Kórónaði frábæran hring með því að fara holu í höggi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 14:22 Caroline Hedwall er með forystu á Omega Dubai Moonlight Classic mótinu. getty/Francois Nel Sænski kylfingurinn Caroline Hedwall gleymir eflaust fyrsta hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins í golfi ekki í bráð. Hún fór nefnilega holu í höggi á 17. braut á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fór holu í höggi í B Hedwall lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á Lauru Fuenfstueck frá Þýskalandi og Celine Boutier frá Frakklandi. Hedwall hóf leik á 6. braut og fékk par á fyrstu átta holunum sem hún lék. Hún fékk svo fugl á 16. braut áður en hún fór holu í höggi á þeirri sautjándu. Á síðustu sex brautunum fékk Hedwall svo fjóra fugla. Omega Dubai Moonlight Classic mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og hefur verið haldið síðan 2006. Verðlaunaféð á mótinu nemur samtals 285 þúsund Bandaríkjadölum, þar af fær sigurvegarinn 37,5 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut. Nuria Iturrioz frá Spáni vann mótið í fyrra. Hún er í 5. sæti eftir fyrsta hringinn á mótinu í ár á þremur höggum undir pari. Hedwall vann síðast mót á Evrópumótaröðinni 2018 þegar hún hrósaði sigri á Lacoste Ladies Open de France. Hún hefur alls unnið sex mót á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Bein útsending frá öðrum hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 15:00 í dag. Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Sænski kylfingurinn Caroline Hedwall gleymir eflaust fyrsta hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins í golfi ekki í bráð. Hún fór nefnilega holu í höggi á 17. braut á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fór holu í höggi í B Hedwall lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á Lauru Fuenfstueck frá Þýskalandi og Celine Boutier frá Frakklandi. Hedwall hóf leik á 6. braut og fékk par á fyrstu átta holunum sem hún lék. Hún fékk svo fugl á 16. braut áður en hún fór holu í höggi á þeirri sautjándu. Á síðustu sex brautunum fékk Hedwall svo fjóra fugla. Omega Dubai Moonlight Classic mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og hefur verið haldið síðan 2006. Verðlaunaféð á mótinu nemur samtals 285 þúsund Bandaríkjadölum, þar af fær sigurvegarinn 37,5 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut. Nuria Iturrioz frá Spáni vann mótið í fyrra. Hún er í 5. sæti eftir fyrsta hringinn á mótinu í ár á þremur höggum undir pari. Hedwall vann síðast mót á Evrópumótaröðinni 2018 þegar hún hrósaði sigri á Lacoste Ladies Open de France. Hún hefur alls unnið sex mót á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Bein útsending frá öðrum hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 15:00 í dag.
Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira