Nissan LEAF áreiðanlegasti notaði rafbíllinn í Bretlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. nóvember 2020 07:00 Nissan Leaf, árgerð 2017. Rafbíllinn Nissan LEAF var á dögunum útnefndur áreiðanlegasti notaði rafbíllinn á breska markaðnum af tryggingafélaginu Warrantywise í Bretlandi sem sérhæfir sig í sölu framhaldsábyrgða á bílum eftir að framleiðsluábyrgð þeirra lýkur. Útnefningin kemur í kjölfar samanburðarrannsóknar sem fyrirtækið gerði á mismunandi tegundum notaðra rafbíla þar í landi auk notaðra bensín- og dísilbíla. Að því er segir í fréttatilkynningu frá BL. Leaf kom einnig betur út í samanburði við margar tegundir bíla með sprengihreyfli. Meðal þátta sem Warrantywise skoðaði var tíðni viðgerða á verkstæði, algengar bilanir, kostnaður við viðgerðir og aldur bílsins þegar viðgerðir fóru fram. Í öllum tilfellum urðu bílarnir að vera að minnsta kosti þriggja ára. Samhliða var áreiðanleiki fólksbíla með sprengihreyfli kannaður og var Leaf sá sjöundi áreiðanlegasti í samanburði við þær tegundir sem kannaðar voru í þeim flokki. Vistvænir bílar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent
Rafbíllinn Nissan LEAF var á dögunum útnefndur áreiðanlegasti notaði rafbíllinn á breska markaðnum af tryggingafélaginu Warrantywise í Bretlandi sem sérhæfir sig í sölu framhaldsábyrgða á bílum eftir að framleiðsluábyrgð þeirra lýkur. Útnefningin kemur í kjölfar samanburðarrannsóknar sem fyrirtækið gerði á mismunandi tegundum notaðra rafbíla þar í landi auk notaðra bensín- og dísilbíla. Að því er segir í fréttatilkynningu frá BL. Leaf kom einnig betur út í samanburði við margar tegundir bíla með sprengihreyfli. Meðal þátta sem Warrantywise skoðaði var tíðni viðgerða á verkstæði, algengar bilanir, kostnaður við viðgerðir og aldur bílsins þegar viðgerðir fóru fram. Í öllum tilfellum urðu bílarnir að vera að minnsta kosti þriggja ára. Samhliða var áreiðanleiki fólksbíla með sprengihreyfli kannaður og var Leaf sá sjöundi áreiðanlegasti í samanburði við þær tegundir sem kannaðar voru í þeim flokki.
Vistvænir bílar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent