Framkvæmdastjóri HSÍ segir mikið púsl að koma mönnum til landsins fyrir leikinn á miðvikudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 20:15 Róbert Geir Gíslason er hér fyrir miðju. vísir/tom Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Litáen á miðvikudaginn. Er hann hluti af undankeppni EM sem fram fer árið 2022. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. Þá ræddi hann einnig Olís deildir karla og kvenna en ekki reiknað með að hefja leik að nýju þar fyrr en um miðjan desembermánuð. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er búið að vera talsvert um forföll og nú síðast Bjarki Már [Elísson, leikmaður Lemgo í Þýskalandi] sem á ekki heimangengt. Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, kemur í hans stað. Það er rétt, leikurinn fer fram á miðvikudaginn og drengirnir hafa verið að týnast til landsins í dag, sá fyrsti kom í gær. Svo eru sex eða sjö leikmenn á morgun ásamt þjálfaranum,“ sagði Róbert Geir um þennan skrítna undirbúning íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn kemur. „Undirbúningur hefst raunar í kvöld og svo æfing á morgun, hjá þeim sem eru komnir og lausir úr sóttkví. Við æfum með hluta hópsins á morgun og svo allur hópurinn saman á þriðjudag.“ Var mikið púsluspil að koma þessu heim og saman? „Það er það. Rosalega fá flug í gangi í Evrópu í dag og flóki að ferða mönnum heim um alla Evrópu. Það var ekki auðvelt en hafðist á endanum. Sumir þurftu að fara í þrjú flug og þetta var smá púsl en það tóku þessu allir og við spilum, það er ekki spurning.“ „Það verða það. Höllinni verður skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf og engir áhorfendur. Á sóttvarnarhólfinu þar sem leikmenn eru verða aðeins leikmenn, dómarar og starfsmenn leiks, það er ritaraborðið. Þetta verður allt öðruvísi umhverfi en við erum vanir. Við skipuleggjum þetta hins vegar vel og þá mun takast vel til,“ sagði Róbert Geir um skrítnar aðstæður leiksins. Um framhaldið í Olís deildum karla og kvenna „Við erum að skoða hvað er til ráða. Við erum í algjöru æfingabanni í tvær vikur, til 17. nóvember, og við þurfum að sjá hvert mögulegt framhald verður. Fáum við að byrja æfa þá eða verður þessu aflétt með stigum. Þurfum að sjá hvernig það þróast áður en við getum tekið ákvörðun með framhaldið en það er alveg ljóst að við erum ekki að fara spila í nóvember og tæplegast fyrr en um miðjan desember úr því sem komið er þar sem þetta er orðið það löng pása,“ sagði Róbert að lokum. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ ræddi komandi landsleik og Olís deildirnar Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52 Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02 HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld um undirbúning íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Litáen á miðvikudaginn. Er hann hluti af undankeppni EM sem fram fer árið 2022. Það vantar fjölda lykilmanna í íslenska liðið enda erfitt að fljúga mönnum heim í þessu árferði. Þá ræddi hann einnig Olís deildir karla og kvenna en ekki reiknað með að hefja leik að nýju þar fyrr en um miðjan desembermánuð. Viðtalið má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Það er búið að vera talsvert um forföll og nú síðast Bjarki Már [Elísson, leikmaður Lemgo í Þýskalandi] sem á ekki heimangengt. Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Hauka, kemur í hans stað. Það er rétt, leikurinn fer fram á miðvikudaginn og drengirnir hafa verið að týnast til landsins í dag, sá fyrsti kom í gær. Svo eru sex eða sjö leikmenn á morgun ásamt þjálfaranum,“ sagði Róbert Geir um þennan skrítna undirbúning íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Litáen á miðvikudaginn kemur. „Undirbúningur hefst raunar í kvöld og svo æfing á morgun, hjá þeim sem eru komnir og lausir úr sóttkví. Við æfum með hluta hópsins á morgun og svo allur hópurinn saman á þriðjudag.“ Var mikið púsluspil að koma þessu heim og saman? „Það er það. Rosalega fá flug í gangi í Evrópu í dag og flóki að ferða mönnum heim um alla Evrópu. Það var ekki auðvelt en hafðist á endanum. Sumir þurftu að fara í þrjú flug og þetta var smá púsl en það tóku þessu allir og við spilum, það er ekki spurning.“ „Það verða það. Höllinni verður skipt upp í þrjú sóttvarnarhólf og engir áhorfendur. Á sóttvarnarhólfinu þar sem leikmenn eru verða aðeins leikmenn, dómarar og starfsmenn leiks, það er ritaraborðið. Þetta verður allt öðruvísi umhverfi en við erum vanir. Við skipuleggjum þetta hins vegar vel og þá mun takast vel til,“ sagði Róbert Geir um skrítnar aðstæður leiksins. Um framhaldið í Olís deildum karla og kvenna „Við erum að skoða hvað er til ráða. Við erum í algjöru æfingabanni í tvær vikur, til 17. nóvember, og við þurfum að sjá hvert mögulegt framhald verður. Fáum við að byrja æfa þá eða verður þessu aflétt með stigum. Þurfum að sjá hvernig það þróast áður en við getum tekið ákvörðun með framhaldið en það er alveg ljóst að við erum ekki að fara spila í nóvember og tæplegast fyrr en um miðjan desember úr því sem komið er þar sem þetta er orðið það löng pása,“ sagði Róbert að lokum. Klippa: Framkvæmdastjóri HSÍ ræddi komandi landsleik og Olís deildirnar
Íslenski handboltinn EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15 Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20 Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52 Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02 HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Sjá meira
Orri inn í stað Bjarka Orri Már Þorkelsson, vinstri hornamaður Hauka, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikinn gegn Litháen í komandi viku. 1. nóvember 2020 13:15
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið Hákon Daði Styrmisson tekur sæti Odds Gretarssonar í íslenska handboltalandsliðinu sem mætir Litháen á miðvikudaginn. 30. október 2020 15:20
Kristján Örn og Magnús Óli kallaðir inn í landsliðið Guðmundur Guðmundsson hefur bætt tveimur leikmönnum við íslenska landsliðshópinn sem mætir Litháen í undankeppni EM í næstu viku. 29. október 2020 15:52
Framkvæmdastjóri HSÍ telur ástæður fyrir frestun á landsleik Íslands og Ísrael ekki merkilegar Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri KSÍ, ræddi frestun á leik Íslands og Ísrael í Sportpakka Stöðvar í 2 kvöld. Hann gefur ekki mikið fyrir ástæður frestunarinnar. 28. október 2020 19:02
HSÍ mótmælir harðlega ákvörðun EHF um að fresta landsleik Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að fresta leik Íslands og Ísraels í undankeppni EM karla, tíu dögum áður en leikurinn átti að fara fram. 28. október 2020 14:37