Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. nóvember 2020 16:52 Frá smábátahöfninni í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár en fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Hátíðin í ár fer fram rafrænt, eins og gildir um svo margt á kórónuveirutímum. Viðburðurinn á þó að gleðja augu, eyru og maga að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar. „Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins.“ „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Fólk fær tækifæri til að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. Reykjanesbær Innflytjendamál Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Veita á innsýn í pólska menningu með skemmtilegum hætti á Pólskri menningarhátíð í Reykjanesbæ sem hófst í gær og stendur til sunnudag. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár en fimmtungur allra íbúa Reykjanesbæjar er af pólskum uppruna. Reykjanesbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins með tæplega tuttugu þúsund íbúa. Hátíðin í ár fer fram rafrænt, eins og gildir um svo margt á kórónuveirutímum. Viðburðurinn á þó að gleðja augu, eyru og maga að því er fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar. „Ávallt hefur verið lögð rík áhersla á sjónlist, tónlist og matarupplifun. Sú áhersla heldur sér þó hátíðin sé með breyttu sniði í ár, eins og annað. Hún teygir sig yfir heila viku og verða allir viðburðir hátíðarinnar aðgengilegir á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins og vefsíðu viðburðarins.“ „Saman í krafti fjölbreytileikans“ er yfirskrift hátíðarinnar í ár enda sjaldan mikilvægara að standa saman. Íbúar eru hvattir til þess að ganga um sveitarfélagið og njóta útiverunnar um leið og þeir skoða listsýningar sem verða í verslunargluggum á Hafnargötunni og sérstakt veggjalistarverk verður sett á vegginn aftan við gömlu sundhöllina. Á föstudagskvöldið verður hægt er að skella sér í bílabíó og njóta pólskrar kvikmyndamenningar. Fólk fær tækifæri til að læra að elda framandi mat og sérstök barnadagskrá verður á Facebook síðu Bókasafnsins. Dagskrá hátíðarinnar má sjá hér.
Reykjanesbær Innflytjendamál Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira