Kórónaði frábæran hring með því að fara holu í höggi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 14:22 Caroline Hedwall er með forystu á Omega Dubai Moonlight Classic mótinu. getty/Francois Nel Sænski kylfingurinn Caroline Hedwall gleymir eflaust fyrsta hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins í golfi ekki í bráð. Hún fór nefnilega holu í höggi á 17. braut á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fór holu í höggi í B Hedwall lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á Lauru Fuenfstueck frá Þýskalandi og Celine Boutier frá Frakklandi. Hedwall hóf leik á 6. braut og fékk par á fyrstu átta holunum sem hún lék. Hún fékk svo fugl á 16. braut áður en hún fór holu í höggi á þeirri sautjándu. Á síðustu sex brautunum fékk Hedwall svo fjóra fugla. Omega Dubai Moonlight Classic mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og hefur verið haldið síðan 2006. Verðlaunaféð á mótinu nemur samtals 285 þúsund Bandaríkjadölum, þar af fær sigurvegarinn 37,5 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut. Nuria Iturrioz frá Spáni vann mótið í fyrra. Hún er í 5. sæti eftir fyrsta hringinn á mótinu í ár á þremur höggum undir pari. Hedwall vann síðast mót á Evrópumótaröðinni 2018 þegar hún hrósaði sigri á Lacoste Ladies Open de France. Hún hefur alls unnið sex mót á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Bein útsending frá öðrum hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 15:00 í dag. Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sænski kylfingurinn Caroline Hedwall gleymir eflaust fyrsta hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins í golfi ekki í bráð. Hún fór nefnilega holu í höggi á 17. braut á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fór holu í höggi í B Hedwall lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á Lauru Fuenfstueck frá Þýskalandi og Celine Boutier frá Frakklandi. Hedwall hóf leik á 6. braut og fékk par á fyrstu átta holunum sem hún lék. Hún fékk svo fugl á 16. braut áður en hún fór holu í höggi á þeirri sautjándu. Á síðustu sex brautunum fékk Hedwall svo fjóra fugla. Omega Dubai Moonlight Classic mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og hefur verið haldið síðan 2006. Verðlaunaféð á mótinu nemur samtals 285 þúsund Bandaríkjadölum, þar af fær sigurvegarinn 37,5 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut. Nuria Iturrioz frá Spáni vann mótið í fyrra. Hún er í 5. sæti eftir fyrsta hringinn á mótinu í ár á þremur höggum undir pari. Hedwall vann síðast mót á Evrópumótaröðinni 2018 þegar hún hrósaði sigri á Lacoste Ladies Open de France. Hún hefur alls unnið sex mót á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Bein útsending frá öðrum hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 15:00 í dag.
Golf Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira