Fagna nýrri plötu með stuttmyndböndum í stað útgáfutónleika Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. nóvember 2020 09:30 Tvíeykið Marína Ósk og Mikael Máni skipa hljómsveitina Tendra. Aðsend mynd Hljómsveitin Tendra gefur á morgun út samnefnda breiðskífu hjá Smekkleysu. Hljómsveitina skipa tvíeykið Mikael Máni og Marína Ósk. Breiðskífan „Tendra“, sem er jafnframt fyrsta plata samnefndrar hljómsveitar, kemur út á CD og vínyl 6. nóvember 2020 hjá Smekkleysu. „Hljóðheimurinn á plötunni er ævintýraleg blanda af söngvaskáldastíl og „alternative“ poppi en þar sem þetta er frumburður hljómsveitarinnar leyfa þau sér að vera mjög leitandi og blanda saman ólíklegum stílum, formum og hugmyndum sem leynast í skúmaskotum hugarfylgsna þeirra. Textarnir fjalla um mjög hversdaglega hluti; idolíseringu, lata morgna, söknuð og sjálfsleit – frá allskonar skrítnum sjónarhornum,“ segir í tilkynningu frá Smekkleysu. Platan var tekin upp í Sundlauginni stúdió í maí og júní 2020 og um upptökur, mix og master sá Birgir Jón Birgisson. Nafnið „Tendra“ kemur frá upplifun hljómsveitarmeðlima þegar þau sömdu lögin sín í sameiningu í fyrsta skipti. Sem samstarfsfólk til sex ára hafa þau unnið náið saman og tengst djúpum böndum en eitt er að vinna saman, annað að semja og skapa. „Báðir meðlimir upplifðu líkt og tendrað væri á báli þegar þau byrjuðu að semja tónlist saman og lögin flæddu. T.a.m. þá tóku þau upp og fullunnu í heildina fjórtán lög fyrir þessa plötu en ákváðu að stytta plötuna niður í níu lög í „early-bítlaplötu lengd“ til að gefa nýjum hlustendum tækifæri á að kynnast þeim smátt og smátt.“ Hönnun plötuumslags og umbrot: Brynja Baldursdóttir Stuttmyndbönd í stað útgáfutónleika Mikael Máni og Marína Ósk gáfu út eina plötu saman fyrir þremur árum undir nafninu Marína & Mikael en sú tónlist var svo ólík því sem þau eru að gera núna að þeim fannst ekki rétt að nota sama hljómsveitarnafn. Sú plata, Beint heim, er jazz og dægurlagaplata og er aðeins með gítar og söng en hún hlaut tilnefningu sem jazzplata ársins hjá ÍSTÓN 2018. Þetta eru ekki einu tilnefningarnar sem þau hafa fengið en Marína Ósk fékk tvær tilnefningar 2020í opnum flokki fyrir plötuna sína Athvarf, sem plata ársins og lag ársins og Mikael fékk tilnefningu sem lagahöfundur ársins í jazzflokki fyrir plötuna sína, Bobby. Hljómsveitarmeðlimirnir tveir spila að mestu leiti inn plötuna sjálf en í fjórum lögum njóta þau gestaflutnings frá Kristofer Rodriguez Svönusyni á trommur og slagverk og Heiði Láru Bjarnadóttur á selló. Mikael sá um að spila öll hin hljóðfærin inn á upptökurnar og má þar heyra mjög fjölbreytta hljóðfæraflóru með allskyns hljómborðum, bassa, gíturum, víbrafóni, hryngjammi, slagverki og fleira. Vegna þess að möguleikar á tónleikahaldi eru takmarkaðir, ætlar Tendra að gefa út seríu stuttmyndbanda í stað þess að halda útgáfutónleika. Þar munu þau bjóða landsþekktu tónlistarfólki að koma og flytja eitt lag af plötunni og eina ábreiðu af íslensku lagi með hljómsveitinni. Þau munu þannig gefa út fjögur myndbönd sem svipa til örtónleika, og mun fyrsta myndbandið koma út í byrjun febrúar 2021. Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Galdrakarlar af plötunni Tendra. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Hljómsveitin Tendra gefur á morgun út samnefnda breiðskífu hjá Smekkleysu. Hljómsveitina skipa tvíeykið Mikael Máni og Marína Ósk. Breiðskífan „Tendra“, sem er jafnframt fyrsta plata samnefndrar hljómsveitar, kemur út á CD og vínyl 6. nóvember 2020 hjá Smekkleysu. „Hljóðheimurinn á plötunni er ævintýraleg blanda af söngvaskáldastíl og „alternative“ poppi en þar sem þetta er frumburður hljómsveitarinnar leyfa þau sér að vera mjög leitandi og blanda saman ólíklegum stílum, formum og hugmyndum sem leynast í skúmaskotum hugarfylgsna þeirra. Textarnir fjalla um mjög hversdaglega hluti; idolíseringu, lata morgna, söknuð og sjálfsleit – frá allskonar skrítnum sjónarhornum,“ segir í tilkynningu frá Smekkleysu. Platan var tekin upp í Sundlauginni stúdió í maí og júní 2020 og um upptökur, mix og master sá Birgir Jón Birgisson. Nafnið „Tendra“ kemur frá upplifun hljómsveitarmeðlima þegar þau sömdu lögin sín í sameiningu í fyrsta skipti. Sem samstarfsfólk til sex ára hafa þau unnið náið saman og tengst djúpum böndum en eitt er að vinna saman, annað að semja og skapa. „Báðir meðlimir upplifðu líkt og tendrað væri á báli þegar þau byrjuðu að semja tónlist saman og lögin flæddu. T.a.m. þá tóku þau upp og fullunnu í heildina fjórtán lög fyrir þessa plötu en ákváðu að stytta plötuna niður í níu lög í „early-bítlaplötu lengd“ til að gefa nýjum hlustendum tækifæri á að kynnast þeim smátt og smátt.“ Hönnun plötuumslags og umbrot: Brynja Baldursdóttir Stuttmyndbönd í stað útgáfutónleika Mikael Máni og Marína Ósk gáfu út eina plötu saman fyrir þremur árum undir nafninu Marína & Mikael en sú tónlist var svo ólík því sem þau eru að gera núna að þeim fannst ekki rétt að nota sama hljómsveitarnafn. Sú plata, Beint heim, er jazz og dægurlagaplata og er aðeins með gítar og söng en hún hlaut tilnefningu sem jazzplata ársins hjá ÍSTÓN 2018. Þetta eru ekki einu tilnefningarnar sem þau hafa fengið en Marína Ósk fékk tvær tilnefningar 2020í opnum flokki fyrir plötuna sína Athvarf, sem plata ársins og lag ársins og Mikael fékk tilnefningu sem lagahöfundur ársins í jazzflokki fyrir plötuna sína, Bobby. Hljómsveitarmeðlimirnir tveir spila að mestu leiti inn plötuna sjálf en í fjórum lögum njóta þau gestaflutnings frá Kristofer Rodriguez Svönusyni á trommur og slagverk og Heiði Láru Bjarnadóttur á selló. Mikael sá um að spila öll hin hljóðfærin inn á upptökurnar og má þar heyra mjög fjölbreytta hljóðfæraflóru með allskyns hljómborðum, bassa, gíturum, víbrafóni, hryngjammi, slagverki og fleira. Vegna þess að möguleikar á tónleikahaldi eru takmarkaðir, ætlar Tendra að gefa út seríu stuttmyndbanda í stað þess að halda útgáfutónleika. Þar munu þau bjóða landsþekktu tónlistarfólki að koma og flytja eitt lag af plötunni og eina ábreiðu af íslensku lagi með hljómsveitinni. Þau munu þannig gefa út fjögur myndbönd sem svipa til örtónleika, og mun fyrsta myndbandið koma út í byrjun febrúar 2021. Hér fyrir neðan má hlusta á lagið Galdrakarlar af plötunni Tendra.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira