Ríkisþingin hafa einnig kjördæmamörk fyrir kosningarnar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í höndum sér. Eftir að núgildandi kjördæmamörk voru dregin upp árið 2011 hafa repúblikanar ekki þurft að vinna meirihluta atkvæða á landsvísu til þess að vinna meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. Sú staðreynd að stærstur hluti kjósenda demókratar býr í fáum þéttbýlisstöðum í hverju ríki hefur einnig áhrif á að repúblikanar standa betur að vígi í kosningum til fulltrúadeildarinnar. Nýr ríkisfáni, kannabis og atkvæðaréttur Þessu til viðbótar verður kosið um 82 sæti við hæstarétt í 35 ríkjum samhliða forseta- og þingkosningunum, það er um fjórðungur allra ríkishæstaréttarsæta í landinu. Ýmsar tillögur verða lagðar í dóm kjósenda í einstökum ríkjum. Í Mississippi greiða kjósendur atkvæði um tillögu að nýjum fána ríkisins eftir að sá gamli var lagður á hilluna í kjölfar mótmæla gegn kerfislægri kynþáttahyggju í vor og sumar. Í þeim gamla var fáni gamla Suðurríkjasambandsins sem barðist fyrir áframhaldandi þrælahaldi í bandaríska borgarastríðinu. Á Púertó Ríkó verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að landsvæðið ætti að verða fullgilt ríki en hún er ekki bindandi. Í Montana og Arizona segja kjósendur hug sinn til tillagna um að lögleiða kannabisneyslu. Í Alabama, Colorado og Flórída verða greidd atkvæði um að þrengja orðalag um kosningarétt í stjórnarskrá ríkjanna. Atkvæðaréttur verður ekki lengur „allra borgara“, heldur „aðeins borgara“. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Fréttaskýringar Tengdar fréttir Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00 Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Afstaða bandarísku forsetaframbjóðendanna tveggja til hinna ýmsu mála er ólík. Hér förum við yfir þau helstu. 31. október 2020 07:01 Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Fleira verður á kjörseðlinum en hver verður næsti forseti þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þriðjudaginn 3. nóvember. Kosið er til beggja deild Bandaríkjaþings, ríkisstjóra og ýmissa annarra embætta í einstökum ríkjum og sýslum samhliða forsetakosningunum. Keppnin á milli Donalds Trump forseta og Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, er nú í algleymingi. Biden hefur mælst með forskot á Trump í skoðanakönnunum á landsvísu um margra mánaða skeið en það hefur aukist í kórónuveirufaraldrinum á þessu ári. Kannanir benda til þess að mjórra sé á munum í þeim ríkjum sem eru talin eiga eftir að ráða úrslitum. Úrslit þingkosninga og ríkisstjóra- og ríkisþingkosninga í einstökum ríkjum eru einnig þýðingarmikil þó að þær hafi að mestu fallið í skuggann af baráttunni í forsetaslagnum. Nýtt þing hefur mikil áhrif á hverju næsti forseti getur komið í verk á næsta kjörtímabili og yfirvöld í ríkjum geta haft töluverð áhrif á kosningar til Bandaríkjaþings. Búist er við umtalsverðri kjörsókn í ár en vegna kórónuveirufaraldursins hefur metfjöldi fólks þegar greitt atkvæði utankjörfundar eða með póstatkvæði. Hér á eftir fer það helsta sem verður á kjörseðli bandarískra kjósenda: Forsetaslagurinn Repúblikanarnir Donald Trump forseti og Mike Pence varaforseti berjast fyrir endurkjöri gegn demókrötunum Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og öldungadeildarþingmanni Delaware, og Kamölu Harris, öldungadeildarþingmanni frá Kaliforníu. Tveir aðrir flokkar sem fengu meira en 1% atkvæða árið 2016 stilla upp frambjóðendum í kosningunum í ár. Frjálshyggjuflokkurinn (e. Libertarian Party) býður fram Jo Jorgensen og Spike Cohen en Græningjar stilla upp Howie Hawkins og Angelu Nicole Walker. Auk þeirra eru ýmsir frambjóðendur smáflokka í framboði, þar á meðal rapparinn Kanye West. Hann verður ekki á kjörseðlinum í öllum ríkjum þar sem hann bauð sig of seint til þess að skila inn framboði alls staðar. Forsetinn er ekki kjörinn beinni kosningu. Þess í stað fær hvert ríki svokallaða kjörmenn í hlutfalli við íbúafjölda. Sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði í ríki fær alla kjörmenn þess (nema í Nebraska og Maine sem úthluta einnig kjörmönnum út frá úrslitum í kjördæmum innan ríkjanna). Kjörmannaráð kýs svo forsetann 14. desember. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigur. Kjörmannakerfið þýðir að frambjóðandi getur hrósað sigri án þess að hljóta meirihluta atkvæða í landinu. Þannig hlaut Trump um tveimur prósentustigum færri atkvæði en Hillary Clinton í kosningunum árið 2016. Nýr forseti tekur ekki við embættinu fyrr en 20. janúar. Bandaríska þinghúsið í Washington-borg.Vísir/Getty Bandaríkjaþing Kosið er til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í 435 einmenningskjördæmum sem dreifast á ríkin í hlutfalli við íbúafjölda á tveggja ára fresti. Fulltrúadeildin hefur völd til að leggja fram frumvörp um tekjuöflun, kæra embættismenn fyrir brot í starfi og kjósa forseta ef jafnt verður í atkvæðagreiðslu kjörmanna. Demókratar náðu meirihluta af repúblikönum í fulltrúadeildinni í þingkosningunum árið 2018. Það hafði töluverð áhrif á forsetatíð Trump. Auk þess sem hann gat ekki lengur treyst á að koma stefnumálum sínum í gegnum þingið notuðu demókratar heimildir þingnefnda til að rannsaka stjórnarathafnir forsetans og ríkisstjórnar hans rækilega. Það leiddi meðal annars til þess að Trump varð þriðji forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem var kærður fyrir embættisbrot í starfi síðasta vetur. Skoðanakannanir benda til þess að yfirgnæfandi líkur séu á að demókratar haldi meirihluta sínum í fulltrúadeildinni. Spennan er meiri í öldungadeildinni þó að kannanir standi betur að vígi en repúblikanar í könnunum. Kosið er til um 35 af hundrað sætum í deildinni. Öldungadeildarþingmenn sitja til sex ára í senn en aðeins er kosið um hluta sæta í deildinni í hverjum kosningum. Hvert ríki hefur tvo öldungadeildarþingmenn, óháð íbúafjölda. Þingmennirnir eru kjörnir af kjósendum í öllu ríkinu. Repúblikanar hafa farið með meirihluta í öldungadeildinni frá miðju öðru kjörtímabili Baracks Obama, fyrrverandi forseta, árið 2014. Þeir juku við meirihluta sinn í deildinni í þingkosningunum árið 2018. Nú bendir spálíkan Five Thirty Eight til þess að líkur demókrata á að vinna meirihluta í öldungadeildinni sé um það bil þrír á móti fjórum. Repúblikanar eygja því enn raunhæfan möguleika á að halda meirihluta sínum þar. Þeir hafa aftur á móti 23 sæti að verja en demókratar aðeins tólf. Öldungadeildin er á ýmsum hátt valdameiri deild þingsins. Hún fjallar um og staðfestir skipanir ýmissa embættismanna eins og ráðherra, dómara og forstöðumanna stofnana. Nái Biden kjöri sem forseti en repúblikanar halda öldungadeildinni gætu möguleikar hans á að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd næstu tvö árin að minnsta kosti verið takmarkaðir. Graphic News Ríkisstjórar og ríkisþing Kjósendur í ellefu ríkjum og tveimur landsvæðum Bandaríkjanna velja sér ríkisstjóra á þriðjudag, þar á. Þar eiga repúblikanar sjö sæti að verja en demókratar sex. Kosið er til ríkisstjóra í Delaware, Indiana, Missouri, Montana, New Hampshire, Norður-Karólínu, Norður-Dakóta, Utah, Vermont, Washington og Vestur-Virginíu auk Púertó Ríkó og Bandarísku Samóaeyja. Flest sæti á ríkisþingum um Bandaríkin víðöll verða einnig á kjörseðlinum. Kosið verður til 86 af 99 deilda ríkisþinga í landinu. Um þessar mundir ráða repúblikanar ríkjum á ríkisþingum meirihluta ríkjanna. Úrslit ríkisþingskosninga í ár eru sérstaklega þýðingarmikil því kjördæmamörk fyrir ríkisþings- og þingkosningar verða dregin upp á nýtt á næsta ári. Kjördæmi eru dregin upp á tíu ára fresti en repúblikanar notfærðu sér góðan árangur í ríkisþingskosningum árið 2010 til þess að draga upp kjördæmamörk sem hygla frambjóðendum flokksins. Demókratar hafa einnig teiknað upp kjördæmi sem henta þeim í ríkjum sem þeir stýrðu á þessum tíma en í minna mæli þó. Hagræðing kjördæmamarka (e. Gerrymandering) af þessu tagi gerði þannig repúblikönum i Wisconsin kleift að vinna aukinn meirihluta þingmanna á ríkisþinginu þrátt fyrir að demókratar fengju fleiri atkvæði á ríkisvísu. Ríkisþingin hafa einnig kjördæmamörk fyrir kosningarnar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í höndum sér. Eftir að núgildandi kjördæmamörk voru dregin upp árið 2011 hafa repúblikanar ekki þurft að vinna meirihluta atkvæða á landsvísu til þess að vinna meirihluta sæta í fulltrúadeildinni. Sú staðreynd að stærstur hluti kjósenda demókratar býr í fáum þéttbýlisstöðum í hverju ríki hefur einnig áhrif á að repúblikanar standa betur að vígi í kosningum til fulltrúadeildarinnar. Nýr ríkisfáni, kannabis og atkvæðaréttur Þessu til viðbótar verður kosið um 82 sæti við hæstarétt í 35 ríkjum samhliða forseta- og þingkosningunum, það er um fjórðungur allra ríkishæstaréttarsæta í landinu. Ýmsar tillögur verða lagðar í dóm kjósenda í einstökum ríkjum. Í Mississippi greiða kjósendur atkvæði um tillögu að nýjum fána ríkisins eftir að sá gamli var lagður á hilluna í kjölfar mótmæla gegn kerfislægri kynþáttahyggju í vor og sumar. Í þeim gamla var fáni gamla Suðurríkjasambandsins sem barðist fyrir áframhaldandi þrælahaldi í bandaríska borgarastríðinu. Á Púertó Ríkó verður haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort að landsvæðið ætti að verða fullgilt ríki en hún er ekki bindandi. Í Montana og Arizona segja kjósendur hug sinn til tillagna um að lögleiða kannabisneyslu. Í Alabama, Colorado og Flórída verða greidd atkvæði um að þrengja orðalag um kosningarétt í stjórnarskrá ríkjanna. Atkvæðaréttur verður ekki lengur „allra borgara“, heldur „aðeins borgara“.
Stærstu hneykslismál Trump Donald Trump hefur staðið í ströngu í árum sínum í embætti. Hér förum við yfir nokkur mál sem hafa valdið hvað mestu fjaðrafoki. 1. nóvember 2020 21:00
Helstu málefni Bandaríkjanna og hvar Trump og Biden standa Afstaða bandarísku forsetaframbjóðendanna tveggja til hinna ýmsu mála er ólík. Hér förum við yfir þau helstu. 31. október 2020 07:01
Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. 29. október 2020 14:44