Föstudagsplaylisti Theodóru Bjarkar Guðjónsdóttur Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 30. október 2020 16:16 Sköpunarþörf Theodóru nær gjarnan hámarki á þessum árstíma. Sunna Ben Í tilefni hrekkjavökuhelgar leitaði Vísir á náðir Theodóru Bjarkar, sem þeytt hefur skífum undir nafninu DJ Vetrarsorg, til að setja saman föstudagslagalista. Hún er hlédræg húsmóðir í Vesturbænum, fyrrum plötusnælda hjá Reykjavík Goth Night og gotneskur fagurkeri. Hún dáir að eigin sögn haustið, Hrekkjavökuna og þann forneskjulega heiðindóm sem loðir við árstímann. „Sköpunarþörf mín nær gjarnan hámarki á þessum árstíma og síðustu árin hef ég blygðunarlaust farið offari við að skreyta húsið mitt á sem hryllilegastan hátt fyrir grímuklædd börn og aðrar furðuverur sem hafa lagt leið sína til okkar að biðja um grikk eða gott. Það er dapurlegt að í ár skuli Hrekkjavakan vera haldin í skugga kórónuveirunnar þar sem flakk á milli húsa og samgangur við ókunnuga er ekki beinlínis vel séð. Það er líka ákveðinn missir af Halloween-partístandi hinna fullorðnu þar sem karníval og hryllingsblandin gleðin voru við völd.“ Lagalistann segir Theodóra vera innblásinn af þessu skrítna ástandi í bland við hefðbundinn drunga, myrkrarómantík og lakkríssvarta gotnesku. Á honum sé samtíningur af synth/post-punk drunga-elektróník í bland við rammíslenskan draugagang og annarlegar hljómkviður úr furðuheimi David Lynch. Hann sé einkum hugsaður sem spúkí og þægileg bakgrunnstónlist fyrir grunnskólastelpur í andaglasi. „Hrekkjavökustemningin verður lágstemmdari og heimilislegri í ár en gefur okkur tækifæri til að fá útrás fyrir dauðaangistina, kvíðann og einmanaleikann sem faraldurinn hefur lagt á okkur. Ekki má gleyma því að eitt vinsælasta stef myndlistarinnar á miðöldum í kjölfar plágunnar miklu var hið svonefnda danse macabré, dauðadansinn þar sem dauðlegir menn, jafnt háir sem lágir sjást dansa við glottandi beinagrindur í drungalegum hringdansi til að minna guðhrædda kirkjugesti á forgengileika lífsins. Danse Macabré kjarnar ágætlega boðskap Hrekkjavökunnar og minnir okkur á að ekkert varir að eilífu, á eftir sumri kemur haust og að loknum vetri kemur vor. Og skemmtilegt er myrkrið,“ segir Theodóra Björk. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Í tilefni hrekkjavökuhelgar leitaði Vísir á náðir Theodóru Bjarkar, sem þeytt hefur skífum undir nafninu DJ Vetrarsorg, til að setja saman föstudagslagalista. Hún er hlédræg húsmóðir í Vesturbænum, fyrrum plötusnælda hjá Reykjavík Goth Night og gotneskur fagurkeri. Hún dáir að eigin sögn haustið, Hrekkjavökuna og þann forneskjulega heiðindóm sem loðir við árstímann. „Sköpunarþörf mín nær gjarnan hámarki á þessum árstíma og síðustu árin hef ég blygðunarlaust farið offari við að skreyta húsið mitt á sem hryllilegastan hátt fyrir grímuklædd börn og aðrar furðuverur sem hafa lagt leið sína til okkar að biðja um grikk eða gott. Það er dapurlegt að í ár skuli Hrekkjavakan vera haldin í skugga kórónuveirunnar þar sem flakk á milli húsa og samgangur við ókunnuga er ekki beinlínis vel séð. Það er líka ákveðinn missir af Halloween-partístandi hinna fullorðnu þar sem karníval og hryllingsblandin gleðin voru við völd.“ Lagalistann segir Theodóra vera innblásinn af þessu skrítna ástandi í bland við hefðbundinn drunga, myrkrarómantík og lakkríssvarta gotnesku. Á honum sé samtíningur af synth/post-punk drunga-elektróník í bland við rammíslenskan draugagang og annarlegar hljómkviður úr furðuheimi David Lynch. Hann sé einkum hugsaður sem spúkí og þægileg bakgrunnstónlist fyrir grunnskólastelpur í andaglasi. „Hrekkjavökustemningin verður lágstemmdari og heimilislegri í ár en gefur okkur tækifæri til að fá útrás fyrir dauðaangistina, kvíðann og einmanaleikann sem faraldurinn hefur lagt á okkur. Ekki má gleyma því að eitt vinsælasta stef myndlistarinnar á miðöldum í kjölfar plágunnar miklu var hið svonefnda danse macabré, dauðadansinn þar sem dauðlegir menn, jafnt háir sem lágir sjást dansa við glottandi beinagrindur í drungalegum hringdansi til að minna guðhrædda kirkjugesti á forgengileika lífsins. Danse Macabré kjarnar ágætlega boðskap Hrekkjavökunnar og minnir okkur á að ekkert varir að eilífu, á eftir sumri kemur haust og að loknum vetri kemur vor. Og skemmtilegt er myrkrið,“ segir Theodóra Björk.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira