„Þetta er El Clásico“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. nóvember 2020 23:00 Halldór Már Kristmundsson, Dói, er með allt á hreinu hvað varðar Vodafone-deildina. vísir/vilhelm Það dregur til tíðinda á sunnudagskvöldið er úrslitaleikurinn í Vodafone-deildinni í CS:GO fer fram. Þar mætast Dusty og Hafið. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 eSport en margir bíða spenntir eftir þessum leik. Einn þeirra er Halldór Már Kristmundsson, sérfræðingur Vodafone-deildarinnar, en Vísir spjallaði við Halldór um stórleikinn. „Þetta er El Clásico rafíþróttusenurnar,“ sagði Halldór og líkti leiknum þar af leiðandi við viðureignir Real Madrid og Barcelona á Spáni. „Þetta eru tvö bestu liðin sem hafa í gegnum tíðina verið að standa í hvort öðru.“ „Dusty hefur alltaf betri en Hafið stendur alltaf í þeim. Við vorum rændir þessum leik í fyrra þegar FH sló út Hafið,“ sagði Halldór svo spennan er enn meiri í ár. En hvernig horfir þessi leikur við Halldóri? „Dusty er talið vera lang besta liðið. Æfa mest, líta best út á blaði en Hafið eru þeir sem eru ekki að æfa jafn mikið en eru hæfileikaríkir.“ Mörg lið innan deildarinnar hræðast Dusty-vígið en það gerir Hafið ekki. „Hafið er liðið sem hræðist ekki Dusty. Hafið tekst alltaf á einhvern ótrúlegan hátt að sigra þá.“ „Veikleikarnir eru andlega hliðin hjá Dusty. Þeim finnst þeir eiga að vera betri, hafa æft meira og þurfa þar af leiðandi að sýna það. Það er þó líka pressa á Hafinu.“ Halldór segir að það sé hægt að búast við þremur kortum á sunnudaginn og leikurinn verður ansi jafn. „Það eiga alltaf eftir að koma þrjú við kort. Við getum búist við spennu og sjá bestu leikmenn landsins spila,“ sagði Halldór. Vísir mun í vikunni hita reglulega upp fyrir úrslitaleikinn með viðtöl við hina ýmsu aðila innan deildarinnar. Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Það dregur til tíðinda á sunnudagskvöldið er úrslitaleikurinn í Vodafone-deildinni í CS:GO fer fram. Þar mætast Dusty og Hafið. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 eSport en margir bíða spenntir eftir þessum leik. Einn þeirra er Halldór Már Kristmundsson, sérfræðingur Vodafone-deildarinnar, en Vísir spjallaði við Halldór um stórleikinn. „Þetta er El Clásico rafíþróttusenurnar,“ sagði Halldór og líkti leiknum þar af leiðandi við viðureignir Real Madrid og Barcelona á Spáni. „Þetta eru tvö bestu liðin sem hafa í gegnum tíðina verið að standa í hvort öðru.“ „Dusty hefur alltaf betri en Hafið stendur alltaf í þeim. Við vorum rændir þessum leik í fyrra þegar FH sló út Hafið,“ sagði Halldór svo spennan er enn meiri í ár. En hvernig horfir þessi leikur við Halldóri? „Dusty er talið vera lang besta liðið. Æfa mest, líta best út á blaði en Hafið eru þeir sem eru ekki að æfa jafn mikið en eru hæfileikaríkir.“ Mörg lið innan deildarinnar hræðast Dusty-vígið en það gerir Hafið ekki. „Hafið er liðið sem hræðist ekki Dusty. Hafið tekst alltaf á einhvern ótrúlegan hátt að sigra þá.“ „Veikleikarnir eru andlega hliðin hjá Dusty. Þeim finnst þeir eiga að vera betri, hafa æft meira og þurfa þar af leiðandi að sýna það. Það er þó líka pressa á Hafinu.“ Halldór segir að það sé hægt að búast við þremur kortum á sunnudaginn og leikurinn verður ansi jafn. „Það eiga alltaf eftir að koma þrjú við kort. Við getum búist við spennu og sjá bestu leikmenn landsins spila,“ sagði Halldór. Vísir mun í vikunni hita reglulega upp fyrir úrslitaleikinn með viðtöl við hina ýmsu aðila innan deildarinnar.
Dusty Vodafone-deildin Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira