„Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. nóvember 2020 08:00 Þrír ættliðir, fv.: Smári Hermannsson, Hermann Smárason, Sandra Hermannsdóttir og Smári Hermannsson. Vísir/Vilhelm „Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa á Seyðisfirði. Allir að vinna sjálfstætt og ætla að meika það,“ segir Hermann Smárason einn eigandi Graf Skiltagerðar. Skiltagerðin kom fyrir tilviljun upp í hendurnar á honum þegar hann var rúmlega tvítugur að vinna með föður sínum. Sagan endurtók sig síðan þegar sonur hans, Smári Hermannson, tók til starfa hjá Graf. Smári er jafnframt upphafsmaður HER design, sem er framleiðsla undir merkjum Graf. „Við erum eins og hjartað og lungun saman feðgarnir,“ segir Hermann og bætir við: „Ég stæði ekki í þessu án Smára.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Graf skiltagerð. Rassvasabókhaldið sem margir þekkja Á vefsíðu Graf skiltagerðar segir að fyrirtækið sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1980. Fjögur nöfn starfsmanna eru uppgefin: Hermann Smárason, börnin hans Smári og Sandra og síðan faðir Hermanns og afi systkinanna, Smári Hermannsson eldri. Að sögn Hermanns má rekja sögu starfseminnar til þess þegar faðir hans rak rafmagnsverkstæðið Rafboða í Garðabæ. Það fyrirtæki sá um raflagnir og töflusmíði í skipum sem smíðuð voru fyrir skipasmíðastöðina Stálvík á þeim tíma sem hún var. Fyrir rafmagnstöflurnar þurfti skilti sem grafið var í og fyrir þau skilti var fjárfest í vél. „Í framhaldinu var vélin kom í mínar hendur og Graf var stofnað fyrir skiltagerðina sem unnin var fyrir Rafboða,“ segir Hermann um upphafið. Áður en Hermann vissi af var hann kominn með vélarnar í bílskúrinn. Sjálfur starfaði hann þó í slökkviliði sem hann hefur gert samhliða alla tíð. Hermann segir skiltagerðina hins vegar hafa verið einhvers konar áráttu hjá sér. „Ég var alltaf að taka myndir af skiltum á ferðarlögum og fá hugmyndir,“ segir Hermann. Skiltagerðin sjálf var ýmist inni í bílskúr eða fluttist á milli geymsla. Bókhaldið var svona rassvasabókhald eins og margir þekkja. Ég kunni lítið á það en vissi allt um skilagerðina, efnin og tækin,“ segir Hermann sem einnig er blikksmíðameistari í grunninn. „Við erum eins og hjartað og lungun saman feðgarnir“ segir Hermann um samstarfið við soninn Smára.Vísir/Vilhelm Þriðja kynslóðin Um tíma tók Pétur bróðir Hermanns við en síðan keypti Hermann skiltagerðina aftur. „Ég losnaði ekki við þetta, skrönglaðist í þessu alltaf hreint, meira að segja í átta fermetra geymslu á Völlunum,“ segir Hermann. Hann viðurkennir þó að hafa hætt um tíma en þá var hann sjálfur að byggja í Garðabæ. Á meðan það var vísaði hann viðskiptavinum annað. En áður en varði var hann kominn á fullt í skiltagerðina á ný. „Og síðan fer allt endanlega að gerast aftur þegar Smári kemur árið 2013,“ segir Hermann og bætir við: „Hann er með tölvukunnáttuna og ég var búinn að átta mig á því að Smári hafði það sem fyrirtækinu vantaði.“ Já ég er auðvitað af þeirri kynslóð að þekkja ekkert annað en netið, síma og samfélagsmiðla. Þannig að ég kom með það inn til viðbótar og við fórum að markaðssetja okkur sérstaklega á Facebook og síðar Instagram, þá fór bara allt að gerast,“ segir sonurinn Smári. En hvað var það sem þú sást í þessu? spyr blaðamaðurinn soninn Smára. „Ég sá strax fyrir mér einhvers konar fjöldaframleiðslu. Og sölu á netinu. Pabbi kunni á allt með efnið og tækin og hvernig ætti að gera hlutina. En ég er frekar með hugmyndirnar að því hvað við getum gert og kann að nýta mér netið og samfélagsmiðla. Ég kom því með heimasíðuna mjög snemma sem dæmi,“ segir Smári. Heillaðist af íslenska Krummanum Um tíma fengu feðgarnir rými hjá fyrirtækinu Ásafli í Hafnarfirði. Með þeim flutningum voru þeir loks farnir að vinna meira meðal fólks, sem feðgarnir segja að hafi verið mjög gott skref. Þegar Ásafl þurfti að fara að nota rýmið, voru feðgarnir byrjaðir að leita af nýju húsnæði. Þeir fluttu því næst í 100 fermetra rými í Hafnarfirði. Þá þegar voru uppi hugmyndir um viðbætur í reksturinn. Fara feðgarnir að prófa sig áfram með að framkalla ljósmynd á plexígler og skera hana svo út. Fyrir tilviljun rekst Smári síðan á mynd af íslenska krummanum sem hann heillaðist af. Krummastyttan sem mörg heimili þekkja, varð til í kjölfarið. Hún hefur verið seld í þúsundum eintaka en fyrstu styttuna á Smári enn og hún var búin til 16.október árið 2016. Á þessum tíma var dóttirin Sandra með feðgunum á fullu. Hún kom með hugmyndina að nafninu HER design sem sérstakt vörumerki fyrir framleiðsluna á styttum, stjökum og fleira. Nafnið „HER“ er tilvísun í nafnið Hermann sem þau öll bera, en ekki „hör“ eins og margir misskilja eflaust og halda að eigi að bera fram á ensku. Smári segir lítil fyrirtæki oft glíma við alls kyns vandamál sem stærri fyrirtæki þekkja ekki því í litlum fyrirtækjum sinna eigendur öllum störfum.Vísir/Vilhelm Og síðan kom Covid Framleiðslan var nú komin til sölu víða. Fyrst í blómabúðir og gjafavöruverslanir. Síðan DUKA og Casa. Áfram héldu feðgarnir að þróa sig áfram og byrjuðu að framleiða vörur sem ætlaðar voru fyrir túristana. ,,Við ætluðum í sölu í flugvélunum og þessum vinsælustu túristabúðum,“ segir Hermann. En síðan kom Covid. „Og þá var það bara búið,“ segir Hermann. Nei þetta er ekkert búið pabbi,“ segir Smári og bætir við: „Það er bara minna í gangi eins og er.“ Feðgarnir segja að kórónufaraldurinn hafi verið mikið áfall. Enda hafa síðustu þrjú árin að miklu leyti farið í að koma allri framleiðslunni á laggirnar fyrir alvöru. „Og þetta er mikið verk. Tveir karlar í tíu hlutverkum því við sjáum um allt sjálfir. Allt frá afgreiðslu yfir í afhendingu, tölvubúnað og heimasíðu, innflutning, afgreiðslu á tolli, bókaldi, erlendar greiðslur, halda utan um allar sölur og viðskiptavini,“ segir Smári. Að sögn Smára fylgja smærri fyrirtækjum líka oft vandamál sem stærri fyrirtæki þekkja ekki. Í litlum fyrirtækjum sjá eigendur um allt. Þetta er reyndar drulluverðmæt reynsla að læra að koma svona fyrirtæki á laggirnar,“ segir Smári sem nú er 26 ára og segist þakklátur fyrir allt sem hann hefur lært. „Þetta erfist oft í genunum“ Hér má sjá forláta skrifborð sem er frá langafa Hermanns frá Seyðisfirði.Vísir/Vilhelm Fjölskyldan leggur áherslu á heilsu og hreysti. Stunda öll líkamsrækt og þá sérstaklega Smári sem er alltaf í sundi, á hlaupum eða í ræktinni. Feðgarnir segja heilsuna mikilvæga því í litlum fyrirtækjum er álagið oft mikið og í mörgu erfitt að kúpla sig alveg frá. Feðgarnir segjast samt leggja áherslu á heilsu og hreysti. Stunda báðir líkamsrækt og þá sér í lagi sonurinn sem er alltaf í sundi, á hlaupum eða í ræktinni. Heilsan sé mikilvæg þegar álagið er mikið og í mörgu að snúast. „Vöruþróunin er til dæmis í gangi alla daga, maður er alltaf að,“ segir Smári sem dæmi um hvaða verkefni hverfa aldrei úr huganum. Daga, nætur eða yfir hátíðar. Þá bendir Hermann á forláta skrifborð á því má sjá vöruúrval skilta, styttur og stjaka. ,,Þetta er skrifborðið frá langafa mínum frá Seyðisfirði sem ég nefndi hér áðan,“ segir Hermann og bætir við: Ég held reyndar að þetta hafi allt byrjað þarna á Seyðisfirði. Þessi áhugi á að standa í eiginn rekstri erfist oft í genunum að ég held. Og mér finnst samstarfið frábært með börnunum mínum því ég hef svo mikla trú á þeim.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
„Ég held ég hafi fengið þetta frá pabba, eða afa eða jafnvel langafa á Seyðisfirði. Allir að vinna sjálfstætt og ætla að meika það,“ segir Hermann Smárason einn eigandi Graf Skiltagerðar. Skiltagerðin kom fyrir tilviljun upp í hendurnar á honum þegar hann var rúmlega tvítugur að vinna með föður sínum. Sagan endurtók sig síðan þegar sonur hans, Smári Hermannson, tók til starfa hjá Graf. Smári er jafnframt upphafsmaður HER design, sem er framleiðsla undir merkjum Graf. „Við erum eins og hjartað og lungun saman feðgarnir,“ segir Hermann og bætir við: „Ég stæði ekki í þessu án Smára.“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Graf skiltagerð. Rassvasabókhaldið sem margir þekkja Á vefsíðu Graf skiltagerðar segir að fyrirtækið sé rótgróið fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1980. Fjögur nöfn starfsmanna eru uppgefin: Hermann Smárason, börnin hans Smári og Sandra og síðan faðir Hermanns og afi systkinanna, Smári Hermannsson eldri. Að sögn Hermanns má rekja sögu starfseminnar til þess þegar faðir hans rak rafmagnsverkstæðið Rafboða í Garðabæ. Það fyrirtæki sá um raflagnir og töflusmíði í skipum sem smíðuð voru fyrir skipasmíðastöðina Stálvík á þeim tíma sem hún var. Fyrir rafmagnstöflurnar þurfti skilti sem grafið var í og fyrir þau skilti var fjárfest í vél. „Í framhaldinu var vélin kom í mínar hendur og Graf var stofnað fyrir skiltagerðina sem unnin var fyrir Rafboða,“ segir Hermann um upphafið. Áður en Hermann vissi af var hann kominn með vélarnar í bílskúrinn. Sjálfur starfaði hann þó í slökkviliði sem hann hefur gert samhliða alla tíð. Hermann segir skiltagerðina hins vegar hafa verið einhvers konar áráttu hjá sér. „Ég var alltaf að taka myndir af skiltum á ferðarlögum og fá hugmyndir,“ segir Hermann. Skiltagerðin sjálf var ýmist inni í bílskúr eða fluttist á milli geymsla. Bókhaldið var svona rassvasabókhald eins og margir þekkja. Ég kunni lítið á það en vissi allt um skilagerðina, efnin og tækin,“ segir Hermann sem einnig er blikksmíðameistari í grunninn. „Við erum eins og hjartað og lungun saman feðgarnir“ segir Hermann um samstarfið við soninn Smára.Vísir/Vilhelm Þriðja kynslóðin Um tíma tók Pétur bróðir Hermanns við en síðan keypti Hermann skiltagerðina aftur. „Ég losnaði ekki við þetta, skrönglaðist í þessu alltaf hreint, meira að segja í átta fermetra geymslu á Völlunum,“ segir Hermann. Hann viðurkennir þó að hafa hætt um tíma en þá var hann sjálfur að byggja í Garðabæ. Á meðan það var vísaði hann viðskiptavinum annað. En áður en varði var hann kominn á fullt í skiltagerðina á ný. „Og síðan fer allt endanlega að gerast aftur þegar Smári kemur árið 2013,“ segir Hermann og bætir við: „Hann er með tölvukunnáttuna og ég var búinn að átta mig á því að Smári hafði það sem fyrirtækinu vantaði.“ Já ég er auðvitað af þeirri kynslóð að þekkja ekkert annað en netið, síma og samfélagsmiðla. Þannig að ég kom með það inn til viðbótar og við fórum að markaðssetja okkur sérstaklega á Facebook og síðar Instagram, þá fór bara allt að gerast,“ segir sonurinn Smári. En hvað var það sem þú sást í þessu? spyr blaðamaðurinn soninn Smára. „Ég sá strax fyrir mér einhvers konar fjöldaframleiðslu. Og sölu á netinu. Pabbi kunni á allt með efnið og tækin og hvernig ætti að gera hlutina. En ég er frekar með hugmyndirnar að því hvað við getum gert og kann að nýta mér netið og samfélagsmiðla. Ég kom því með heimasíðuna mjög snemma sem dæmi,“ segir Smári. Heillaðist af íslenska Krummanum Um tíma fengu feðgarnir rými hjá fyrirtækinu Ásafli í Hafnarfirði. Með þeim flutningum voru þeir loks farnir að vinna meira meðal fólks, sem feðgarnir segja að hafi verið mjög gott skref. Þegar Ásafl þurfti að fara að nota rýmið, voru feðgarnir byrjaðir að leita af nýju húsnæði. Þeir fluttu því næst í 100 fermetra rými í Hafnarfirði. Þá þegar voru uppi hugmyndir um viðbætur í reksturinn. Fara feðgarnir að prófa sig áfram með að framkalla ljósmynd á plexígler og skera hana svo út. Fyrir tilviljun rekst Smári síðan á mynd af íslenska krummanum sem hann heillaðist af. Krummastyttan sem mörg heimili þekkja, varð til í kjölfarið. Hún hefur verið seld í þúsundum eintaka en fyrstu styttuna á Smári enn og hún var búin til 16.október árið 2016. Á þessum tíma var dóttirin Sandra með feðgunum á fullu. Hún kom með hugmyndina að nafninu HER design sem sérstakt vörumerki fyrir framleiðsluna á styttum, stjökum og fleira. Nafnið „HER“ er tilvísun í nafnið Hermann sem þau öll bera, en ekki „hör“ eins og margir misskilja eflaust og halda að eigi að bera fram á ensku. Smári segir lítil fyrirtæki oft glíma við alls kyns vandamál sem stærri fyrirtæki þekkja ekki því í litlum fyrirtækjum sinna eigendur öllum störfum.Vísir/Vilhelm Og síðan kom Covid Framleiðslan var nú komin til sölu víða. Fyrst í blómabúðir og gjafavöruverslanir. Síðan DUKA og Casa. Áfram héldu feðgarnir að þróa sig áfram og byrjuðu að framleiða vörur sem ætlaðar voru fyrir túristana. ,,Við ætluðum í sölu í flugvélunum og þessum vinsælustu túristabúðum,“ segir Hermann. En síðan kom Covid. „Og þá var það bara búið,“ segir Hermann. Nei þetta er ekkert búið pabbi,“ segir Smári og bætir við: „Það er bara minna í gangi eins og er.“ Feðgarnir segja að kórónufaraldurinn hafi verið mikið áfall. Enda hafa síðustu þrjú árin að miklu leyti farið í að koma allri framleiðslunni á laggirnar fyrir alvöru. „Og þetta er mikið verk. Tveir karlar í tíu hlutverkum því við sjáum um allt sjálfir. Allt frá afgreiðslu yfir í afhendingu, tölvubúnað og heimasíðu, innflutning, afgreiðslu á tolli, bókaldi, erlendar greiðslur, halda utan um allar sölur og viðskiptavini,“ segir Smári. Að sögn Smára fylgja smærri fyrirtækjum líka oft vandamál sem stærri fyrirtæki þekkja ekki. Í litlum fyrirtækjum sjá eigendur um allt. Þetta er reyndar drulluverðmæt reynsla að læra að koma svona fyrirtæki á laggirnar,“ segir Smári sem nú er 26 ára og segist þakklátur fyrir allt sem hann hefur lært. „Þetta erfist oft í genunum“ Hér má sjá forláta skrifborð sem er frá langafa Hermanns frá Seyðisfirði.Vísir/Vilhelm Fjölskyldan leggur áherslu á heilsu og hreysti. Stunda öll líkamsrækt og þá sérstaklega Smári sem er alltaf í sundi, á hlaupum eða í ræktinni. Feðgarnir segja heilsuna mikilvæga því í litlum fyrirtækjum er álagið oft mikið og í mörgu erfitt að kúpla sig alveg frá. Feðgarnir segjast samt leggja áherslu á heilsu og hreysti. Stunda báðir líkamsrækt og þá sér í lagi sonurinn sem er alltaf í sundi, á hlaupum eða í ræktinni. Heilsan sé mikilvæg þegar álagið er mikið og í mörgu að snúast. „Vöruþróunin er til dæmis í gangi alla daga, maður er alltaf að,“ segir Smári sem dæmi um hvaða verkefni hverfa aldrei úr huganum. Daga, nætur eða yfir hátíðar. Þá bendir Hermann á forláta skrifborð á því má sjá vöruúrval skilta, styttur og stjaka. ,,Þetta er skrifborðið frá langafa mínum frá Seyðisfirði sem ég nefndi hér áðan,“ segir Hermann og bætir við: Ég held reyndar að þetta hafi allt byrjað þarna á Seyðisfirði. Þessi áhugi á að standa í eiginn rekstri erfist oft í genunum að ég held. Og mér finnst samstarfið frábært með börnunum mínum því ég hef svo mikla trú á þeim.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02 „Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00 Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Sjá meira
„Hef unnið fyrir fjóra forseta og drukkið kaffi með þeim öllum“ Fjölskyldufyrirtækið Þvegillinn er 51 árs gamalt en saga þess hefst þó nokkrum árum fyrr. Fyrirtækið var formlega stofnað sem ehf. árið 1969 þegar kennitölurnar urðu til. 25. október 2020 08:02
„Erum með mörg þúsund pör á samviskunni“ Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið Gull og silfur, sem nú spannar hálfa öld. Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari og Kristjana Ólafsdóttir eiginkona hans segja dæturnar hafa alist upp að hluta í búðinn. Það sama eigi við um hundana. Og nú hafa tengdasynirnir bæst við. 11. október 2020 08:00
Ballið byrjaði á Ólafsvökudegi 1968 Í helgarviðtali Atvinnulífsins fáum við að heyra söguna á bakvið rekstur Misty-systranna, Björmu og Rúnu Didriksen. Skór í þinghúsi, ástríða fyrir undirfötum, bruni og fjandinn þveginn ráðalaus. 4. október 2020 08:01