Fögnuður Vals og Leiknis ekki á borð aganefndar Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2020 09:31 Valsmenn fögnuðu oftast allra sigri í Pepsi Max-deild karla í sumar en fylgdu ekki sóttvarnareglum þegar þeir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum óvænt síðasta föstudag, eftir að KSí ákvað að flauta mótið af. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri KSÍ mun ekki vísa meintum brotum Vals- og Leiknismanna á sóttvarnareglum til aga- og úrskurðanefndar sambandsins. Myndir af fögnuði karlaliða Vals og Leiknis birtust á samfélagsmiðlum, eftir að Íslandsmótið í fótbolta var flautað af síðasta föstudag og ljóst var að Valur væri Íslandsmeistari og Leiknir kæmist upp í efstu deild. Fleiri en 20 manns komu saman og tveggja metra reglu var ekki fylgt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við Fréttablaðið á sunnudag að mál Vals og Leiknis yrðu tekin til rannsóknar vegna gruns um brot á sóttvarnalögum. Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál hefur framkvæmdastjóri heimild til að vísa málum til nefndarinnar sem „skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum.“ Nefndin getur beitt 50-100 þúsund króna sekt og/eða leikbanni, allt eftir eðli brotsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að sökum þess að lögregla sé nú með málin til rannsóknar muni hún ekki vísa þeim til aga- og úrskurðanefndar. Hún bendir ákvörðun sinni til stuðnings á grein 6.2 í fyrrnefndri reglugerð, þar sem segir: „Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri KSÍ eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau.“ Nú sé ljóst að þar til bær yfirvöld fjalli um málin. Pepsi Max-deild karla KSÍ Valur Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27 Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. 31. október 2020 14:17 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Framkvæmdastjóri KSÍ mun ekki vísa meintum brotum Vals- og Leiknismanna á sóttvarnareglum til aga- og úrskurðanefndar sambandsins. Myndir af fögnuði karlaliða Vals og Leiknis birtust á samfélagsmiðlum, eftir að Íslandsmótið í fótbolta var flautað af síðasta föstudag og ljóst var að Valur væri Íslandsmeistari og Leiknir kæmist upp í efstu deild. Fleiri en 20 manns komu saman og tveggja metra reglu var ekki fylgt. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við Fréttablaðið á sunnudag að mál Vals og Leiknis yrðu tekin til rannsóknar vegna gruns um brot á sóttvarnalögum. Samkvæmt reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál hefur framkvæmdastjóri heimild til að vísa málum til nefndarinnar sem „skaðað geta ímynd knattspyrnunnar eða þeirra sem þátt taka í leiknum.“ Nefndin getur beitt 50-100 þúsund króna sekt og/eða leikbanni, allt eftir eðli brotsins. Í skriflegu svari til Vísis segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, að sökum þess að lögregla sé nú með málin til rannsóknar muni hún ekki vísa þeim til aga- og úrskurðanefndar. Hún bendir ákvörðun sinni til stuðnings á grein 6.2 í fyrrnefndri reglugerð, þar sem segir: „Jafnframt úrskurðar nefndin um önnur mál sem framkvæmdastjóri KSÍ eða aðrir, sem til þess hafa heimild, beina til nefndarinnar eða nefndin telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna knattspyrnuleikja sem fram fara á Íslandi enda fjalli ekki aðrir um þau.“ Nú sé ljóst að þar til bær yfirvöld fjalli um málin.
Pepsi Max-deild karla KSÍ Valur Leiknir Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27 Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. 31. október 2020 14:17 Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53 Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Lögreglan rannsaknar fögnuð Vals og Leiknis Fagnaðarlæti Vals og Leiknis R. eru á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna brota á sóttvarnareglum. 2. nóvember 2020 09:27
Formaðurinn vill ekki tjá sig um fögnuð Leiknismanna Leiknir Reykjavík er komið upp í Pepsi Max deildina 2021 eftir að KSÍ tók ákvörðun um að blása Íslandsmótið í knattspyrnu af í gær, þar sem Leiknir var í öðru sæti þegar einungis tvær umferðir voru eftir af mótinu. 31. október 2020 14:17
Umdeildur fögnuður Valsmanna ekki með blessun formanns Leikmenn og starfsmenn meistaraflokks Vals í knattspyrnu fögnuðu Íslandsmeistaratitli sínum í Fjósinu, félagsheimili félagsins, í gærkvöldi. Svo virðist sem reglur um samkomubann hafi gleymst í fögnuði Valsmanna þar sem staðið var á stólum og sungið. Formaður Vals vissi ekki af hittingnum og segir hann ekki í anda félagsins. 31. október 2020 10:53
Þórólfur um fögnuð Valsmanna: Hópsýkingar geti komið upp við slíkar aðstæður „Mér finnst leitt að heyra að menn séu ekki að vanda sig meira,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, í um Íslandsmeistarafögnuð Valsmanna í gærkvöldi. 31. október 2020 11:37