Ótrúleg líkindi á milli Jack Nicklaus á Mastersmótinu 1986 og Tiger Woods í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2020 14:00 Jack Nicklaus og Tiger Woods hafa unnið flest risamót í golfsögunni. Getty/Tom Pennington Augu margra verða á Tiger Woods á Mastersmótinu í golfi sem hefst í dag en golfsérfræðingur gróf upp mjög merkilegan samanburð á Tiger og hinum eina sanna Jack Nicklaus. Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur titil að verja þegar Mastersmótið í golfi hefst í dag en það er mjög athyglisvert að bera saman stöðu hans í dag og þegar methafinn Jack Nicklaus vann sinn síðasta sigur á risamóti fyrir meira en þremur áratugum síðar. Jack Nicklaus á enn metið yfir flesta sigra á risamótum en hann vann alls átján risamót á ferlinum. Tiger Woods vann sitt fimmtánda risamót á Mastersmótinu í fyrra. Titilvörnin átti að fara fram í vor en Matsersmótinu var frestað frá apríl fram í nóvember vegna kórónuveirunnar. Tiger Woods er því búinn að vera Mastersmeistari í nítján mánuði. Jack Nicklaus vann Mastersmótið í sjötta og síðasta sinn árið 1986 en það var líka átjándi sigur hans á risamóti á ferlinum. Golfsérfræðingurinn Brandel Chamblee benti á ótrúleg líkindi á milli Jack Nicklaus á Mastersmótinu 1986 og Tiger Woods í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Jack Nicklaus won his 6th Masters in 1986, 23 years after his first. He was ranked 33rd in the world going into that week.If Tiger wins this week, it will be his 6th Masters, 23 years after his first. He is ranked 33rd in the world going into this week.— Brandel Chamblee (@chambleebrandel) November 11, 2020 Þegar Jack Nicklaus vann sinn síðasta risatitil á Mastersmótinu árið 1986 þá kom hann 23 árum eftir þann fyrsta á þessu virta móti. Hann var þá í 33. sæti á heimslistanum fyrir mótið. Nicklaus vann sinn fyrsta sigur á Mastersmótinu árið 1963 en það var hans annar sigur á risamóti. Tiger Woods á nú möguleika á því að vinna Mastersmótið 23 árum eftir að hann vann sinn fyrsta risatitil á Mastersmótinu árið 1997. Líkt og Nicklaus var árið 1986 þá er Woods í 33. sæti á heimslistanum í dag. Mastersmótið í golfi er í beinni frá Augusta golfvellinum alla fjóra dagana á Stöð 2 Golf. Útsendingin frá fyrsta deginum hefst klukkan 18.00. Golf Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Augu margra verða á Tiger Woods á Mastersmótinu í golfi sem hefst í dag en golfsérfræðingur gróf upp mjög merkilegan samanburð á Tiger og hinum eina sanna Jack Nicklaus. Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur titil að verja þegar Mastersmótið í golfi hefst í dag en það er mjög athyglisvert að bera saman stöðu hans í dag og þegar methafinn Jack Nicklaus vann sinn síðasta sigur á risamóti fyrir meira en þremur áratugum síðar. Jack Nicklaus á enn metið yfir flesta sigra á risamótum en hann vann alls átján risamót á ferlinum. Tiger Woods vann sitt fimmtánda risamót á Mastersmótinu í fyrra. Titilvörnin átti að fara fram í vor en Matsersmótinu var frestað frá apríl fram í nóvember vegna kórónuveirunnar. Tiger Woods er því búinn að vera Mastersmeistari í nítján mánuði. Jack Nicklaus vann Mastersmótið í sjötta og síðasta sinn árið 1986 en það var líka átjándi sigur hans á risamóti á ferlinum. Golfsérfræðingurinn Brandel Chamblee benti á ótrúleg líkindi á milli Jack Nicklaus á Mastersmótinu 1986 og Tiger Woods í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Jack Nicklaus won his 6th Masters in 1986, 23 years after his first. He was ranked 33rd in the world going into that week.If Tiger wins this week, it will be his 6th Masters, 23 years after his first. He is ranked 33rd in the world going into this week.— Brandel Chamblee (@chambleebrandel) November 11, 2020 Þegar Jack Nicklaus vann sinn síðasta risatitil á Mastersmótinu árið 1986 þá kom hann 23 árum eftir þann fyrsta á þessu virta móti. Hann var þá í 33. sæti á heimslistanum fyrir mótið. Nicklaus vann sinn fyrsta sigur á Mastersmótinu árið 1963 en það var hans annar sigur á risamóti. Tiger Woods á nú möguleika á því að vinna Mastersmótið 23 árum eftir að hann vann sinn fyrsta risatitil á Mastersmótinu árið 1997. Líkt og Nicklaus var árið 1986 þá er Woods í 33. sæti á heimslistanum í dag. Mastersmótið í golfi er í beinni frá Augusta golfvellinum alla fjóra dagana á Stöð 2 Golf. Útsendingin frá fyrsta deginum hefst klukkan 18.00.
Golf Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira