Samstarfi um Straumfjarðará slitið Karl Lúðvíksson skrifar 9. nóvember 2020 08:37 Veiðifélag Straumfjarðarár og Stangaveiðifélag Reykjavíkur hafa sammælst um að slíta samstarfi sínu, sem hófst með undirritun samnings árið 2017 um leiguréttt SVFR að ánni. Samstarfið hefur gengið vel, en vegna krefjandi aðstæðna undanfarin tvö ár eru aðilar sammála um að slíta samningi. SVFR mun því ekki selja leyfi í Straumfjarðará fyrir sumarið 2021, en veiðifélag árinnar mun kynna breytt sölufyrirkomulag á næstu vikum. Straumfjarðará er falleg 4ja stanga laxveiðiá á Snæfellsnesi, með fullri þjónustu í glæsilegu veiðihúsi. Félagsmenn SVFR og aðrir veiðimenn hafa notið þar góðrar þjónustu, sem áfram verður í boði fyrir áhugasama veiðimenn. Jón Þór Ólason, formaður SVFR: “Ég þakka Veiðifélagi Straumfjarðarár fyrir samstarfið undanfarin ár, sem hefur einkennst af góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu. Það er ekkert launungamál að undanfarin tvö sumur hafa verið erfið á íslenskum veiðileyfamarkaði og almennt séð eru miklir óvissutímar framundan í íslensku samfélagi. Í því samhengi var samstarfið tekið til skoðunar og ákveðið í sameiningu að leiðir skyldu skilja, að svo stöddu. Héðan fer SVFR með góðar minningar og ég óska Veiðifélagi Straumfjarðará velfarnaðar á komandi árum.” Páll Ingólfsson, formaður Veiðifélags Straumfjarðarár: “Fyrir hönd Veiðifélags Straumfjarðarár vil ég þakka Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fyrir samstarfið á síðastliðnum þremur árum. Samstarfið var lærdómsríkt, á margan hátt nýstárlegt fyrir okkur og samskipti við stjórn, starfsmenn og árnefnd SVFR var ánægjulegt og gott. Veiðifélag Straumfjarðarár óskar SVFR alls hins besta og velfarnaðar um ókomin ár.” Stangveiði Mest lesið Spennandi námskeið í veiðileiðsögn Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Fljúgandi start í Ytri Rangá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði
Veiðifélag Straumfjarðarár og Stangaveiðifélag Reykjavíkur hafa sammælst um að slíta samstarfi sínu, sem hófst með undirritun samnings árið 2017 um leiguréttt SVFR að ánni. Samstarfið hefur gengið vel, en vegna krefjandi aðstæðna undanfarin tvö ár eru aðilar sammála um að slíta samningi. SVFR mun því ekki selja leyfi í Straumfjarðará fyrir sumarið 2021, en veiðifélag árinnar mun kynna breytt sölufyrirkomulag á næstu vikum. Straumfjarðará er falleg 4ja stanga laxveiðiá á Snæfellsnesi, með fullri þjónustu í glæsilegu veiðihúsi. Félagsmenn SVFR og aðrir veiðimenn hafa notið þar góðrar þjónustu, sem áfram verður í boði fyrir áhugasama veiðimenn. Jón Þór Ólason, formaður SVFR: “Ég þakka Veiðifélagi Straumfjarðarár fyrir samstarfið undanfarin ár, sem hefur einkennst af góðum samskiptum og gagnkvæmri virðingu. Það er ekkert launungamál að undanfarin tvö sumur hafa verið erfið á íslenskum veiðileyfamarkaði og almennt séð eru miklir óvissutímar framundan í íslensku samfélagi. Í því samhengi var samstarfið tekið til skoðunar og ákveðið í sameiningu að leiðir skyldu skilja, að svo stöddu. Héðan fer SVFR með góðar minningar og ég óska Veiðifélagi Straumfjarðará velfarnaðar á komandi árum.” Páll Ingólfsson, formaður Veiðifélags Straumfjarðarár: “Fyrir hönd Veiðifélags Straumfjarðarár vil ég þakka Stangaveiðifélagi Reykjavíkur fyrir samstarfið á síðastliðnum þremur árum. Samstarfið var lærdómsríkt, á margan hátt nýstárlegt fyrir okkur og samskipti við stjórn, starfsmenn og árnefnd SVFR var ánægjulegt og gott. Veiðifélag Straumfjarðarár óskar SVFR alls hins besta og velfarnaðar um ókomin ár.”
Stangveiði Mest lesið Spennandi námskeið í veiðileiðsögn Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Dorgað á ísnum í höfuðborginni Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Bleikjan farin að taka á Þingvöllum Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Fljúgandi start í Ytri Rangá Veiði Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum Veiði